Allt um verkfall kvenna og kvára á morgun Lovísa Arnardóttir skrifar 23. október 2023 14:48 Mynd tekin á kvennafrídeginum árið 2018. Vísir/Vilhelm Á morgun, þriðjudaginn 24. október, er kvennaverkfall. Skipulögð dagskrá fer fram um land allt. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt. Heilsdagsverkfall kvenna og kvára hefst á miðnætti í kvöld. Verkfallið stendur að þessu sinni í heilan sólarhring. Að verkfallinu standa hátt í 40 samtök. Áhersla er í ár lögð á að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt, sem dæmi hefur verið gefið út að sundlaugar, skólar og leikskólar verði óstarfhæfir. Fjölmörg fyrirtæki hafa gefið út að ekki verður dregið af launum kvára og kvenna taki þau þátt. Skipulögð dagskrá fer fram þann 24. október, um land allt. Á Akureyri, Neskaupstað, Egilsstöðum, Dalvík, Höfn, Húsavík, Blönduós, Sauðárkrók, Patreksfirði, Hvammstanga, Ísafirði, Raufarhöfn, Reykjavík, Stykkishólmi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Vík og Drangsnesi. Götulokanir í miðborginni vegna kvennaverkfallsins.Mynd/Reykjavíkurborg Konur og kvár í nærliggjandi sveitarfélögum við Reykjavík eru hvött til að sækja baráttufundinn á Arnarhóli. Rútuferðir hafa verið skipulagðar meðal annars frá Selfossi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Baráttufundur hefst á Arnarhóli klukkan 14 á morgun en vegna verkfallsins verða nokkuð víðtækar vegalokanir í miðborg Reykjavíkur. Sumar taka gildi í kvöld klukkan 18 á meðan aðrar taka gildi í fyrramálið. Aldís Amah Hamilton, til vinstri, og Ólafía Hrönn Jónsdóttir eru kynnar á baráttufundi á Arnarhóli á morgun. Búist er við miklum fjölda á baráttufundinn en kynnar fundarins verða þær Ólafía Hrönn og Aldís Amah Hamilton Tónlist: Sóðaskapur (pönk hljómsveit skipuð þremur ungum konum), Ragga Gísladóttir og Una Torfadóttir (leiðir fjöldasöng, Áfram stelpur). Ræðufólk: • Urður Bartels - ungt stálp úr MH • Guðbjörg Pálsdóttir - formaður félags hjúkrunarfræðinga • Alice Olivia Clarke - rekur fyrirtækið Tíra reflective accessories Annað: Hópatriði, Jafnréttisparadísin - fjölbreyttur hópur kvenna og kvára fjallar um jafnréttisparadísina Ísland Nánar er hægt að fræðast um daginn á vefnum kvennafri.is en þar er hægt að finna svör við algengum spurningum, upplýsingar um sögu verkfallsins, upplýsingar um skiltagerð í dag, mánudag, og svo viðburði á morgun, þriðjudag, en ýmislegt er í boði. Farið verður í morgunhressingargöngur, haldnir baráttufundir, boðið í skiltagerð, danspartý, fyrirlestra og kvennakaffi, sunginn fjöldasöngur og margt fleira frá morgni til kvölds. Sem dæmi geta konur og kvár byrjað morgundaginn með morgunhressingargöngu í kringum tjörnina í Reykjavík fyrramálið klukkan 9. Farið eftir það í samstöðukaffi og svo á fræðslufund. Eftir það er hægt að fara í samstöðuhristing í Bíó Paradís og svo upphitun á Hallveigarstöðum þar sem boðið verður upp á kaffi og kleinur. Eftir það hefst baráttufundur en honum lýkur klukkan 15. Dagskránni er ekki lokið þá. Hægt er að fara í baráttugleði á Lost Hostel í boði Feminískra fjármála og svo í Útgáfuhóf myndabókarinnar ÉG ÞORI! ÉG GET! ÉG VIL í Pennanum Austurstræti. Yfirlit yfir helstu viðburði. Upplýsingar um götulokanir. Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53 Atvinnurekendur verði að upplýsa konur af erlendum uppruna Kvennaverkfallið fer fram á morgun og hafa allar konur og kvár verið hvött til þess að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. Fjölmargir vinnustaðir hafa tilkynnt að þeir styðji sína starfsmenn og hafa undirbúið skerta starfsemi á morgun, svo sem flugfélögin, heilsugæslan og sundlaugar. 23. október 2023 12:12 Allar sundlaugarnar í Reykjavík lokaðar nema ein Sundlaugarnar í Reykjavík verða lokaðar á morgun vegna kvennaverkfallsins. Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. 23. október 2023 11:49 Biðja starfsfólk að láta yfirmenn vita Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. 22. október 2023 10:50 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Heilsdagsverkfall kvenna og kvára hefst á miðnætti í kvöld. Verkfallið stendur að þessu sinni í heilan sólarhring. Að verkfallinu standa hátt í 40 samtök. Áhersla er í ár lögð á að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt, sem dæmi hefur verið gefið út að sundlaugar, skólar og leikskólar verði óstarfhæfir. Fjölmörg fyrirtæki hafa gefið út að ekki verður dregið af launum kvára og kvenna taki þau þátt. Skipulögð dagskrá fer fram þann 24. október, um land allt. Á Akureyri, Neskaupstað, Egilsstöðum, Dalvík, Höfn, Húsavík, Blönduós, Sauðárkrók, Patreksfirði, Hvammstanga, Ísafirði, Raufarhöfn, Reykjavík, Stykkishólmi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Vík og Drangsnesi. Götulokanir í miðborginni vegna kvennaverkfallsins.Mynd/Reykjavíkurborg Konur og kvár í nærliggjandi sveitarfélögum við Reykjavík eru hvött til að sækja baráttufundinn á Arnarhóli. Rútuferðir hafa verið skipulagðar meðal annars frá Selfossi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Baráttufundur hefst á Arnarhóli klukkan 14 á morgun en vegna verkfallsins verða nokkuð víðtækar vegalokanir í miðborg Reykjavíkur. Sumar taka gildi í kvöld klukkan 18 á meðan aðrar taka gildi í fyrramálið. Aldís Amah Hamilton, til vinstri, og Ólafía Hrönn Jónsdóttir eru kynnar á baráttufundi á Arnarhóli á morgun. Búist er við miklum fjölda á baráttufundinn en kynnar fundarins verða þær Ólafía Hrönn og Aldís Amah Hamilton Tónlist: Sóðaskapur (pönk hljómsveit skipuð þremur ungum konum), Ragga Gísladóttir og Una Torfadóttir (leiðir fjöldasöng, Áfram stelpur). Ræðufólk: • Urður Bartels - ungt stálp úr MH • Guðbjörg Pálsdóttir - formaður félags hjúkrunarfræðinga • Alice Olivia Clarke - rekur fyrirtækið Tíra reflective accessories Annað: Hópatriði, Jafnréttisparadísin - fjölbreyttur hópur kvenna og kvára fjallar um jafnréttisparadísina Ísland Nánar er hægt að fræðast um daginn á vefnum kvennafri.is en þar er hægt að finna svör við algengum spurningum, upplýsingar um sögu verkfallsins, upplýsingar um skiltagerð í dag, mánudag, og svo viðburði á morgun, þriðjudag, en ýmislegt er í boði. Farið verður í morgunhressingargöngur, haldnir baráttufundir, boðið í skiltagerð, danspartý, fyrirlestra og kvennakaffi, sunginn fjöldasöngur og margt fleira frá morgni til kvölds. Sem dæmi geta konur og kvár byrjað morgundaginn með morgunhressingargöngu í kringum tjörnina í Reykjavík fyrramálið klukkan 9. Farið eftir það í samstöðukaffi og svo á fræðslufund. Eftir það er hægt að fara í samstöðuhristing í Bíó Paradís og svo upphitun á Hallveigarstöðum þar sem boðið verður upp á kaffi og kleinur. Eftir það hefst baráttufundur en honum lýkur klukkan 15. Dagskránni er ekki lokið þá. Hægt er að fara í baráttugleði á Lost Hostel í boði Feminískra fjármála og svo í Útgáfuhóf myndabókarinnar ÉG ÞORI! ÉG GET! ÉG VIL í Pennanum Austurstræti. Yfirlit yfir helstu viðburði. Upplýsingar um götulokanir.
Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53 Atvinnurekendur verði að upplýsa konur af erlendum uppruna Kvennaverkfallið fer fram á morgun og hafa allar konur og kvár verið hvött til þess að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. Fjölmargir vinnustaðir hafa tilkynnt að þeir styðji sína starfsmenn og hafa undirbúið skerta starfsemi á morgun, svo sem flugfélögin, heilsugæslan og sundlaugar. 23. október 2023 12:12 Allar sundlaugarnar í Reykjavík lokaðar nema ein Sundlaugarnar í Reykjavík verða lokaðar á morgun vegna kvennaverkfallsins. Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. 23. október 2023 11:49 Biðja starfsfólk að láta yfirmenn vita Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. 22. október 2023 10:50 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53
Atvinnurekendur verði að upplýsa konur af erlendum uppruna Kvennaverkfallið fer fram á morgun og hafa allar konur og kvár verið hvött til þess að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. Fjölmargir vinnustaðir hafa tilkynnt að þeir styðji sína starfsmenn og hafa undirbúið skerta starfsemi á morgun, svo sem flugfélögin, heilsugæslan og sundlaugar. 23. október 2023 12:12
Allar sundlaugarnar í Reykjavík lokaðar nema ein Sundlaugarnar í Reykjavík verða lokaðar á morgun vegna kvennaverkfallsins. Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. 23. október 2023 11:49
Biðja starfsfólk að láta yfirmenn vita Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. 22. október 2023 10:50