Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi vestra voru átta farþegar í bílunum fimm. Slys á fólki voru minni háttar en farþegar voru fluttir á Akranes til aðhlynningar.
Viðbragðsaðilar athafna sig nú á vettvangi. Samkvæmt lögreglu er ljóst að sú vinna muni taka tíma þar sem erfiðar aðstæður séu á vettvangi.
Mikil þoka er á heiðinni, auk hálku. Að sögn lögreglu munu hreinsunarstörf líklega taka einhverja tvo tíma í viðbót og líklegt að heiðin muni opna aftur í kringum miðnætti.
Fréttin hefur verið uppfærð.