Kom til landsins fyrir rúmum sjö tímum og er enn í haldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. október 2023 23:30 Claudia sendi fréttastofu mynd sem skjólstæðingur hennar sendi henni af klefanum hennar á Keflavíkurflugvelli. Þar segist konan sæta ómannúðlegri meðferð. Vísir Rúmensk kona sem lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan hálf fjögur í dag, hefur verið í haldi lögreglu inni í lokuðu herbergi á flugvellinum frá því að hún lenti fyrir rúmum sjö tímum síðan. Lögmaður hennar segir ljóst að ekki sé löglegt að meina konunni inngöngu í landið, enda sé um að ræða EES-borgara í atvinnuleit hérlendis. „Hún hefur enn ekki fengið upplýsingar um hvers vegna henni er óheimilt að koma inn í landið og í þokkabót hefur lögregla ekki veitt mér upplýsingar um hvers vegna ákvörðunin var tekin um að halda þessari konu,“ segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður konunnar. Að sögn Claudiu hefur konunni áður verið vísað úr landi. Þá ákvörðun kærði hún til kærunefndar útlendingamála. Hún segir að konan tali litla ensku, en hafi þrátt fyrir það ekki verið veittur aðgang að túlki þar til á tíunda tímanum í kvöld eftir ítrekaðar beiðni þar um. Konan telur sig sæta ómannúðlegri meðferð. „Að hennar sögn hefur lögreglan beðið hana um að undirrita skjal sem hún getur ekki skilið hvað er, því hún hefur ekki fengið túlk. Þetta er allt óljóst á meðan henni er haldið í einangrun og að sögn hennar komið fram við hana á mjög ómannúðlegan hátt. Hún segist þurfa að grátbiðja þau um mat og vatn.“ Mynd af klefa konunnar og ferðatösku þar sem hún er í haldi. Claudia segir að um sé að ræða stóralvarlegt brot gegn EES reglum. Ljóst sé að konan eigi rétt á inngöngu í landið og til atvinnuleitar hér á landi á grundvelli EES samningsins. Hún segir að slíkum málum um frávísun við komu til landsins fari fjölgandi meðal annars vegna nýrra laga um landamæri nr. 136/2022 sem tóku gildi í janúar á þessu ári. Svo virðist vera sem það sé lögreglu óljóst hver valdheimild hennar til frávísunar eða brottvísunar á grundvelli laganna. „Ítrekaðri beiðni minni um að fá gögn málsins afhend hefur ekki verið svarað. Það er grafalvarlegt þegar vísvitandi er verið að koma í veg fyrir að einstaklingur í þessari stöðu geti notið aðstoðar lögmanns,“ segir Claudia. Hún segir að svo virðist vera sem að konan muni þurfa að gista í haldi á Keflavíkurflugvelli í nótt. Frávísun albanska mannsins hafi verið ólögmæt Að sögn Claudiu virðist vera sem lögregla átti sig ekki á því hvenær hún hafi raunverulega valdheimild til vísa fólk frá landinu og á þeim takmörkunum sem þeim valdheimildum hefur verið settar, meðal annars á grundvelli EES-reglna. Í sumar vakti mál albansks manns, sem einnig var skjólstæðingur Claudiu, mikla athygli. Honum og frænku hans var haldið í þrjátíu klukkustundir á Keflavíkurflugvelli. Claudia sagðist við tilefnið ekki hafa orðið vör við svona meðferð áður í málum einstaklinga í sambærilegri stöðu. Fyrir helgi komst kærunefnd útlendingamála að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli um frávísun albanska mannsins hafi verið ólögmæt. Claudia segir að það mál sé í frekari skoðun vegna þess tjóns sem maðurinn varð fyrir. „Umbjóðendur mínir urðu fyrir óþarfa tjóni, sérstaklega í ljósi þess að ég reyndi þá eins og í þessu máli að benda lögreglunni á mistök sín. Það mál er orðið að skaðabótamáli. Það hefur aldrei jafn mörgum verið vísað frá landamærunum og núna. Þetta er farið að hamla fólki ótrúlega, fólki sem hefur fulla heimild til þess að koma til Íslands.“ Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Rúmenía Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Hún hefur enn ekki fengið upplýsingar um hvers vegna henni er óheimilt að koma inn í landið og í þokkabót hefur lögregla ekki veitt mér upplýsingar um hvers vegna ákvörðunin var tekin um að halda þessari konu,“ segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður konunnar. Að sögn Claudiu hefur konunni áður verið vísað úr landi. Þá ákvörðun kærði hún til kærunefndar útlendingamála. Hún segir að konan tali litla ensku, en hafi þrátt fyrir það ekki verið veittur aðgang að túlki þar til á tíunda tímanum í kvöld eftir ítrekaðar beiðni þar um. Konan telur sig sæta ómannúðlegri meðferð. „Að hennar sögn hefur lögreglan beðið hana um að undirrita skjal sem hún getur ekki skilið hvað er, því hún hefur ekki fengið túlk. Þetta er allt óljóst á meðan henni er haldið í einangrun og að sögn hennar komið fram við hana á mjög ómannúðlegan hátt. Hún segist þurfa að grátbiðja þau um mat og vatn.“ Mynd af klefa konunnar og ferðatösku þar sem hún er í haldi. Claudia segir að um sé að ræða stóralvarlegt brot gegn EES reglum. Ljóst sé að konan eigi rétt á inngöngu í landið og til atvinnuleitar hér á landi á grundvelli EES samningsins. Hún segir að slíkum málum um frávísun við komu til landsins fari fjölgandi meðal annars vegna nýrra laga um landamæri nr. 136/2022 sem tóku gildi í janúar á þessu ári. Svo virðist vera sem það sé lögreglu óljóst hver valdheimild hennar til frávísunar eða brottvísunar á grundvelli laganna. „Ítrekaðri beiðni minni um að fá gögn málsins afhend hefur ekki verið svarað. Það er grafalvarlegt þegar vísvitandi er verið að koma í veg fyrir að einstaklingur í þessari stöðu geti notið aðstoðar lögmanns,“ segir Claudia. Hún segir að svo virðist vera sem að konan muni þurfa að gista í haldi á Keflavíkurflugvelli í nótt. Frávísun albanska mannsins hafi verið ólögmæt Að sögn Claudiu virðist vera sem lögregla átti sig ekki á því hvenær hún hafi raunverulega valdheimild til vísa fólk frá landinu og á þeim takmörkunum sem þeim valdheimildum hefur verið settar, meðal annars á grundvelli EES-reglna. Í sumar vakti mál albansks manns, sem einnig var skjólstæðingur Claudiu, mikla athygli. Honum og frænku hans var haldið í þrjátíu klukkustundir á Keflavíkurflugvelli. Claudia sagðist við tilefnið ekki hafa orðið vör við svona meðferð áður í málum einstaklinga í sambærilegri stöðu. Fyrir helgi komst kærunefnd útlendingamála að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli um frávísun albanska mannsins hafi verið ólögmæt. Claudia segir að það mál sé í frekari skoðun vegna þess tjóns sem maðurinn varð fyrir. „Umbjóðendur mínir urðu fyrir óþarfa tjóni, sérstaklega í ljósi þess að ég reyndi þá eins og í þessu máli að benda lögreglunni á mistök sín. Það mál er orðið að skaðabótamáli. Það hefur aldrei jafn mörgum verið vísað frá landamærunum og núna. Þetta er farið að hamla fólki ótrúlega, fólki sem hefur fulla heimild til þess að koma til Íslands.“
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Rúmenía Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira