Elísabet og Áki tilkynntu óléttuna með myndskeiði á Instagram fyrr í vikunni þar sem sést glitta í óléttukúluna.
Elísabet birti einnig mynd í story af þeim saman þegar hún tilkynnir Áka óléttuna. Þau voru stödd brekkunni á Þjóðhátíð og virðist sem nokkur gleðitár hafi fallið hjá Áka við fréttirnar.
„Ég tók sem sagt óléttupróf í Eyjum og sagði Áka það svo í Brekkunni og minn varð svona,“ skrifaði Elísabet.


Brúðkaupsveisla síðar
Elísabet og Áki gengu í heilagt hjónaband í desember í fyrra, nánar tiltekið 22. desember. Athöfnin virðist hafa verið fámenn og lofa þau veislu síðar.
„Hjón síðan þá og ég elska þennan mann alltaf meira og meira. Ég veit ekki hvar ég væri án hans og öllu því sem við höfum búið til saman. 2026 we will party,“ skrifaði Elísabet og deildi myndum frá athöfninni á Instagram.