Sleit hásin í síðasta mánuði og ætlar sér að spila á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2023 15:00 Aaron Rodgers var mættur á síðasta leik New York Jets þar sem liðið varð það fyrsta á tímabilinu til að vinna Philadelphia Eagles. AP/Adam Hunger Strákarnir í Lokasókninni fóru yfir síðustu umferð í NFL deildinni og ræddu þar meðal annars stöðuna á leikstjórnandanum Aaron Rodgers. Rodgers átti að vera bjargvættur New York Jets liðsins á þessari leiktíðinni eftir að hafa komið frá Green Bay Packers. Hann sleit hásin strax í upphafi á fyrsta leik liðsins. Auðvitað var tímabilið afskrifað um leið en nú eru komnar upp vangaveltur um að hann gæti mögulega spilað aftur með liðinu á leiktíðinni. Jets liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína í deildinni og er samtals með þrjá sigra og þrjú töp. Liðið varð um helgina fyrsta liðið sem nær að vinna Philadelphia Eagles. „Nú þegar prógrammið fer að verða auðveldara hjá Jets þá gæti þetta farið af stað hjá þeim,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Ef þeir vinna svona leiki. Þeir skoruðu bara vallarmörk og eitt snertimark sem þeim var leyft að skora. Þeir geta látið þeirra lið skipta máli í desember og það er meira en nokkur þorði að vona,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Talandi um það að skipta enn máli í deildinni í desember. Það er ágætur leikmaður á meiðslalistanum hjá liðinu. Hann heitir Aaron Rodgers. Þið hafið kannski heyrt um hann,“ sagði Andri. „Hann meiddist í fyrsta leik tímabilsins og menn höfðu áhyggjur af því að þarna væri bara ferillinn farinn. Sjáið þarna, hann er bara labbandi,“ sagði Andri og sýndi myndband af Aaron Rodgers á síðasta leik New York Jets. „Af hverju er maðurinn ekki á hækjum? Hann sleit hásin. Hann er að fíflast inn á vellinum og að kasta bolta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Menn eru að hugsa það að ef þeir komast inn í úrslitakeppnina þá er möguleiki,“ skaut Andri inn í. „Hann er að stefna á það að koma til baka og Robert Saleh (þjálfari liðsins) sagði í dag að hann væri að halda því opnu að Rodgers væri að koma til baka. Liðið er bara að taka þátt í þessu með honum,“ sagði Eiríkur Stefán. „Þetta yrði fyrsti maðurinn í mannkynssögunni sem er að gera svona eftir aðeins örfáar vikur frá aðgerð. Og hann er hestgamall,“ sagði Henry Birgir. „Hvað heldur þú að það sé mikið af Vúdú lyfjum þarna í gangi,“ sagði Eiríkur. „Hann er allur í þessu náttúrulega,“ sagði Henry sposkur. „Einmitt,“ svaraði Eiríkur. Það má sjá strákana ræða Aaron Rodgers og sýna myndirnar af kappanum. Klippa: Lokasóknin: Umræða um mögulega endurkomu Aaron Rodgers NFL Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Rodgers átti að vera bjargvættur New York Jets liðsins á þessari leiktíðinni eftir að hafa komið frá Green Bay Packers. Hann sleit hásin strax í upphafi á fyrsta leik liðsins. Auðvitað var tímabilið afskrifað um leið en nú eru komnar upp vangaveltur um að hann gæti mögulega spilað aftur með liðinu á leiktíðinni. Jets liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína í deildinni og er samtals með þrjá sigra og þrjú töp. Liðið varð um helgina fyrsta liðið sem nær að vinna Philadelphia Eagles. „Nú þegar prógrammið fer að verða auðveldara hjá Jets þá gæti þetta farið af stað hjá þeim,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Ef þeir vinna svona leiki. Þeir skoruðu bara vallarmörk og eitt snertimark sem þeim var leyft að skora. Þeir geta látið þeirra lið skipta máli í desember og það er meira en nokkur þorði að vona,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Talandi um það að skipta enn máli í deildinni í desember. Það er ágætur leikmaður á meiðslalistanum hjá liðinu. Hann heitir Aaron Rodgers. Þið hafið kannski heyrt um hann,“ sagði Andri. „Hann meiddist í fyrsta leik tímabilsins og menn höfðu áhyggjur af því að þarna væri bara ferillinn farinn. Sjáið þarna, hann er bara labbandi,“ sagði Andri og sýndi myndband af Aaron Rodgers á síðasta leik New York Jets. „Af hverju er maðurinn ekki á hækjum? Hann sleit hásin. Hann er að fíflast inn á vellinum og að kasta bolta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Menn eru að hugsa það að ef þeir komast inn í úrslitakeppnina þá er möguleiki,“ skaut Andri inn í. „Hann er að stefna á það að koma til baka og Robert Saleh (þjálfari liðsins) sagði í dag að hann væri að halda því opnu að Rodgers væri að koma til baka. Liðið er bara að taka þátt í þessu með honum,“ sagði Eiríkur Stefán. „Þetta yrði fyrsti maðurinn í mannkynssögunni sem er að gera svona eftir aðeins örfáar vikur frá aðgerð. Og hann er hestgamall,“ sagði Henry Birgir. „Hvað heldur þú að það sé mikið af Vúdú lyfjum þarna í gangi,“ sagði Eiríkur. „Hann er allur í þessu náttúrulega,“ sagði Henry sposkur. „Einmitt,“ svaraði Eiríkur. Það má sjá strákana ræða Aaron Rodgers og sýna myndirnar af kappanum. Klippa: Lokasóknin: Umræða um mögulega endurkomu Aaron Rodgers
NFL Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira