Ný sending af neyðarbirgðum til Gasa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2023 20:44 Palestínumenn leita aðstandenda í rústum byggingar sem varð fyrir sprengjuregni Ísraelshers í dag. AP Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. Tuttugu flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum var hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í gær. Opinberir fréttamiðlar í Egyptalandi greindu frá því í dag að sautján flutningabílar til viðbótar hafi farið yfir landamærin í dag. AP hafði eftir talsmanni Sameinuðu þjóðanna að engar slíkar bifreiðar hafi farið yfir landamærin. Griffiths staðfesti í færslu á samfélagsmiðlinum X að birgðirnar hafi borist íbúum Gasa. Hann sagði sendinguna vera vonarglætu fyrir milljónir fólks í bráðri þörf fyrir mannúðaraðstoð. En að það hafi þurft mikið meira til. Another glimmer of hope. pic.twitter.com/Keq1fuq0sG— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 22, 2023 Blaðamenn AP sögðust hafa séð sjö olíubifreiðar keyra norður frá landamærunum í dag. Að sögn ísraelska hersins voru olíubifreiðarnar að ferja eldsneyti sem hafði verið geymt Gasa-megin við landamærin. OCHA, mannúðarteymi Sameinuðu þjóðanna segir neyðarsendinguna sem barst íbúum Gasa í gær nema um fjórum prósentum af þeim birgðum sem bárust þeim daglega fyrir stríðið. Að Sameinuðu þjóðirnar hafi gert ákall eftir hundrað flutningabílum á dag en að Ísraelsk yfirvöld segist hafa stjórn á ástandinu. Sjúklingar meðhöndlaðir á troðfullum spítalagöngum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út að minnst 130 nýfæddir fyrirburar séu í alvarlegri hættu vegna eldsneytisskortsins sem leiðir til rafmagnsskorts. Þá hafi þurft að loka sjö spítölum í norðurhluta Gasa vegna skorts á rafmagni eða aðbúnaði, skemmda vegna loftárása eða fyrirskipana Ísraela um brottflutning. Sjúkrabirgðir eru að klárast á sjúkrahúsunum á Gasa, sem öll eru yfirfull af sjúklingum og flóttafólki, segir í frétt AP. Slasaðir íbúar Gasa eru meðhöndlaðir á dimmum og troðfullum göngum spítalanna, þar sem nær allt rafmagn er sparað fyrir gjörgæslurými, sem eru að sögn lækna sárafá. Þá segir að læknar séu tilneyddir til að framkvæma skurðaðgerðir með saumnálum, án deyfingar og vegna skorts á sjúkrabirgðum þurfi að nota edik í stað sótthreinsiefnis. Skutu óvart á varðturn í Egyptalandi Ísraelski herinn skaut í dag á varðturn í Egyptalandi skammt frá Gasa-landamærunum. Í tilkynningu frá egypska hernum segir að nokkrir hafi særst. Ísraelski herinn baðst afsökunar á árásinni, og sagði að skriðdreki á þeirra vegum hafi óvart skotið að egypskri stöð og að verið væri að rannsaka atvikið. Ísraelsmenn sögðu í gær að „næsti fasi stríðsins“ við Hamas væri að hefjast. Hann felist í tíðari loftárásum í norðri, til að skapa sem „bestar aðstæður“ fyrir ísraelska hermenn áður en hersveitir verða sendar landleiðina yfir landamærin. Eiginleg innrás Ísraelsmanna inn á Gasa virðist því handan við hornið. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. Fréttin hefur verið uppfærð. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Tuttugu flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum var hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í gær. Opinberir fréttamiðlar í Egyptalandi greindu frá því í dag að sautján flutningabílar til viðbótar hafi farið yfir landamærin í dag. AP hafði eftir talsmanni Sameinuðu þjóðanna að engar slíkar bifreiðar hafi farið yfir landamærin. Griffiths staðfesti í færslu á samfélagsmiðlinum X að birgðirnar hafi borist íbúum Gasa. Hann sagði sendinguna vera vonarglætu fyrir milljónir fólks í bráðri þörf fyrir mannúðaraðstoð. En að það hafi þurft mikið meira til. Another glimmer of hope. pic.twitter.com/Keq1fuq0sG— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 22, 2023 Blaðamenn AP sögðust hafa séð sjö olíubifreiðar keyra norður frá landamærunum í dag. Að sögn ísraelska hersins voru olíubifreiðarnar að ferja eldsneyti sem hafði verið geymt Gasa-megin við landamærin. OCHA, mannúðarteymi Sameinuðu þjóðanna segir neyðarsendinguna sem barst íbúum Gasa í gær nema um fjórum prósentum af þeim birgðum sem bárust þeim daglega fyrir stríðið. Að Sameinuðu þjóðirnar hafi gert ákall eftir hundrað flutningabílum á dag en að Ísraelsk yfirvöld segist hafa stjórn á ástandinu. Sjúklingar meðhöndlaðir á troðfullum spítalagöngum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út að minnst 130 nýfæddir fyrirburar séu í alvarlegri hættu vegna eldsneytisskortsins sem leiðir til rafmagnsskorts. Þá hafi þurft að loka sjö spítölum í norðurhluta Gasa vegna skorts á rafmagni eða aðbúnaði, skemmda vegna loftárása eða fyrirskipana Ísraela um brottflutning. Sjúkrabirgðir eru að klárast á sjúkrahúsunum á Gasa, sem öll eru yfirfull af sjúklingum og flóttafólki, segir í frétt AP. Slasaðir íbúar Gasa eru meðhöndlaðir á dimmum og troðfullum göngum spítalanna, þar sem nær allt rafmagn er sparað fyrir gjörgæslurými, sem eru að sögn lækna sárafá. Þá segir að læknar séu tilneyddir til að framkvæma skurðaðgerðir með saumnálum, án deyfingar og vegna skorts á sjúkrabirgðum þurfi að nota edik í stað sótthreinsiefnis. Skutu óvart á varðturn í Egyptalandi Ísraelski herinn skaut í dag á varðturn í Egyptalandi skammt frá Gasa-landamærunum. Í tilkynningu frá egypska hernum segir að nokkrir hafi særst. Ísraelski herinn baðst afsökunar á árásinni, og sagði að skriðdreki á þeirra vegum hafi óvart skotið að egypskri stöð og að verið væri að rannsaka atvikið. Ísraelsmenn sögðu í gær að „næsti fasi stríðsins“ við Hamas væri að hefjast. Hann felist í tíðari loftárásum í norðri, til að skapa sem „bestar aðstæður“ fyrir ísraelska hermenn áður en hersveitir verða sendar landleiðina yfir landamærin. Eiginleg innrás Ísraelsmanna inn á Gasa virðist því handan við hornið. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila