Viðskipti innlent

Arion banki skilaði 6,1 milljarða hagnaði á þriðja árs­fjórðungi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.

Arion banki hagnaðist um 6.131 milljónir króna á þriðja árs­fjórðungi 2023, í saman­burði við 5.008 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í til­kynningu frá bankanum.

Þar kemur fram að arðs­semi eigin­fjár hafi verið 12,9 prósent saman­borið við 10,9 prósent í fyrra. Þá námu heildar­eignir 1.541 milljarð króna í lok septem­ber, saman­borið við 1.466 milljarð króna´i árs­lok 2022.

Lán til við­skipta­vina jukust um 5,4 prósent frá ára­mótum. Aukningin nam 7,9 prósentum í lánum til fyrir­tækja og 3,3 prósentum í lánum til ein­stak­linga, var þar aðal­lega um að ræða í­búða­lán. Aukning í inn­lánum frá við­skipta­vinum var 6,7 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins.

Heildar eigið fé nam 193 milljörðum króna í lok septem­ber. Eigið fé hækkaði frá ára­mótum vegna af­komu fyrstu níu mánaða ársins en á móti koma aðr­greiðsla og endur­kaup á hluta­bréfum bankans að fjár­hæð 15,6 milljörðu­im króna.

Eigin­fjár­hlut­fall bankans (CAR hlut­fall) var 24,4 prósent í lok septem­ber og hlut­fall al­menns eigin­fjár­þáttar 1 var 19,4 prósent. Hlut­föllin taka til­lit til ó­endur­skoðaðs hagnaðar tíma­bilsins að teknu til­liti til væntrar arð­greiðslu, sem nemur 50 prósentum af hagnaði í sam­ræmi við arð­greiðslu­stefnu bankans.

Eigin­fjár­hlut­fall sam­kvæmt reglum Fjár­mála­eftir­lits Seðla­banka Ís­lands var 24,1 prósent í lok septem­ber og hlut­fall eigin­fjár­þáttar 1 19,0 prósent. Eigin­fjár­hlut­fall og hlut­fall al­menns eigin­fjár­þáttar 1 eru vel um­fram kröfur sem settar eru fram í lögum og af Fjár­mála­eftir­liti Seðla­banka Ís­lands.

Í samræmi við markmið

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, segir af­komu bankans vera í sam­ræmi við mark­mið bankans. Ef horft sé til fyrstu níu mánuða ársins sé hann að ná öllum helstu rekstrar­mark­miðum.

„Við erum með ó­venju fjöl­breytt þjónustu­fram­boð sem felur í sér dreifða tekju­myndun og á­samt á­herslu okkar á skil­virkni þá skilar það sér í stöðugum og traustum rekstri. Eigin­fjár­staða bankans er á­fram sterk sem og lausa­fjár­staða og voru þessir þættir meðal þess sem láns­hæfis­mats­fyrir­tækið Moo­dy‘s horfði til þegar það hækkaði ný­verið láns­hæfis­ein­kunn Arion banka í flokk A-3.“

Hann segir Moo­dys einnig hafa nefnt sam­þættingu Arion banka á banka-og trygginga­starf­semi. Bene­dikt segir á­nægju­legt hversu vel sam­starf Arion banka og Varðar hefur gengið síðasta árið. Stöðugt sé leitað leiða til að sam­þætta þjónustuna þannig að hún nýtist við­skipta­vinum beggja sem best.

Viðbúið að heimilisbókhald margra þyngist

„Á þriðja árs­fjórðungi hægði á vexti lána­safnsins sem meðal annars endur­speglar minni hag­vöxt í ís­lensku hag­kerfi. Yfir­leitt er það svo að við fögnum góðum hag­vexti en nú er verk­efnið að ná niður verð­bólgu og vöxtum og því já­kvætt að það dragi úr hag­vexti. Hátt vaxta­stig kemur við heimilin og fyrir­tækin í landinu og hefur dregið úr neyslu og um­svifum al­mennt, í takt við mark­mið Seðla­bankans. Þau heimili sem völdu að festa vexti í­búða­lána sinna þegar vaxta­stig var lágt hafa notið góðs af því og verið í á­kveðnu skjóli.“

Bene­dikt segir því við­búið að fyrir marga verðii heimilis­bók­haldið þungt þegar fast­vaxta­tíma­bili í­búða­lánsins líkur. Undan­farnar vikur hafi bankinn því sett sig í sam­band við þennan hóp við­skipta­vina til að fara yfir val­kostina.

„Í boði eru ýmsir kostir til að lækka greiðslu­byrði og mikil­vægt að hver og einn kynni sér þá og meti hvað henti best. Ef staðan er þröng þá metum við hvert til­vik fyrir sig og leitum sam­eigin­lega að lausn. Við hvetjum alla sem hafa á­hyggjur af stöðunni til að hafa sam­band við okkur til að fara yfir þá val­kosti sem eru til staðar.“

Hann segir að í októ­ber hafi Arion banki kynnt skipu­lags­breytingar sem hafi falist í stofnun sér­staks sviðs, rekstur og menning. Mark­mið breytinganna sé aukið sam­starf mikil­vægra stoðs­viða, aukin skil­virkni í rekstri, mark­viss stýring um­breytinga­verk­efna og enn skýrari fókus á þjónustu og upp­lifun við­skipta­vina.

„Sviðið mun jafn­framt gegna lykil­hlut­verki í á­fram­haldandi þróun og mótun fyrir­tækja­menningar Arion banka og leiðir Birna Hlín Kára­dóttir nýja sviðið, en hún hefur gengt starfi yfir­lög­fræðings bankans frá árinu 2019 og setið í fram­kvæmda­stjórn frá árinu 2020. Menning og á­hættu­vitund skipta miklu í starf­semi fjár­mála­fyrir­tækja og var það því sér­stak­lega á­nægju­legt að þegar Moo­dy‘s hækkaði láns­hæfis­ein­kunn okkar þá hækkaði fyrir­tækið einnig þá ein­kunn sem snýr að á­hættu tengdri um­hverfis- og sam­fé­lags­þáttum og stjórnar­háttum bankans og tók sér­stak­lega fram að á­hætta vegna stjórnar­hátta vær lág í ljósi fjár­hags­stefnu bankans og á­hættu­stýringar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×