„Tilefni fyrir alla valdhafa að hlusta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. október 2023 20:55 Lögregla segist hafa þurft að stækka lokanir í miðbænum í dag, svo mörg voru mætt. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur kvennaverkfallsins segja magnað að hafa fundið fyrir þeirri samstöðu sem hafi myndast á Arnarhóli og víðar í dag. Þær segja fjöldann sem mætti tilefni fyrir valdhafa til að hlusta. Lögregla áætlar að á bilinu 70 til 100 þúsund manns hafi mætt á Arnarhól í dag. Fréttamenn Stöðvar 2 gerðu upp viðburðaríkan dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það má alveg segja að fjöldinn hafi farið fram úr okkar björtustu væntingum og það er bara ótrúlega magnað að hafa fundið fyrir þessari samstöðu sem var hérna á hólnum í dag,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins sem ræddi við fréttastofu ásamt Ingu Auðbjörg Straumland. Inga segir að vonir hafi staðið til um að stór hluti kvenna og kvára myndi mæta. Það hafi gerst. Sonja Ýr segir fyrirmyndina kvennafrídaginn frá 1975. Geturðu lýst mikilvægi dagsins í dag fyrir konur og hverju skilar þetta okkur? „Auðvitað er þetta gert að fyrirmynd 24. október 1975 sem varð sprengikraftur í framþróun jafnréttismála hér á landi eins og öll okkar þekkja til og markmiðið hér í dag var að draga aftur fram mikilvægi umræðu um jafnréttismál og að það sé gripið til aðgerða og ég held að miðað við fólksfjöldann, það er talað um að það hafi hundrað þúsund mætt hingað í dag, að þá sé tilefni fyrir alla valdhafa að hlusta á það og taka kröfur dagsins alvarlega.“ Hvaða skilaboð viljið þið senda til kvenna og kvára sem mættu hingað í dag? „Við bara vonum að við þurfum aldrei að gera þetta aftur, af því að feðraveldið sé bara fallið en annars sjáumst við kannski eftir tvö ár.“ Þurftu að stækka lokanir Ásgeir Þór Ásgeirsson, segir að gríðarlega vel hafi gengið í dag. Spurður hversu margir hafi mætt segir hann að besta gisk lögreglunnar sé á bilinu 70 til 100 þúsund manns. „Það má deila um það eins og menn vilja og ég mun ekki leggja mikið í það. En það sem kannski þurfti ekki að deila um er að við þurftum að stækka lokanirnar miðað við það sem við höfðum gert ráð fyrir í byrjun og það var þéttara og fólkið í kringum Arnarhól tók meira pláss heldur en hefur verið á Arnarhóli á menningarnótt.“ Hvernig fór þetta fram? „Þetta fór bara afskaplega vel fram. Einu verkefni lögreglu voru bara aðstoðarverkefni við fólk þar sem kannski komu upp veikindi, sem er bara viðbúið þar sem svona margt fólk kemur saman.“ Voru konurnar í verkfalli hjá ykkur? „Við hvöttum þær til að vera í verkfalli en það voru einhverjar sem kusu að koma á vakt og nokkrar þeirra komu og unnu við þennan viðburð og voru þá í bænum. En þetta var alfarið í þeirra höndum.“ Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Sjá meira
Lögregla áætlar að á bilinu 70 til 100 þúsund manns hafi mætt á Arnarhól í dag. Fréttamenn Stöðvar 2 gerðu upp viðburðaríkan dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það má alveg segja að fjöldinn hafi farið fram úr okkar björtustu væntingum og það er bara ótrúlega magnað að hafa fundið fyrir þessari samstöðu sem var hérna á hólnum í dag,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins sem ræddi við fréttastofu ásamt Ingu Auðbjörg Straumland. Inga segir að vonir hafi staðið til um að stór hluti kvenna og kvára myndi mæta. Það hafi gerst. Sonja Ýr segir fyrirmyndina kvennafrídaginn frá 1975. Geturðu lýst mikilvægi dagsins í dag fyrir konur og hverju skilar þetta okkur? „Auðvitað er þetta gert að fyrirmynd 24. október 1975 sem varð sprengikraftur í framþróun jafnréttismála hér á landi eins og öll okkar þekkja til og markmiðið hér í dag var að draga aftur fram mikilvægi umræðu um jafnréttismál og að það sé gripið til aðgerða og ég held að miðað við fólksfjöldann, það er talað um að það hafi hundrað þúsund mætt hingað í dag, að þá sé tilefni fyrir alla valdhafa að hlusta á það og taka kröfur dagsins alvarlega.“ Hvaða skilaboð viljið þið senda til kvenna og kvára sem mættu hingað í dag? „Við bara vonum að við þurfum aldrei að gera þetta aftur, af því að feðraveldið sé bara fallið en annars sjáumst við kannski eftir tvö ár.“ Þurftu að stækka lokanir Ásgeir Þór Ásgeirsson, segir að gríðarlega vel hafi gengið í dag. Spurður hversu margir hafi mætt segir hann að besta gisk lögreglunnar sé á bilinu 70 til 100 þúsund manns. „Það má deila um það eins og menn vilja og ég mun ekki leggja mikið í það. En það sem kannski þurfti ekki að deila um er að við þurftum að stækka lokanirnar miðað við það sem við höfðum gert ráð fyrir í byrjun og það var þéttara og fólkið í kringum Arnarhól tók meira pláss heldur en hefur verið á Arnarhóli á menningarnótt.“ Hvernig fór þetta fram? „Þetta fór bara afskaplega vel fram. Einu verkefni lögreglu voru bara aðstoðarverkefni við fólk þar sem kannski komu upp veikindi, sem er bara viðbúið þar sem svona margt fólk kemur saman.“ Voru konurnar í verkfalli hjá ykkur? „Við hvöttum þær til að vera í verkfalli en það voru einhverjar sem kusu að koma á vakt og nokkrar þeirra komu og unnu við þennan viðburð og voru þá í bænum. En þetta var alfarið í þeirra höndum.“
Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Sjá meira