Vonast til að fara á EM en veit að samkeppnin er hörð: „Þetta er helvíti þétt skipað hjá okkur hægra megin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2023 10:01 Teitur Örn Einarsson spilaði með íslenska landsliðinu á HM í janúar. vísir/hulda margrét Handboltamaðurinn Teitur Örn Einarsson veit ekki hvað framtíðin ber í skauti, hvort hann verði áfram hjá Flensburg eða rói á önnur mið. Hann vonast til að fara með íslenska landsliðinu á EM í janúar. Teitur fékk þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leik gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni í síðustu viku. Hann skoraði einnig sjö mörk í leiknum þar á undan eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabilinu. „Ég fékk rosalega lítinn spiltíma framan af sem er kannski eðlilegt með nýjum þjálfara sem tók Kay Smits með sér inn í liðið,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Smits þessi er enginn aukvissi. Hann fyllti skarð Ómars Inga Magnússonar hjá Magdeburg með glæsibrag seinni hluta síðasta tímabils og átti stóran þátt í því að liðið vann Meistaradeild Evrópu. Í sumar gekk Smits svo í raðir Flensburg og framan af tímabili veðjaði Nicolej Krickau, þjálfari liðsins, frekar á hann en Teit. „Hann spilaði frábærlega á síðasta tímabili og er talinn vera mjög góður leikmaður. Nýi þjálfarinn er kannski að reyna að finna stöðugleika í liðinu. Það er alltaf hægt að horfa á þetta þannig en ég hefði viljað fá töluvert meiri spiltíma en ég fékk. Spiltíminn kom svo og ég sýndi að ég á alveg heima á þessu getustigi,“ sagði Teitur. En var hann farinn að hugsa sér til hreyfings þegar tækifærin voru af jafn skornum skammti og raunin var? „Ég klára samninginn minn næsta sumar og er ekki búinn að skrifa undir neitt eða gera neitt fyrir næsta tímabil. Það er allt í vinnslu. Eins og staðan er í dag veit ég ekki hvað ég geri á næsta tímabili,“ svaraði Teitur. Teitur gekk til liðs við Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum.vísir/vilhelm Hann er ekki bara í harðri samkeppni hjá Flensburg heldur einnig hjá íslenska landsliðinu. Teitur var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Snorra Steins Guðjónssonar en framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Færeyjum. Ómar Ingi, Viggó Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson voru þær hægri skyttur sem hlutu náð fyrir augum Snorra að þessu sinni. Teitur vonast samt auðvitað til að spila með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar næstkomandi. „Þetta er helvíti þétt skipað hjá okkur hægra megin. Það eru alltaf einhverjir möguleikar. Það geta komið upp meiðsli og þannig,“ sagði Teitur sem á líka einn ás uppi í erminni. „Síðan hef ég það að geta spilað hornið, eins og ég var tekinn með á síðasta mót. En svo er bara að sjá hvernig Snorri vill spila þessu. Ég hreinlega veit ekki hvort hann taki mig fram fyrir einhvern af þessum þremur sem voru valdir núna. Maður verður bara að bíða og sjá.“ Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Teitur fékk þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leik gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni í síðustu viku. Hann skoraði einnig sjö mörk í leiknum þar á undan eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabilinu. „Ég fékk rosalega lítinn spiltíma framan af sem er kannski eðlilegt með nýjum þjálfara sem tók Kay Smits með sér inn í liðið,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Smits þessi er enginn aukvissi. Hann fyllti skarð Ómars Inga Magnússonar hjá Magdeburg með glæsibrag seinni hluta síðasta tímabils og átti stóran þátt í því að liðið vann Meistaradeild Evrópu. Í sumar gekk Smits svo í raðir Flensburg og framan af tímabili veðjaði Nicolej Krickau, þjálfari liðsins, frekar á hann en Teit. „Hann spilaði frábærlega á síðasta tímabili og er talinn vera mjög góður leikmaður. Nýi þjálfarinn er kannski að reyna að finna stöðugleika í liðinu. Það er alltaf hægt að horfa á þetta þannig en ég hefði viljað fá töluvert meiri spiltíma en ég fékk. Spiltíminn kom svo og ég sýndi að ég á alveg heima á þessu getustigi,“ sagði Teitur. En var hann farinn að hugsa sér til hreyfings þegar tækifærin voru af jafn skornum skammti og raunin var? „Ég klára samninginn minn næsta sumar og er ekki búinn að skrifa undir neitt eða gera neitt fyrir næsta tímabil. Það er allt í vinnslu. Eins og staðan er í dag veit ég ekki hvað ég geri á næsta tímabili,“ svaraði Teitur. Teitur gekk til liðs við Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum.vísir/vilhelm Hann er ekki bara í harðri samkeppni hjá Flensburg heldur einnig hjá íslenska landsliðinu. Teitur var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Snorra Steins Guðjónssonar en framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Færeyjum. Ómar Ingi, Viggó Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson voru þær hægri skyttur sem hlutu náð fyrir augum Snorra að þessu sinni. Teitur vonast samt auðvitað til að spila með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar næstkomandi. „Þetta er helvíti þétt skipað hjá okkur hægra megin. Það eru alltaf einhverjir möguleikar. Það geta komið upp meiðsli og þannig,“ sagði Teitur sem á líka einn ás uppi í erminni. „Síðan hef ég það að geta spilað hornið, eins og ég var tekinn með á síðasta mót. En svo er bara að sjá hvernig Snorri vill spila þessu. Ég hreinlega veit ekki hvort hann taki mig fram fyrir einhvern af þessum þremur sem voru valdir núna. Maður verður bara að bíða og sjá.“
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira