Erlent

Hamas segjast hafa sleppt banda­rískum mæðgum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin var tekin á Gasa í dag, þar sem leitað var að borgurum í rústum bygginga.
Myndin var tekin á Gasa í dag, þar sem leitað var að borgurum í rústum bygginga. Getty Images/Ahmad Hasaballah

Vígamenn Hamas segjast hafa sleppt tveimur gíslum, frá Bandaríkjunum, sem höfðu verið í haldi á Gasa síðan 7. október síðastliðinn.

Hamas sögðu í yfirlýsingu að gíslunum, bandarískum mæðgum, hafi verið sleppt af mannúðarástæðum. Það hafi verið gert vegna samkomulags við yfirvöld í Katar. Rauði krossinn í Ísrael staðfestir að mæðgurnar séu komnar í öruggt skjól.

Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa hvorki bandarísk né ísraelsk stjórnvöld tjáð sig um málið en Ísraelar segja að Hamas-liðar hafi tekið um tvö hundruð óbreytta borgara sem gísla, síðan átökin hófust, fyrir tæpum tveimur vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×