Sagðist hafa verið að sækja sígarettur en fékk dóm fyrir ölvunarakstur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. október 2023 22:29 Í dómi héraðsdóms kemur ekki fram á plani hvaða vínbúðar atvikið átti sér stað og er myndin því úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem hlaut nýverið dóm fyrir ölvunarakstur þvertók fyrir að hafa ekið og sagðist aðeins verið að sækja sígarettur í bílinn sinn, sem hann hafði skilið eftir kvöldið áður. Héraðsdómari taldi söguna ekki halda vatni og dæmdi manninn í fangelsi. Í héraðsdómi segir að lögregla hafi fylgt manninum eftir nokkurn spöl og talið aksturslag hans óvenjulegt. Þegar maðurinn nam staðar, á bílaplani ónefndrar vínbúðar, ákvað lögregla að gefa sig á tal við manninn. Af honum var nokkur vínlykt, að sögn lögreglumanna, og við áfengismælingu mældist vínandamagn 1,25 prómill. Framburðurinn allnokkuð breyttur Upphaflega bar ökumaðurinn því við að hann hafi drukkið kvöldið áður. Það hafi hann ekki gert morguninn sem lögregla hafði upp á honum en gat fáar aðrar skýringar gefið. Maðurinn var fluttur niður á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið af honum og leiddi alkóhólákvörðun með gasgreiningu í ljós að magn vínanda í blóði væri sannarlega 1,25 prómill. Fyrir dómi breyttist framburður mannsins allnokkuð. Þá sagðist hann hafa komið akandi að vínbúðinni kvöldið áður en lögregla hafði afskipti af honum. Hann hafi lagt bílnum fyrir utan vínbúðina og skilið hana þar eftir. Að morgni hafi hann svo verslað í vínbúðinni og farið inn í bíl til að sækja sígarettur að verslunarleiðangrinum loknum. Á því augnabliki hafi lögregla svo haft af honum afskipti. Lögregla hafði aðra sögu að segja. Lögreglumaður gaf skýrslu fyrir dómi og sagðist hafa veitt bifreið mannsins eftirtekt og haft afskipti af manninum þegar hann stöðvaði akstur. Mikinn áfengisþef hafi lagt af honum og niðurstaða áfengismælingar á vettvangi hafi sýnt að áfengismagn hafi verið yfir leyfilegum mörkum. Því hafi hann verið handtekinn og færður niður á stöð. Hafði áður verið sviptur ævilangt Í niðurstöðu héraðsdóms segir að myndbandsupptaka úr búkmyndavél lögreglu liggi fyrir og komi heim og saman við framburð lögreglumannsins. Á upptökunni hafi maðurinn aldrei sagst hafa komið á bílnum kvöldið áður og lagt henni þar, eða að hann hafi farið inn í bíl til að sækja sígarettur. Á sömu upptöku hafi hann heldur ekki mótmælt því að hafa ekið umræddan morgun. Héraðsdómari taldi að framburður mannsins fyrir dómi fengi enga stoð í gögnum málsins, hvorki myndbandsupptökunni né öðrum gögnum: „Vandséð er einnig hvers vegna ákærði hefði átt að koma á bifreiðinni [...] kvöldið áður og leggja henni fyrir utan Vínbúðina. Verður ekki séð að á því geti verið nokkur skynsamleg skýring, ekki hvað síst þar sem ákærði var að eigin sögn ölvaður morguninn eftir, er hann kveðst hafa vitjað bifreiðarinnar og Vínbúðarinnar, er lögreglan hafði afskipti af honum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hafi áður hlotið dóm fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og í raun áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Héraðsdómari ákvað að hæfileg refsing væri fangelsi í þrjátíu daga og ævilanga svipting ökuréttarins var einnig áréttuð. Dómsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Í héraðsdómi segir að lögregla hafi fylgt manninum eftir nokkurn spöl og talið aksturslag hans óvenjulegt. Þegar maðurinn nam staðar, á bílaplani ónefndrar vínbúðar, ákvað lögregla að gefa sig á tal við manninn. Af honum var nokkur vínlykt, að sögn lögreglumanna, og við áfengismælingu mældist vínandamagn 1,25 prómill. Framburðurinn allnokkuð breyttur Upphaflega bar ökumaðurinn því við að hann hafi drukkið kvöldið áður. Það hafi hann ekki gert morguninn sem lögregla hafði upp á honum en gat fáar aðrar skýringar gefið. Maðurinn var fluttur niður á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið af honum og leiddi alkóhólákvörðun með gasgreiningu í ljós að magn vínanda í blóði væri sannarlega 1,25 prómill. Fyrir dómi breyttist framburður mannsins allnokkuð. Þá sagðist hann hafa komið akandi að vínbúðinni kvöldið áður en lögregla hafði afskipti af honum. Hann hafi lagt bílnum fyrir utan vínbúðina og skilið hana þar eftir. Að morgni hafi hann svo verslað í vínbúðinni og farið inn í bíl til að sækja sígarettur að verslunarleiðangrinum loknum. Á því augnabliki hafi lögregla svo haft af honum afskipti. Lögregla hafði aðra sögu að segja. Lögreglumaður gaf skýrslu fyrir dómi og sagðist hafa veitt bifreið mannsins eftirtekt og haft afskipti af manninum þegar hann stöðvaði akstur. Mikinn áfengisþef hafi lagt af honum og niðurstaða áfengismælingar á vettvangi hafi sýnt að áfengismagn hafi verið yfir leyfilegum mörkum. Því hafi hann verið handtekinn og færður niður á stöð. Hafði áður verið sviptur ævilangt Í niðurstöðu héraðsdóms segir að myndbandsupptaka úr búkmyndavél lögreglu liggi fyrir og komi heim og saman við framburð lögreglumannsins. Á upptökunni hafi maðurinn aldrei sagst hafa komið á bílnum kvöldið áður og lagt henni þar, eða að hann hafi farið inn í bíl til að sækja sígarettur. Á sömu upptöku hafi hann heldur ekki mótmælt því að hafa ekið umræddan morgun. Héraðsdómari taldi að framburður mannsins fyrir dómi fengi enga stoð í gögnum málsins, hvorki myndbandsupptökunni né öðrum gögnum: „Vandséð er einnig hvers vegna ákærði hefði átt að koma á bifreiðinni [...] kvöldið áður og leggja henni fyrir utan Vínbúðina. Verður ekki séð að á því geti verið nokkur skynsamleg skýring, ekki hvað síst þar sem ákærði var að eigin sögn ölvaður morguninn eftir, er hann kveðst hafa vitjað bifreiðarinnar og Vínbúðarinnar, er lögreglan hafði afskipti af honum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hafi áður hlotið dóm fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og í raun áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Héraðsdómari ákvað að hæfileg refsing væri fangelsi í þrjátíu daga og ævilanga svipting ökuréttarins var einnig áréttuð.
Dómsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira