Marinó hlaut kjör á síðasta stjórnarfundi Mílu en hann gengdi áður stöðu forstjóra Kviku banka frá 2019 til 2023 eftir að hafa verið aðstoðarforstjóri bankans frá 2017. Þar áður starfaði hann hjá Arion banka og forvera hans frá 2002.
Haft er eftir Marinó í tilkynningu frá Mílu að félagið sé öflugt og sinni mikilvægum verkefnum.
„Ég er Akureyringur og það er augljóst að ein af forsendum blómlegrar byggðar á Akureyri eru góðir samgöngu- og fjarskiptainnviðir. Það sama á auðvitað um landið allt því líklega er fátt jafn mikilvægt fyrir uppbyggingu samfélags, atvinnulífs og betri lífskjara en traust og góð fjarskipti. Ég hlakka til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu þessa mikilvæga félags.“