Í tilkynningu frá HH segir að Helgi taki við stöðunni af Jónasi Guðmundssyni.
„Helgi kemur til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá Símanum, þar sem hann hefur gegnt stöðu leiðtoga fjárstýringar. Hann hefur starfað hjá Símanum í rúmlega tvo áratugi.
Helgi er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA-próf frá Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur hann lokið prófi í verðbréfaviðskiptum,“ segir í tilkynningunni.