Hafna alfarið mismunun á grundvelli húðlitar eða kynþáttar Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2023 10:00 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja. Lögmaður bæjarins hefur svarað kröfubréfinu afdráttarlaust og hafnað henni í öllum meginatriðum. Vísir/Vilhelm „Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál en ég hafna því algjörlega að starfsfólk sveitarfélagsins sé að mismuna fólki eins og þarna er haldið fram,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja í samtali við Vísi. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Í DV í vikunni birtist frétt þar sem alvarlegar ásakanir voru settar fram á hendur bænum. Lífeyrisþegi á áttræðisaldri, kona sem upphaflega kemur frá Íran, hafði sent bænum kröfubréf þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni og greiðslu þriggja milljóna króna miskabóta. Verði ekki orðið við kröfunni er því hótað að höfðað verði mál á hendur bæjarfélaginu. Alvarlegar ásakanir í kröfunni Í bréfinu eru raktar þrjár ástæður fyrir kröfunni en fram kemur að um sé að ræða ítrekuð og endurtekin atvik sem geti ekki, sé horft á hlutina í samhengi, verið tilviljun eða mistök af hálfu starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Í kröfunni er því haldið fram að ítrekað hafi verið gengið fram hjá konunni við úthlutun félagslegra íbúða og að henni hafi ítrekað verið sendur matur sem innihaldi svínakjöt þrátt fyrir ábendingar þess efnis að hún borði ekki slíkt vegna trúar sinnar. Og í þriðja lagi hafi starfsfólk sveitarfélagsins í tvígang tekið upp á því að flytja konuna hreppaflutningum til Reykjavíkur án nokkurrar sýnilegrar ástæðu eða lagaheimildar og í því felist ólögmæt meingerð sem sé skaðabótaskyld. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi bréf fyrir hönds skjólstæðings síns og krafðist afsökunarbeiðni og 3 milljóna króna í skaðbætur.vísir/vilhelm Það er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem fer með málið fyrir hönd konunnar en í frétt DV og hefur hann gefið Vestmannaeyjarbæ vikufrest til að bregðast við í bréfi dagsettu 23. október. Eins og lætur nærri eru miklar og heitar meiningar látnar falla í athugasemdakerfi DV um þetta mál, flestar sem ekki er hægt að hafa eftir. Lögmaður Eyja vísar ásökunum á bug Lögmaður bæjarins er Elimar Hauksson og hann segist ekki geta tjáð sig um málið í smáatriðum. En þar sé hins vegar eitt og annað sem ekki fái staðist, eiginlega allt. Elimar Hauksson lögmaður Eyja hefur skrifað Vilhjálmi bréf og hafnað öllum kröfum.vísir/vilhelm Hann hefur skrifað Vilhjálmi bréf þar sem kröfunum er alfarið hafnað. „Miskabótakröfunni er hafnað, því er mótmælt að nokkuð í málsmeðferð bæjarins er varðar konuna hafi falið í sér ólögmæta meingerð gagnvart henni sjálfri og því er algjörlega hafnað að starfsfólk mismuni fólki á grundvelli húðlitar eða kynþáttar,“ segir Elimar í samtali við Vísi. Dómsmál Vestmannaeyjar Kynþáttafordómar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Í DV í vikunni birtist frétt þar sem alvarlegar ásakanir voru settar fram á hendur bænum. Lífeyrisþegi á áttræðisaldri, kona sem upphaflega kemur frá Íran, hafði sent bænum kröfubréf þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni og greiðslu þriggja milljóna króna miskabóta. Verði ekki orðið við kröfunni er því hótað að höfðað verði mál á hendur bæjarfélaginu. Alvarlegar ásakanir í kröfunni Í bréfinu eru raktar þrjár ástæður fyrir kröfunni en fram kemur að um sé að ræða ítrekuð og endurtekin atvik sem geti ekki, sé horft á hlutina í samhengi, verið tilviljun eða mistök af hálfu starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Í kröfunni er því haldið fram að ítrekað hafi verið gengið fram hjá konunni við úthlutun félagslegra íbúða og að henni hafi ítrekað verið sendur matur sem innihaldi svínakjöt þrátt fyrir ábendingar þess efnis að hún borði ekki slíkt vegna trúar sinnar. Og í þriðja lagi hafi starfsfólk sveitarfélagsins í tvígang tekið upp á því að flytja konuna hreppaflutningum til Reykjavíkur án nokkurrar sýnilegrar ástæðu eða lagaheimildar og í því felist ólögmæt meingerð sem sé skaðabótaskyld. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi bréf fyrir hönds skjólstæðings síns og krafðist afsökunarbeiðni og 3 milljóna króna í skaðbætur.vísir/vilhelm Það er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem fer með málið fyrir hönd konunnar en í frétt DV og hefur hann gefið Vestmannaeyjarbæ vikufrest til að bregðast við í bréfi dagsettu 23. október. Eins og lætur nærri eru miklar og heitar meiningar látnar falla í athugasemdakerfi DV um þetta mál, flestar sem ekki er hægt að hafa eftir. Lögmaður Eyja vísar ásökunum á bug Lögmaður bæjarins er Elimar Hauksson og hann segist ekki geta tjáð sig um málið í smáatriðum. En þar sé hins vegar eitt og annað sem ekki fái staðist, eiginlega allt. Elimar Hauksson lögmaður Eyja hefur skrifað Vilhjálmi bréf og hafnað öllum kröfum.vísir/vilhelm Hann hefur skrifað Vilhjálmi bréf þar sem kröfunum er alfarið hafnað. „Miskabótakröfunni er hafnað, því er mótmælt að nokkuð í málsmeðferð bæjarins er varðar konuna hafi falið í sér ólögmæta meingerð gagnvart henni sjálfri og því er algjörlega hafnað að starfsfólk mismuni fólki á grundvelli húðlitar eða kynþáttar,“ segir Elimar í samtali við Vísi.
Dómsmál Vestmannaeyjar Kynþáttafordómar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira