Fótbolti

Tvö mörk frá Emelíu tryggðu Kristian­stad á­fram

Smári Jökull Jónsson skrifar
Emelía Óskarsdóttir í baráttunni í leik með U19-ára liði Íslands.
Emelía Óskarsdóttir í baráttunni í leik með U19-ára liði Íslands. Vísir/Getty

Emelía Óskarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir sænska liðið Kristianstad þegar liðið tryggði sér sæti í næstu umferð sænska bikarsins í dag.

Emelía fékk tækifærið í fremstu víglínu Kristianstad í dag en hún fór meðal annars á lán til Selfoss í sumar og lék með liðinu í Bestu deildinni.

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad en hún tilkynnti nýverið að hún myndi hætta þjálfun liðsins að tímabilinu loknu en hún hefur verið verið stjórnvölinn hjá Kristianstad síðustu fimmtán árin.

Emelía nýtti tækifærið heldur betur vel í dag. Hún skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Kristianstad sem þar með er komið áfram í næstu umferð sænska bikarsins.

Hlín Eiríksdóttir var einnig í byrjunarliði Kristianstad í dag en hún fór af velli í hálfleik enda sigur liðsins svo gott sem í höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×