Diljá Ýr: Við þurfum að þora Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 13:31 Diljá Ýr Zomers er að raða inn mörkum með belgíska félaginu Leuven. Vísir/Sigurjón Diljá Ýr Zomers hefur bæði verið að stimpla sig inn í íslenska landsliðið sem og í belgíska boltann þar sem hún skipti yfir í Leuven í haust. Íslenska kvennalandsliðið mætir því danska á Laugardalsvellinum í kvöld og þrátt fyrir erfiða andstæðinga þá leggst leikurinn vel í framherjann. Mjög spennt „Ég er bara mjög spennt fyrir komandi leikjum,“ sagði Diljá Ýr Zomers í samtali við Aron Guðmundsson á í vikunni. Danir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum þar á meðal leik á móti Þýskalandi sem vann síðan stóran sigur á íslenska liðinu í framhaldinu. Hvað þarf íslenska liðið að gera í þessum leik á móti þessu sterka danska liði? „Við þurfum að þora að stíga upp á þær og þora að pressa þær. Á sama tíma þurfum við að halda í boltann þegar við vinnum boltann. Við þurfum þá að finna bestu lausnina til að komast hærra á völlinn,“ sagði Diljá. Íslensku stelpurnar eru fyrir löngu komnar yfir skellinn á móti Þjóðverjum. „Ég held að það séu allar hættar að pæla í þeim leik. Ef það er eitthvað þá tökum við úr honum þá er það sem við getum lært af mistökunum þar. Við tökum það með okkur inn í næsta leik og reynum að gera betur,“ sagði Diljá. Sex mörk í fjórum leikjum Hún kann vel við sig hjá belgíska félaginu eftir að hafa fært sig yfir frá Svíþjóð. „Það gengur ótrúlega vel og mér líður mjög vel. Allt á bak við fótboltann þarna, hugmyndafræðin og hvernig við viljum spila, fíla ég í botn. Það er að skila sér í frammistöðu,“ sagði Diljá. Hún er næstmarkahæst í belgísku deildinni með sex mörk í aðeins fjórum leikjum. Góð frammistaða hennar með Leuven hlýtur að skila henni meira sjálfstrausti þegar hún kemur til móts við landsliðið. „Jú klárlega. Ég er með sjálfstraust en á sama tíma þá eru þetta tvö ólík lið. Ég kem hingað og geri það sem við leggjum upp með. Það er ekkert endilega það sama og maður gerir í félagsliðinu. Það er mismunandi fókus hér og þar,“ sagði Diljá. „Ég er full sjálfstrausts og vonandi getur maður hjálpað liðinu hérna með því,“ sagði Diljá. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Diljá Ýr Zomers fyrir Danaleik Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mætir því danska á Laugardalsvellinum í kvöld og þrátt fyrir erfiða andstæðinga þá leggst leikurinn vel í framherjann. Mjög spennt „Ég er bara mjög spennt fyrir komandi leikjum,“ sagði Diljá Ýr Zomers í samtali við Aron Guðmundsson á í vikunni. Danir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum þar á meðal leik á móti Þýskalandi sem vann síðan stóran sigur á íslenska liðinu í framhaldinu. Hvað þarf íslenska liðið að gera í þessum leik á móti þessu sterka danska liði? „Við þurfum að þora að stíga upp á þær og þora að pressa þær. Á sama tíma þurfum við að halda í boltann þegar við vinnum boltann. Við þurfum þá að finna bestu lausnina til að komast hærra á völlinn,“ sagði Diljá. Íslensku stelpurnar eru fyrir löngu komnar yfir skellinn á móti Þjóðverjum. „Ég held að það séu allar hættar að pæla í þeim leik. Ef það er eitthvað þá tökum við úr honum þá er það sem við getum lært af mistökunum þar. Við tökum það með okkur inn í næsta leik og reynum að gera betur,“ sagði Diljá. Sex mörk í fjórum leikjum Hún kann vel við sig hjá belgíska félaginu eftir að hafa fært sig yfir frá Svíþjóð. „Það gengur ótrúlega vel og mér líður mjög vel. Allt á bak við fótboltann þarna, hugmyndafræðin og hvernig við viljum spila, fíla ég í botn. Það er að skila sér í frammistöðu,“ sagði Diljá. Hún er næstmarkahæst í belgísku deildinni með sex mörk í aðeins fjórum leikjum. Góð frammistaða hennar með Leuven hlýtur að skila henni meira sjálfstrausti þegar hún kemur til móts við landsliðið. „Jú klárlega. Ég er með sjálfstraust en á sama tíma þá eru þetta tvö ólík lið. Ég kem hingað og geri það sem við leggjum upp með. Það er ekkert endilega það sama og maður gerir í félagsliðinu. Það er mismunandi fókus hér og þar,“ sagði Diljá. „Ég er full sjálfstrausts og vonandi getur maður hjálpað liðinu hérna með því,“ sagði Diljá. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Diljá Ýr Zomers fyrir Danaleik
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta Sjá meira