Deila um girðingu fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 19. október 2023 10:43 Hæstiréttur mun leysa úr deilu um 5,4 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir deilu um kostnaðarþáttöku Borgarbyggðar í byggingu girðingar, sem kostaði um sjö milljónir króna. Borgarbyggð leitaði leyfis til áfrýjunar í máli Gunnars Jónssonar, skógræktarbónda í sveitarfélaginu, á hendur því í júlí síðastliðnum. Gunnar lagðist gegn beiðninni. Málið er ekki það fyrsta sem Gunnar höfðar á hendur Borgarbyggð og ratar fyrir æðsta dómstig. Árið 2020 kvað Hæstiréttur upp dóm þess efnis að Borgarbyggð hefði rétt til beitarafnota af hluta jarðar Gunnars auk þess að sveitarfélaginu væri heimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur aðila málsins lúti að greiðsluþátttöku Borgarbyggðar vegna kostnaðar Gunnars sem eiganda jarðarinnar Króks í Norðurárdal í Borgarfirði af því að reisa girðingu. Með héraðsdómi hafi Borgarbyggð verið sýknuð af kröfu Gunnars, meðal annars með vísan til þess að girðingin afmarkaði ekki heimaland og afrétt. Landsréttur hafi hins vegar talið að girðingin hefði verið sett upp milli afréttar og heimalands í eigu Gunnars en skæri ekki sama afréttarland. Því tæki ákvæði girðingarlaga um kostnaðarþáttöku eigenda og notenda afrétta til girðingarinnar. Jafnframt hafi ekki verið talið að ítaksréttindi þeirra sem ættu upprekstrar- og beitarrétt í landinu hindruðu að Gunnar krefðist þess að girt yrði í samræmi við það ákvæði laganna. Deilan snýst um rúmar fimm milljónir króna Borgarbyggð hafi því verið dæmd til að greiða Gunnari fjárhæð sem svaraði til 4/5 hluta af kostnaði við að reisa girðinguna. Það gerir um 5,4 milljónir króna. Borgarbyggð hafi byggt á því að túlkun Landsréttar á því hvað teljist heimaland og afréttur geti valdið mikilli óvissu til framtíðar. Niðurstaðan valdi einnig óvissu um hvaða girðingum sveitafélögum beri að viðhalda og hverjum ekki. Þá telji Borgarbyggð að dómurinn gangi þvert á dómafordæmi Hæstaréttar og sé því bersýnilega rangur. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um túlkun á áðurnefndu ákvæði girðingarlaga. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Borgarbyggð Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Borgarbyggð leitaði leyfis til áfrýjunar í máli Gunnars Jónssonar, skógræktarbónda í sveitarfélaginu, á hendur því í júlí síðastliðnum. Gunnar lagðist gegn beiðninni. Málið er ekki það fyrsta sem Gunnar höfðar á hendur Borgarbyggð og ratar fyrir æðsta dómstig. Árið 2020 kvað Hæstiréttur upp dóm þess efnis að Borgarbyggð hefði rétt til beitarafnota af hluta jarðar Gunnars auk þess að sveitarfélaginu væri heimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur aðila málsins lúti að greiðsluþátttöku Borgarbyggðar vegna kostnaðar Gunnars sem eiganda jarðarinnar Króks í Norðurárdal í Borgarfirði af því að reisa girðingu. Með héraðsdómi hafi Borgarbyggð verið sýknuð af kröfu Gunnars, meðal annars með vísan til þess að girðingin afmarkaði ekki heimaland og afrétt. Landsréttur hafi hins vegar talið að girðingin hefði verið sett upp milli afréttar og heimalands í eigu Gunnars en skæri ekki sama afréttarland. Því tæki ákvæði girðingarlaga um kostnaðarþáttöku eigenda og notenda afrétta til girðingarinnar. Jafnframt hafi ekki verið talið að ítaksréttindi þeirra sem ættu upprekstrar- og beitarrétt í landinu hindruðu að Gunnar krefðist þess að girt yrði í samræmi við það ákvæði laganna. Deilan snýst um rúmar fimm milljónir króna Borgarbyggð hafi því verið dæmd til að greiða Gunnari fjárhæð sem svaraði til 4/5 hluta af kostnaði við að reisa girðinguna. Það gerir um 5,4 milljónir króna. Borgarbyggð hafi byggt á því að túlkun Landsréttar á því hvað teljist heimaland og afréttur geti valdið mikilli óvissu til framtíðar. Niðurstaðan valdi einnig óvissu um hvaða girðingum sveitafélögum beri að viðhalda og hverjum ekki. Þá telji Borgarbyggð að dómurinn gangi þvert á dómafordæmi Hæstaréttar og sé því bersýnilega rangur. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um túlkun á áðurnefndu ákvæði girðingarlaga. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Borgarbyggð Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira