Heildartekjur Icelandair aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi Jón Þór Stefánsson skrifar 19. október 2023 17:39 Hagnaður Icelandair eftir skatta var 11,2 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm Heildartekjur Icelandair voru 74,7 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé það séu mestu heildartekjur félagsins frá upphafi, en þær jukust um sautján prósent frá því í fyrra. Hagnaður Icelandair eftir skatta var 11,2 milljarðar króna á ársfjórðungnum og jókst um 3,5 milljarða króna milli ára. Þá var fjöldi farþega 1,5 milljón. „Það er ánægjulegt að skila svo góðum árangri í okkar stærsta og mikilvægasta fjórðungi. Undirstaða góðrar afkomu var sterk tekjumyndun í farþegaflugi en þriðji ársfjórðungur þessa árs var tekjuhæsti fjórðungur í sögu félagsins,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Hann segir að rekstur leiðakerfisins hafi gengið vel og þá bendir hann á að flugáætlun félagsins hafi verið sú var stærsta frá upphafi þegar kemur að fjölda flugferða. 1,5 milljón farþega hafi verið flutt til 49 áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku. Þúsund starfsmenn hafi verið ráðnir fyrir sumarvertíðina og heildarfjöldi starfsfólks því verið um 4400 yfir háannatímann. „Fraktstarfsemi okkar var áfram krefjandi og hafði neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Unnið er að fjölbreyttum aðgerðum til að rétta reksturinn af, þar á meðal að aðlaga framboð að eftirspurn. Afkoma af leiguflugi var hins vegar áfram góð,“ segir Bogi hins vegar. Hann segir þó að horfur í farþegaflugi séu góðar og bókunarstaðan út árið og inn í næsta ár sé sterkari nú en á sama tíma í fyrra. „Eftirspurn er áfram mikil á ferðamannamarkaðnum til Íslands, sérstaklega frá Norður Ameríku. Mikill vöxtur hefur einkennt félagið að undanförnu en við höfum næstum þrefaldað flugáætlun okkar á síðustu tveimur árum. Vöxturinn verður hóflegur á næsta ári og sjáum við því tækifæri til að auka skilvirkni í rekstri. Við gerum ráð fyrir um tíu prósent aukningu flugframboðs og munum bæði bæta við tíðni og spennandi nýjum áfangastöðum sem við munum kynna á næstunni.“ Fréttir af flugi Icelandair Kauphöllin Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Hagnaður Icelandair eftir skatta var 11,2 milljarðar króna á ársfjórðungnum og jókst um 3,5 milljarða króna milli ára. Þá var fjöldi farþega 1,5 milljón. „Það er ánægjulegt að skila svo góðum árangri í okkar stærsta og mikilvægasta fjórðungi. Undirstaða góðrar afkomu var sterk tekjumyndun í farþegaflugi en þriðji ársfjórðungur þessa árs var tekjuhæsti fjórðungur í sögu félagsins,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Hann segir að rekstur leiðakerfisins hafi gengið vel og þá bendir hann á að flugáætlun félagsins hafi verið sú var stærsta frá upphafi þegar kemur að fjölda flugferða. 1,5 milljón farþega hafi verið flutt til 49 áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku. Þúsund starfsmenn hafi verið ráðnir fyrir sumarvertíðina og heildarfjöldi starfsfólks því verið um 4400 yfir háannatímann. „Fraktstarfsemi okkar var áfram krefjandi og hafði neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Unnið er að fjölbreyttum aðgerðum til að rétta reksturinn af, þar á meðal að aðlaga framboð að eftirspurn. Afkoma af leiguflugi var hins vegar áfram góð,“ segir Bogi hins vegar. Hann segir þó að horfur í farþegaflugi séu góðar og bókunarstaðan út árið og inn í næsta ár sé sterkari nú en á sama tíma í fyrra. „Eftirspurn er áfram mikil á ferðamannamarkaðnum til Íslands, sérstaklega frá Norður Ameríku. Mikill vöxtur hefur einkennt félagið að undanförnu en við höfum næstum þrefaldað flugáætlun okkar á síðustu tveimur árum. Vöxturinn verður hóflegur á næsta ári og sjáum við því tækifæri til að auka skilvirkni í rekstri. Við gerum ráð fyrir um tíu prósent aukningu flugframboðs og munum bæði bæta við tíðni og spennandi nýjum áfangastöðum sem við munum kynna á næstunni.“
Fréttir af flugi Icelandair Kauphöllin Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira