Hafa áhyggjur af Haukaliðinu: „Mér finnst þær ekki glaðar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 11:01 Tinna Guðrún Alexandersdóttir er ein af leikmönnum Hauka sem hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit undanfarið. Vísir/Vilhelm Haukakonur eru bara í sjötta sæti Subway deildar kvenna í körfubolta eftir fyrstu sex leikina sem kemur mörgum mikið á óvart. Körfuboltakvöld ræddi gengi liðsins. „Haukaliðið leit ekki vel út í gær. Við höfum séð mismunandi frammistöðu hjá þeim. Þær voru frábærar á móti Val á Hlíðarenda fyrir nokkrum vikum en aðra duttu þær niður á móti Njarðvík. Þurfum við að hafa áhyggjur af þessu Haukaliði,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltkvölds kvenna. „Já ég held það alveg smá. Mér finnst þær ekki glaðar og það er ekki gaman hjá þeim. Þær eru ekki duglegar. Það er ein og ein sem er að gefa allt sitt í þetta en heilt yfir þá held ég að við þurfum að afa smá áhyggjur,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Haukarnir hafa aðeins unnið þrjá af fyrstu sex leikjum tímabilsins og töpuðu á móti Grindavík á heimavelli sínum í síðasta leik. „Það sem mér finnst mesta áhyggjuefnið í þessu er að Lovísa (Henningsdóttir), Þóra (Kristín Jónsdóttir) og Tinna (Guðrún Alexandersdóttir) eru með rosalega fá stig í þessum leik. Við þurfum meira frá þeim. Þóra er leikstjórnandi hjá þeim og hún getur líka stjórnað þessu. Ég vil sjá hana stjórna þessu aðeins betur,“ sagði Ingibjörg. „Ég held að það trufli Þóru aðeins að hún er ekki að sjá um sóknarleikinn sjálf. Hún þekkir ekki alveg sitt hlutverk og það lækkar sjálfstraustið hjá henni,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Þær eru síðan á því að Keira Robinson sé of mikið með boltann. „Þessar stelpur, Þóra, Lovísa, Solla (Sólrún Inga Gísladóttir), Rósa (Björk Pétursdóttir). Þær eru búnar að spila saman síðan þær voru í yngri flokkum en það er ekkert ‚chemistry',“ sagði Ólöf Helga. „Það er mjög skrýtið,“ sagði Ingibjörg. „Þetta eru góðir skotmenn sem hafa verið með fimmtíu prósent skotnýtingu á tímabili en geta ekki keypt sér sniðskot núna,“ sagði Ólöf. Það má horfa á umræðuna um Haukaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Umræða um Haukaliðið Subway-deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
„Haukaliðið leit ekki vel út í gær. Við höfum séð mismunandi frammistöðu hjá þeim. Þær voru frábærar á móti Val á Hlíðarenda fyrir nokkrum vikum en aðra duttu þær niður á móti Njarðvík. Þurfum við að hafa áhyggjur af þessu Haukaliði,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltkvölds kvenna. „Já ég held það alveg smá. Mér finnst þær ekki glaðar og það er ekki gaman hjá þeim. Þær eru ekki duglegar. Það er ein og ein sem er að gefa allt sitt í þetta en heilt yfir þá held ég að við þurfum að afa smá áhyggjur,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Haukarnir hafa aðeins unnið þrjá af fyrstu sex leikjum tímabilsins og töpuðu á móti Grindavík á heimavelli sínum í síðasta leik. „Það sem mér finnst mesta áhyggjuefnið í þessu er að Lovísa (Henningsdóttir), Þóra (Kristín Jónsdóttir) og Tinna (Guðrún Alexandersdóttir) eru með rosalega fá stig í þessum leik. Við þurfum meira frá þeim. Þóra er leikstjórnandi hjá þeim og hún getur líka stjórnað þessu. Ég vil sjá hana stjórna þessu aðeins betur,“ sagði Ingibjörg. „Ég held að það trufli Þóru aðeins að hún er ekki að sjá um sóknarleikinn sjálf. Hún þekkir ekki alveg sitt hlutverk og það lækkar sjálfstraustið hjá henni,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Þær eru síðan á því að Keira Robinson sé of mikið með boltann. „Þessar stelpur, Þóra, Lovísa, Solla (Sólrún Inga Gísladóttir), Rósa (Björk Pétursdóttir). Þær eru búnar að spila saman síðan þær voru í yngri flokkum en það er ekkert ‚chemistry',“ sagði Ólöf Helga. „Það er mjög skrýtið,“ sagði Ingibjörg. „Þetta eru góðir skotmenn sem hafa verið með fimmtíu prósent skotnýtingu á tímabili en geta ekki keypt sér sniðskot núna,“ sagði Ólöf. Það má horfa á umræðuna um Haukaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Umræða um Haukaliðið
Subway-deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira