Sagðist hafa verið að sækja sígarettur en fékk dóm fyrir ölvunarakstur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. október 2023 22:29 Í dómi héraðsdóms kemur ekki fram á plani hvaða vínbúðar atvikið átti sér stað og er myndin því úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem hlaut nýverið dóm fyrir ölvunarakstur þvertók fyrir að hafa ekið og sagðist aðeins verið að sækja sígarettur í bílinn sinn, sem hann hafði skilið eftir kvöldið áður. Héraðsdómari taldi söguna ekki halda vatni og dæmdi manninn í fangelsi. Í héraðsdómi segir að lögregla hafi fylgt manninum eftir nokkurn spöl og talið aksturslag hans óvenjulegt. Þegar maðurinn nam staðar, á bílaplani ónefndrar vínbúðar, ákvað lögregla að gefa sig á tal við manninn. Af honum var nokkur vínlykt, að sögn lögreglumanna, og við áfengismælingu mældist vínandamagn 1,25 prómill. Framburðurinn allnokkuð breyttur Upphaflega bar ökumaðurinn því við að hann hafi drukkið kvöldið áður. Það hafi hann ekki gert morguninn sem lögregla hafði upp á honum en gat fáar aðrar skýringar gefið. Maðurinn var fluttur niður á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið af honum og leiddi alkóhólákvörðun með gasgreiningu í ljós að magn vínanda í blóði væri sannarlega 1,25 prómill. Fyrir dómi breyttist framburður mannsins allnokkuð. Þá sagðist hann hafa komið akandi að vínbúðinni kvöldið áður en lögregla hafði afskipti af honum. Hann hafi lagt bílnum fyrir utan vínbúðina og skilið hana þar eftir. Að morgni hafi hann svo verslað í vínbúðinni og farið inn í bíl til að sækja sígarettur að verslunarleiðangrinum loknum. Á því augnabliki hafi lögregla svo haft af honum afskipti. Lögregla hafði aðra sögu að segja. Lögreglumaður gaf skýrslu fyrir dómi og sagðist hafa veitt bifreið mannsins eftirtekt og haft afskipti af manninum þegar hann stöðvaði akstur. Mikinn áfengisþef hafi lagt af honum og niðurstaða áfengismælingar á vettvangi hafi sýnt að áfengismagn hafi verið yfir leyfilegum mörkum. Því hafi hann verið handtekinn og færður niður á stöð. Hafði áður verið sviptur ævilangt Í niðurstöðu héraðsdóms segir að myndbandsupptaka úr búkmyndavél lögreglu liggi fyrir og komi heim og saman við framburð lögreglumannsins. Á upptökunni hafi maðurinn aldrei sagst hafa komið á bílnum kvöldið áður og lagt henni þar, eða að hann hafi farið inn í bíl til að sækja sígarettur. Á sömu upptöku hafi hann heldur ekki mótmælt því að hafa ekið umræddan morgun. Héraðsdómari taldi að framburður mannsins fyrir dómi fengi enga stoð í gögnum málsins, hvorki myndbandsupptökunni né öðrum gögnum: „Vandséð er einnig hvers vegna ákærði hefði átt að koma á bifreiðinni [...] kvöldið áður og leggja henni fyrir utan Vínbúðina. Verður ekki séð að á því geti verið nokkur skynsamleg skýring, ekki hvað síst þar sem ákærði var að eigin sögn ölvaður morguninn eftir, er hann kveðst hafa vitjað bifreiðarinnar og Vínbúðarinnar, er lögreglan hafði afskipti af honum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hafi áður hlotið dóm fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og í raun áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Héraðsdómari ákvað að hæfileg refsing væri fangelsi í þrjátíu daga og ævilanga svipting ökuréttarins var einnig áréttuð. Dómsmál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Í héraðsdómi segir að lögregla hafi fylgt manninum eftir nokkurn spöl og talið aksturslag hans óvenjulegt. Þegar maðurinn nam staðar, á bílaplani ónefndrar vínbúðar, ákvað lögregla að gefa sig á tal við manninn. Af honum var nokkur vínlykt, að sögn lögreglumanna, og við áfengismælingu mældist vínandamagn 1,25 prómill. Framburðurinn allnokkuð breyttur Upphaflega bar ökumaðurinn því við að hann hafi drukkið kvöldið áður. Það hafi hann ekki gert morguninn sem lögregla hafði upp á honum en gat fáar aðrar skýringar gefið. Maðurinn var fluttur niður á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið af honum og leiddi alkóhólákvörðun með gasgreiningu í ljós að magn vínanda í blóði væri sannarlega 1,25 prómill. Fyrir dómi breyttist framburður mannsins allnokkuð. Þá sagðist hann hafa komið akandi að vínbúðinni kvöldið áður en lögregla hafði afskipti af honum. Hann hafi lagt bílnum fyrir utan vínbúðina og skilið hana þar eftir. Að morgni hafi hann svo verslað í vínbúðinni og farið inn í bíl til að sækja sígarettur að verslunarleiðangrinum loknum. Á því augnabliki hafi lögregla svo haft af honum afskipti. Lögregla hafði aðra sögu að segja. Lögreglumaður gaf skýrslu fyrir dómi og sagðist hafa veitt bifreið mannsins eftirtekt og haft afskipti af manninum þegar hann stöðvaði akstur. Mikinn áfengisþef hafi lagt af honum og niðurstaða áfengismælingar á vettvangi hafi sýnt að áfengismagn hafi verið yfir leyfilegum mörkum. Því hafi hann verið handtekinn og færður niður á stöð. Hafði áður verið sviptur ævilangt Í niðurstöðu héraðsdóms segir að myndbandsupptaka úr búkmyndavél lögreglu liggi fyrir og komi heim og saman við framburð lögreglumannsins. Á upptökunni hafi maðurinn aldrei sagst hafa komið á bílnum kvöldið áður og lagt henni þar, eða að hann hafi farið inn í bíl til að sækja sígarettur. Á sömu upptöku hafi hann heldur ekki mótmælt því að hafa ekið umræddan morgun. Héraðsdómari taldi að framburður mannsins fyrir dómi fengi enga stoð í gögnum málsins, hvorki myndbandsupptökunni né öðrum gögnum: „Vandséð er einnig hvers vegna ákærði hefði átt að koma á bifreiðinni [...] kvöldið áður og leggja henni fyrir utan Vínbúðina. Verður ekki séð að á því geti verið nokkur skynsamleg skýring, ekki hvað síst þar sem ákærði var að eigin sögn ölvaður morguninn eftir, er hann kveðst hafa vitjað bifreiðarinnar og Vínbúðarinnar, er lögreglan hafði afskipti af honum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hafi áður hlotið dóm fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og í raun áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Héraðsdómari ákvað að hæfileg refsing væri fangelsi í þrjátíu daga og ævilanga svipting ökuréttarins var einnig áréttuð.
Dómsmál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira