Slösuð fyrir lífstíð eftir harkalegan árekstur í Ölfusi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2023 17:53 Áreksturinn varð á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar norður af Þorlákshöfn. Vísir Rúmlega sjötugur bandarískur karlmaður búsettur vestan hafs sætir ákæru fyrir að hafa sumarið 2021 ekið bíl Mazda CX-30 bíl í veg fyrir Chevrolet Malibu bíl á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar án þess að virða forgang sem gefin var til kynna með stöðvunarmerki. Árekstur varð með þeim afleiðingum að 26 ára kona hlaut alvarleg meiðsl sem líklegt er að hái henni fyrir lífstíð. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu í dag en Lögreglustjórinn á Suðurlandi grípur til þess úrræðis þar sem ekki hefur náðst til bandaríska karlmannsins. Þar er hann boðaður í dómþing við Héraðsdóm Suðurlands þann 30. nóvember. Mæti hann ekki þá sé það metið til jafns við viðurkenningu að hafa framið brotið. Manninum er gefið að sök að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgæslu við akstur fimmtudaginn 24. júní 2021 með fyrrnefndum afleiðingum. Í einkaréttakröfu lögmanns konunnar kemur fram að karlmaður hafi orðið vitni að árekstrinum. Sá ók á eftir bíl Bandaríkjamannsins vestur Eyrarbakkaveg þegar komið var að stöðvunarskyldu við Þorlákshafnarveg. Haft er eftir karlmanninum að hann væri ekki viss hvort Bandaríkjamaðurinn hefði stöðvað eða hægt ferð sína en hafi svo ekið í veg fyrir Chevrolet-bílinn. Vitnið hafi tjáð lögreglu að Bandaríkjamaðurinn hefði ranglega talið að hann væri í rétti og að bifreið konunnar hefði því átt að stöðva. Lögmaður konunnar segir í einkaréttakröfu sinni að Bandaríkjamaðurinn hafi greinilega verið á miklum hraða því úr varð harður árekstur þar sem konan varð fyrir miklu líkamlegu og andlegu tjóni. Krafist er miskabóta upp á þrjár milljónir króna og skaðabóta upp á 400 þúsund krónur. Konan varð fyrir miklu líkamlegu og andlegu þjóni í árekstrinum. Í vottorði heimilislæknis kemur fram að konan hafi verið frá vinnu vegna afleiðinga slyssins fram í apríl 2022. Þá hafi hún verið í samtalsmeðferð hjá sálfræðingi til að halda andlegum afleiðingum í skefjum. Meiðslum konunnar er lýst nánar í ákærunni. Þar segir að hún hafi fengið slink á hálshrygg, herðar, brjósthrygg, lendhrygg, spjaldhrygg og mjaðmir ásamt því að meiða sig í hnjám er þau rákust í mælaborðið. Þrátt fyrir þrotlausa endurhæfingu, bæði líkamlega og andlega hafi hún ekki jafnað sig af þeim alvarlegu áverkum sem hún hlaut í slysinu og muni þeir hafa áhrif á hana það sem eftir er. Fréttin hefur verið uppfærð. Samgönguslys Ölfus Dómsmál Samgöngur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Árekstur varð með þeim afleiðingum að 26 ára kona hlaut alvarleg meiðsl sem líklegt er að hái henni fyrir lífstíð. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu í dag en Lögreglustjórinn á Suðurlandi grípur til þess úrræðis þar sem ekki hefur náðst til bandaríska karlmannsins. Þar er hann boðaður í dómþing við Héraðsdóm Suðurlands þann 30. nóvember. Mæti hann ekki þá sé það metið til jafns við viðurkenningu að hafa framið brotið. Manninum er gefið að sök að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgæslu við akstur fimmtudaginn 24. júní 2021 með fyrrnefndum afleiðingum. Í einkaréttakröfu lögmanns konunnar kemur fram að karlmaður hafi orðið vitni að árekstrinum. Sá ók á eftir bíl Bandaríkjamannsins vestur Eyrarbakkaveg þegar komið var að stöðvunarskyldu við Þorlákshafnarveg. Haft er eftir karlmanninum að hann væri ekki viss hvort Bandaríkjamaðurinn hefði stöðvað eða hægt ferð sína en hafi svo ekið í veg fyrir Chevrolet-bílinn. Vitnið hafi tjáð lögreglu að Bandaríkjamaðurinn hefði ranglega talið að hann væri í rétti og að bifreið konunnar hefði því átt að stöðva. Lögmaður konunnar segir í einkaréttakröfu sinni að Bandaríkjamaðurinn hafi greinilega verið á miklum hraða því úr varð harður árekstur þar sem konan varð fyrir miklu líkamlegu og andlegu tjóni. Krafist er miskabóta upp á þrjár milljónir króna og skaðabóta upp á 400 þúsund krónur. Konan varð fyrir miklu líkamlegu og andlegu þjóni í árekstrinum. Í vottorði heimilislæknis kemur fram að konan hafi verið frá vinnu vegna afleiðinga slyssins fram í apríl 2022. Þá hafi hún verið í samtalsmeðferð hjá sálfræðingi til að halda andlegum afleiðingum í skefjum. Meiðslum konunnar er lýst nánar í ákærunni. Þar segir að hún hafi fengið slink á hálshrygg, herðar, brjósthrygg, lendhrygg, spjaldhrygg og mjaðmir ásamt því að meiða sig í hnjám er þau rákust í mælaborðið. Þrátt fyrir þrotlausa endurhæfingu, bæði líkamlega og andlega hafi hún ekki jafnað sig af þeim alvarlegu áverkum sem hún hlaut í slysinu og muni þeir hafa áhrif á hana það sem eftir er. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgönguslys Ölfus Dómsmál Samgöngur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira