Sagðist hafa verið að sækja sígarettur en fékk dóm fyrir ölvunarakstur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. október 2023 22:29 Í dómi héraðsdóms kemur ekki fram á plani hvaða vínbúðar atvikið átti sér stað og er myndin því úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem hlaut nýverið dóm fyrir ölvunarakstur þvertók fyrir að hafa ekið og sagðist aðeins verið að sækja sígarettur í bílinn sinn, sem hann hafði skilið eftir kvöldið áður. Héraðsdómari taldi söguna ekki halda vatni og dæmdi manninn í fangelsi. Í héraðsdómi segir að lögregla hafi fylgt manninum eftir nokkurn spöl og talið aksturslag hans óvenjulegt. Þegar maðurinn nam staðar, á bílaplani ónefndrar vínbúðar, ákvað lögregla að gefa sig á tal við manninn. Af honum var nokkur vínlykt, að sögn lögreglumanna, og við áfengismælingu mældist vínandamagn 1,25 prómill. Framburðurinn allnokkuð breyttur Upphaflega bar ökumaðurinn því við að hann hafi drukkið kvöldið áður. Það hafi hann ekki gert morguninn sem lögregla hafði upp á honum en gat fáar aðrar skýringar gefið. Maðurinn var fluttur niður á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið af honum og leiddi alkóhólákvörðun með gasgreiningu í ljós að magn vínanda í blóði væri sannarlega 1,25 prómill. Fyrir dómi breyttist framburður mannsins allnokkuð. Þá sagðist hann hafa komið akandi að vínbúðinni kvöldið áður en lögregla hafði afskipti af honum. Hann hafi lagt bílnum fyrir utan vínbúðina og skilið hana þar eftir. Að morgni hafi hann svo verslað í vínbúðinni og farið inn í bíl til að sækja sígarettur að verslunarleiðangrinum loknum. Á því augnabliki hafi lögregla svo haft af honum afskipti. Lögregla hafði aðra sögu að segja. Lögreglumaður gaf skýrslu fyrir dómi og sagðist hafa veitt bifreið mannsins eftirtekt og haft afskipti af manninum þegar hann stöðvaði akstur. Mikinn áfengisþef hafi lagt af honum og niðurstaða áfengismælingar á vettvangi hafi sýnt að áfengismagn hafi verið yfir leyfilegum mörkum. Því hafi hann verið handtekinn og færður niður á stöð. Hafði áður verið sviptur ævilangt Í niðurstöðu héraðsdóms segir að myndbandsupptaka úr búkmyndavél lögreglu liggi fyrir og komi heim og saman við framburð lögreglumannsins. Á upptökunni hafi maðurinn aldrei sagst hafa komið á bílnum kvöldið áður og lagt henni þar, eða að hann hafi farið inn í bíl til að sækja sígarettur. Á sömu upptöku hafi hann heldur ekki mótmælt því að hafa ekið umræddan morgun. Héraðsdómari taldi að framburður mannsins fyrir dómi fengi enga stoð í gögnum málsins, hvorki myndbandsupptökunni né öðrum gögnum: „Vandséð er einnig hvers vegna ákærði hefði átt að koma á bifreiðinni [...] kvöldið áður og leggja henni fyrir utan Vínbúðina. Verður ekki séð að á því geti verið nokkur skynsamleg skýring, ekki hvað síst þar sem ákærði var að eigin sögn ölvaður morguninn eftir, er hann kveðst hafa vitjað bifreiðarinnar og Vínbúðarinnar, er lögreglan hafði afskipti af honum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hafi áður hlotið dóm fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og í raun áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Héraðsdómari ákvað að hæfileg refsing væri fangelsi í þrjátíu daga og ævilanga svipting ökuréttarins var einnig áréttuð. Dómsmál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Í héraðsdómi segir að lögregla hafi fylgt manninum eftir nokkurn spöl og talið aksturslag hans óvenjulegt. Þegar maðurinn nam staðar, á bílaplani ónefndrar vínbúðar, ákvað lögregla að gefa sig á tal við manninn. Af honum var nokkur vínlykt, að sögn lögreglumanna, og við áfengismælingu mældist vínandamagn 1,25 prómill. Framburðurinn allnokkuð breyttur Upphaflega bar ökumaðurinn því við að hann hafi drukkið kvöldið áður. Það hafi hann ekki gert morguninn sem lögregla hafði upp á honum en gat fáar aðrar skýringar gefið. Maðurinn var fluttur niður á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið af honum og leiddi alkóhólákvörðun með gasgreiningu í ljós að magn vínanda í blóði væri sannarlega 1,25 prómill. Fyrir dómi breyttist framburður mannsins allnokkuð. Þá sagðist hann hafa komið akandi að vínbúðinni kvöldið áður en lögregla hafði afskipti af honum. Hann hafi lagt bílnum fyrir utan vínbúðina og skilið hana þar eftir. Að morgni hafi hann svo verslað í vínbúðinni og farið inn í bíl til að sækja sígarettur að verslunarleiðangrinum loknum. Á því augnabliki hafi lögregla svo haft af honum afskipti. Lögregla hafði aðra sögu að segja. Lögreglumaður gaf skýrslu fyrir dómi og sagðist hafa veitt bifreið mannsins eftirtekt og haft afskipti af manninum þegar hann stöðvaði akstur. Mikinn áfengisþef hafi lagt af honum og niðurstaða áfengismælingar á vettvangi hafi sýnt að áfengismagn hafi verið yfir leyfilegum mörkum. Því hafi hann verið handtekinn og færður niður á stöð. Hafði áður verið sviptur ævilangt Í niðurstöðu héraðsdóms segir að myndbandsupptaka úr búkmyndavél lögreglu liggi fyrir og komi heim og saman við framburð lögreglumannsins. Á upptökunni hafi maðurinn aldrei sagst hafa komið á bílnum kvöldið áður og lagt henni þar, eða að hann hafi farið inn í bíl til að sækja sígarettur. Á sömu upptöku hafi hann heldur ekki mótmælt því að hafa ekið umræddan morgun. Héraðsdómari taldi að framburður mannsins fyrir dómi fengi enga stoð í gögnum málsins, hvorki myndbandsupptökunni né öðrum gögnum: „Vandséð er einnig hvers vegna ákærði hefði átt að koma á bifreiðinni [...] kvöldið áður og leggja henni fyrir utan Vínbúðina. Verður ekki séð að á því geti verið nokkur skynsamleg skýring, ekki hvað síst þar sem ákærði var að eigin sögn ölvaður morguninn eftir, er hann kveðst hafa vitjað bifreiðarinnar og Vínbúðarinnar, er lögreglan hafði afskipti af honum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hafi áður hlotið dóm fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og í raun áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Héraðsdómari ákvað að hæfileg refsing væri fangelsi í þrjátíu daga og ævilanga svipting ökuréttarins var einnig áréttuð.
Dómsmál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira