Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2023 07:05 Þúsundir Palestínumanna eru látnir eftir hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna síðustu daga og vikur. Ísraelsmenn telja sig hins vegar í fullum rétti að hefna fyrir hroðaverk Hamas-liða. AP/Abed Khaled Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóri UNRWA, varaði við því á sunnudag að eldsneyti yrði brátt á þrotum og án þess yrði ekkert vatn, engin heilbrigðisþjónusta og engin matvælaframleiðsla á borð við brauðbakstur. Ísraelsher hefur brugðist við yfirlýsingunum með því að birta myndir af því sem þeir segja eldsneytistanka með meira en 500.000 lítra af olíu, á Gasa. „Spyrjið Hamas hvort þið megið ekki fá eitthvað af henni,“ sagði með myndinni. We know for sure that there's plenty of fuel in Gaza. Hamas has stored fuel in advance, and is stealing fuel from both civilians and the @UN, to power its war machine against Israel. When will the world hold Hamas accountable for its crimes against humanity and against the pic.twitter.com/qT3vteG6bg— Ambassador Gilad Erdan (@giladerdan1) October 24, 2023 António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í gær eftir tafarlausu vopnahléi til að binda enda á stórkostlegar þjáningar íbúar Gasa. Guterres sagði umsátur Ísraelsmanna um svæðið og stöðugar loftárásir jafngilda hóprefsingu gegn Palestínumönnum og brot gegn alþjóðalögum. Guterres sagði að árásir Hamas á almenna borgara í Ísrael þann 7. október síðastliðinn hafa verið hörmulegar en þær hefðu ekki átt sér stað í tómarúmi. Palestínumenn hefðu mátt sæta 56 ára „kæfandi hersetu“. Gilad Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðarinnar, kallaði tafarlaust eftir afsögn Guterres og sagði hann veruleikafirrtan. Ummæli hans væru ekkert annað en réttlæting á morðum og hryðjuverkum. „Það er dapurlegt að einstaklingur með þessa afstöðu sé leiðtogi samtaka sem voru stofnuð í kjölfar helfararinnar,“ sagði Erdan. Eli Cohen, utanríkisráðherra Ísrael, afboðaði fyrirhugaðan fund með Guterres í kjölfar ummæla síðarnefnda. The shocking speech by the @UN Secretary-General at the Security Council meeting, while rockets are being fired at all of Israel, proved conclusively, beyond any doubt, that the Secretary-General is completely disconnected from the reality in our region and that he views the — Ambassador Gilad Erdan (@giladerdan1) October 24, 2023 Mai al-Kaila, heilbrigðisráðherra Palestínu, segir þrjú sjúkrahús á Gasa nú óstarfhæf vegna eldsneytisskorts. Hún hefur kallað eftir því að heimilað verði að flytja særða og alvarlega veika á sjúkrahús í Egyptalandi. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í gær að eldsneytisflutningar yrðu ekki leyfðir yfir landamærin að Egyptalandi þar sem því yrði stolið af Hamas. Hamas-samtökin hefðu rænt eldsneyti frá UNRWA sem þau gætu látið sjúkrahúsin fá. Yfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, sögðu yfir 700 manns hafa látist í loftárásum Ísraelsmanna í gær. Luke Baker, fyrrverandi fréttaritari Reuters í Jerúsalem, hefur þó varað við því að menn taki tölur frá Hamas trúanlegar og hefur bent á að engin leið sé til að staðfesta þær. Death tolls, a It seems obvious that any self-respecting news organisation would make clear that Gaza's health ministry is run by Hamas. Hamas has a clear propaganda incentive to inflate civilian casualties as much as possible. I'm not denying there are civilians being killed— Luke Baker (@BakerLuke) October 24, 2023 Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóri UNRWA, varaði við því á sunnudag að eldsneyti yrði brátt á þrotum og án þess yrði ekkert vatn, engin heilbrigðisþjónusta og engin matvælaframleiðsla á borð við brauðbakstur. Ísraelsher hefur brugðist við yfirlýsingunum með því að birta myndir af því sem þeir segja eldsneytistanka með meira en 500.000 lítra af olíu, á Gasa. „Spyrjið Hamas hvort þið megið ekki fá eitthvað af henni,“ sagði með myndinni. We know for sure that there's plenty of fuel in Gaza. Hamas has stored fuel in advance, and is stealing fuel from both civilians and the @UN, to power its war machine against Israel. When will the world hold Hamas accountable for its crimes against humanity and against the pic.twitter.com/qT3vteG6bg— Ambassador Gilad Erdan (@giladerdan1) October 24, 2023 António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í gær eftir tafarlausu vopnahléi til að binda enda á stórkostlegar þjáningar íbúar Gasa. Guterres sagði umsátur Ísraelsmanna um svæðið og stöðugar loftárásir jafngilda hóprefsingu gegn Palestínumönnum og brot gegn alþjóðalögum. Guterres sagði að árásir Hamas á almenna borgara í Ísrael þann 7. október síðastliðinn hafa verið hörmulegar en þær hefðu ekki átt sér stað í tómarúmi. Palestínumenn hefðu mátt sæta 56 ára „kæfandi hersetu“. Gilad Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðarinnar, kallaði tafarlaust eftir afsögn Guterres og sagði hann veruleikafirrtan. Ummæli hans væru ekkert annað en réttlæting á morðum og hryðjuverkum. „Það er dapurlegt að einstaklingur með þessa afstöðu sé leiðtogi samtaka sem voru stofnuð í kjölfar helfararinnar,“ sagði Erdan. Eli Cohen, utanríkisráðherra Ísrael, afboðaði fyrirhugaðan fund með Guterres í kjölfar ummæla síðarnefnda. The shocking speech by the @UN Secretary-General at the Security Council meeting, while rockets are being fired at all of Israel, proved conclusively, beyond any doubt, that the Secretary-General is completely disconnected from the reality in our region and that he views the — Ambassador Gilad Erdan (@giladerdan1) October 24, 2023 Mai al-Kaila, heilbrigðisráðherra Palestínu, segir þrjú sjúkrahús á Gasa nú óstarfhæf vegna eldsneytisskorts. Hún hefur kallað eftir því að heimilað verði að flytja særða og alvarlega veika á sjúkrahús í Egyptalandi. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í gær að eldsneytisflutningar yrðu ekki leyfðir yfir landamærin að Egyptalandi þar sem því yrði stolið af Hamas. Hamas-samtökin hefðu rænt eldsneyti frá UNRWA sem þau gætu látið sjúkrahúsin fá. Yfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, sögðu yfir 700 manns hafa látist í loftárásum Ísraelsmanna í gær. Luke Baker, fyrrverandi fréttaritari Reuters í Jerúsalem, hefur þó varað við því að menn taki tölur frá Hamas trúanlegar og hefur bent á að engin leið sé til að staðfesta þær. Death tolls, a It seems obvious that any self-respecting news organisation would make clear that Gaza's health ministry is run by Hamas. Hamas has a clear propaganda incentive to inflate civilian casualties as much as possible. I'm not denying there are civilians being killed— Luke Baker (@BakerLuke) October 24, 2023
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira