Innlent

Stefán Reynir er látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stefán Reynir hlaut Sam­fé­lags­verðlaun Skaga­fjarðar árið 2021.
Stefán Reynir hlaut Sam­fé­lags­verðlaun Skaga­fjarðar árið 2021. Skagafjörður

Stefán Reynir Gíslason kórstjóri og organisti er látinn 68 ára gamall. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 17. október síðastliðinn. Stefán hafði verið í fararbroddi í tónlistarlífinu í Skagafirði um árabil.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Stefán tók einleikarapróf í orgelleik árið 1991 og starfaði sem aðstoðarskólastjóri við Tónlistarskóla Skagafjarðar um árabil. Hann var stjórnandi karlakórsins Heimis í Skagafirði frá árinu 1985.

Stefán hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til tónlistarlífs á landsbyggðinni árið 2015.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Stef­áns er Mar­grét S. Guðbrands­dótt­ir. Dæt­ur þeirra eru: Halla Rut, Guðrún, hún lést árið 1978, Berg­lind, eig­inmaður henn­ar er Sig­ur­geir Agn­ars­son, og Sara Katrín, eig­inmaður henn­ar er Hjör­leif­ur Björns­son. Barna­börn­in eru fjög­ur; þau Stefán Rafn, Árni Dag­ur, Hinrik og Guðrún Katrín.

Útför Stef­áns fer fram frá Sauðár­króks­kirkju föstu­dag­inn 27. októ­ber klukk­an 14.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×