Bjarni ætti að vera vel kunnugur flestum knattspyrnuáhugamönnum hér í landi en hann hefur þjálfað fjöldann allan af íslenskum liðum síðan árið 1985. Bestum árangri náði hann í stjórnartíð sinni hjá ÍBV 1997–99, liðið endaði í öðru sæti deildar og bikars á fyrsta tímabilinu undir hans stjórn, varð svo Mjólkurbikarmeistari árið eftir og Íslandsmeistari í tvígang.
Selfoss tilkynnti ráðningu á samfélagsmiðlum sínum.
,,Þetta er spennandi verkefni í einum flottasta íþróttabæ landsins. Verkefnið leggst mjög vel í mig. Ég hef alltaf verið spenntur fyrir því að þjálfa hér á Selfossi,” sagði Bjarni við undirskriftina.
,,Tækifærin liggja í metnaðarfullu umhverfi en hér er frábær aðstaða, ungir og efnilegir leikmenn og kraftur í fólkinu. Þetta er í raun bara umhverfi sem er draumur að stökkva inni í” bætti hann svo við að lokum.