Innlent

Fjórir sóttu um em­bætti HVest

Lovísa Arnardóttir skrifar
Fjórir sóttu um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði. 
Fjórir sóttu um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði. 

Fjórir sóttu um embætti forstjóra HVest. Forstjóri sagði af sér í september. Núverandi og tímabundinn forstjóri er ekki meðal umsækjenda um starfið. 

Fjórir sóttu um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem auglýst var laust til umsóknar í september síðastliðnum. Skipað verður í embættið til fimm ára frá 1. febrúar 2024.

Heilbrigðisráðherra mun skipa í embættið að undangengnu mati nefndar sem skipuð er samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og hefur það hlutverk að meta hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana.

Umsækjendur eru Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri, sem hefur sinnt málefnum heimilislausra í VOR-teyminu í Reykjavíkurborg, Alberta G. Guðbjartsdóttir, deildarstjóri félagsmála á Ísafirði, Lúðvík Þorgeirsson, rekstrarstjóri og Þuríður Pétursdóttir, forstöðumaður Innheimtustofnunar sveitarfélaga á Ísafirði.

Greint var frá afsögn Gylfa Ólafsson, fyrrverandi forstjóra HVest í byrjun september. Kom þá fram að Hildur Elísabet Pétursdóttir tæki tímabundið við sem forstjóri þar til nýr forstjóri tæki við.


Tengdar fréttir

Gylfi lætur af störfum sem for­stjóri

Gylfi Ólafs­son hefur látið af störfum sem for­stjóri Heil­brigðis­stofnunar Vest­fjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunar­tíma.

Tólf sóttu um em­bætti for­stjóra HSS

Sveitarstjóri, núverandi starfsmenn og aðrir sérfræðingar eru meðal umsækjenda um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar HSS. Skipað verður í embættið í mars á næsta ári, til fimm ára. Fráfarandi forstjóri sækir ekki um starfið og hefur stefnt ríkinu og heilbrigðisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×