Fótbolti

Þjálfara Ajax sparkað eftir hörmu­legt gengi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Maurice Steijn er atvinnulaus.
Maurice Steijn er atvinnulaus. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN

Unglingalandsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson og liðsfélagar hans hjá Ajax eru án þjálfara eftir að Maurice Steijn var látinn taka poka sinn í dag.

Steijn tók við stjórnartaumunum í sumar en eftir 4-3 tapið gegn FC Utrecht um liðna helgi, þar sem Kristian Nökkvi skoraði tvívegis, ákvað stjórn Ajax að losa sig við Steijn. Liðið situr sem stendur í næstneðsta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með aðeins fimm stig að loknum sjö umferðum.

Steijn gekk til liðs við Ajax frá Spörtu Rotterdam í júní á þessu ári eftir að Johnny Heitinga yfirgaf félagið. Þjálfarinn fráfarandi skrifaði undir samning til 2026 en stjórnin hefur nú ákveðið að hann sé ekki rétti maðurinn til að stýra liðinu þangað til.

Hedwiges Maduro, aðstoðarþjálfari liðsins, mun stýra liðinu tímabundið og verður eflaust á hliðarlínunni þegar Ajax mætir Brighton & Hove Albion í Evrópudeildinni á fimmtudaginn kemur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×