Ákváðu að kaupa Kerið í hálfgerðu bríaríi Árni Sæberg skrifar 22. október 2023 08:40 Kerið í Grímsnesi. Vísir/Vilhelm „Við höfðum bara náttúruvernd í huga og engum hugkvæmdist gjaldtaka. Þetta var skyndiákvörðun, tekin í hálfgerðu bríaríi. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að eignast eldgíg,“ segir Óskar Magnússon um kaup á Kerinu fyrir 23 árum. Greint var frá því í síðustu viku að ferðaþjónusturisinn Arctic adventures hefði keypt Kerfélagið af þeim Óskari, Ásgeiri Bolla Kristinssyni, sem oftast er kallaður Bolli í 17, Sigurði Gísla og Jóni Pálmasonum. Af því tilefni ritar Óskar, sem hefur verið helsti fyrirsvarsmaður félagsins, kveðju úr Kerinu á Facebook. Hann segir að þeir félagar hafi keypt kerið fyrir 23 árum, þegar ríkið vildi ekki kaupa af bændunum í Miðengi og ætlaðist til þess að þeir héldu þar öllu í standi á eigin reikning. Allt hafi orðið vitlaust en gjaldtaka sé nú viðtekin venja Þrettán árum síðar hafi þeir ákveðið að hefja gjaldtöku á svæðinu þegar ferðamennska þar var farin úr böndunum. Ekki hafi verið á annað kosið en að hefja gjaltöku og byggja palla og tröppur, leggja stíga og stórbæta bílastæðamál. „Þá varð allt vitlaust. Við tókum ágjöfunum, stóðum þær af okkur og um síðir lægði öldur. Fólk sá að við vörðum aðgangseyri til uppbyggingar á staðnum, ríkið fylgdi fordæminu og hóf gjaldtöku á Þingvöllum. Nú er það viðtekin venja, óumdeild og átölulaus af ferðamönnum.“ Ómögulegt án aðkomu bændanna Óskar segir að ekkert hefði orðið af verkefninu án aðkomu bændanna á Miðengi við kerið, sem seldu það á sínum tíma. Þeir hafi staðið allar vaktirnar, mokað, smíðað, brasað og brölt og hvergi hlíft sér. „Reynið ekki svona ævintýri án heimamanna.“ Farnir að reskjast Hann segir að þeir félagar hafi ákveðið að selja Kerfélagið þar sem þeir hafi fengið samþykkt deiliskipulag og komið sé að uppbyggingu frekari aðstöðu. Það séu tímamót sem gott er að staldra við. „Svo eru þeir félagar mínir farnir að reskjast og síður tilbúnir í erfiðar ákvarðanir sem fylgja umsvifamiklum rekstri.“ Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að ferðaþjónusturisinn Arctic adventures hefði keypt Kerfélagið af þeim Óskari, Ásgeiri Bolla Kristinssyni, sem oftast er kallaður Bolli í 17, Sigurði Gísla og Jóni Pálmasonum. Af því tilefni ritar Óskar, sem hefur verið helsti fyrirsvarsmaður félagsins, kveðju úr Kerinu á Facebook. Hann segir að þeir félagar hafi keypt kerið fyrir 23 árum, þegar ríkið vildi ekki kaupa af bændunum í Miðengi og ætlaðist til þess að þeir héldu þar öllu í standi á eigin reikning. Allt hafi orðið vitlaust en gjaldtaka sé nú viðtekin venja Þrettán árum síðar hafi þeir ákveðið að hefja gjaldtöku á svæðinu þegar ferðamennska þar var farin úr böndunum. Ekki hafi verið á annað kosið en að hefja gjaltöku og byggja palla og tröppur, leggja stíga og stórbæta bílastæðamál. „Þá varð allt vitlaust. Við tókum ágjöfunum, stóðum þær af okkur og um síðir lægði öldur. Fólk sá að við vörðum aðgangseyri til uppbyggingar á staðnum, ríkið fylgdi fordæminu og hóf gjaldtöku á Þingvöllum. Nú er það viðtekin venja, óumdeild og átölulaus af ferðamönnum.“ Ómögulegt án aðkomu bændanna Óskar segir að ekkert hefði orðið af verkefninu án aðkomu bændanna á Miðengi við kerið, sem seldu það á sínum tíma. Þeir hafi staðið allar vaktirnar, mokað, smíðað, brasað og brölt og hvergi hlíft sér. „Reynið ekki svona ævintýri án heimamanna.“ Farnir að reskjast Hann segir að þeir félagar hafi ákveðið að selja Kerfélagið þar sem þeir hafi fengið samþykkt deiliskipulag og komið sé að uppbyggingu frekari aðstöðu. Það séu tímamót sem gott er að staldra við. „Svo eru þeir félagar mínir farnir að reskjast og síður tilbúnir í erfiðar ákvarðanir sem fylgja umsvifamiklum rekstri.“
Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira