Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2023 13:37 John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, fór hörðum orðum um yfirmenn í rússneska hernum í gærkvöldi. AP/Susan Walsh Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. Þetta sagði John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, á blaðamannafundi í gærkvöldi. „Það er forkastanlegt að hugsa um að þú myndir taka eigin hermenn af lífi því þeir vildu ekki fylgja skipunum og nú hóta þeir að taka heilu herdeildirnar af lífi. Þetta er villimannslegt,“ sagði Kirby, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ég held þetta sé einkenni þess að leiðtogar í rússneska hernum vita hversu illa þeir hafa staðið sig og hve illa þeir hafa haldið á spöðunum frá hernaðarlegu sjónarmiði.“ Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Rússar eru þó sagðir hafa misst gífurlega marga hermenn við Avdívka. Kirby sagði Rússa enn hafa getu til að sækja fram og að þeir gætu náð árangri á næstu mánuðum. Leiðtogar rússneska hersins hefðu ítrekað sýnt fram á að þeim væri alveg sama um líf hermanna. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju „Við teljum að þeir hafi misst þúsundir manna í þessari sókn,“ sagði Kirby. Hann sagði rússneska kvaðmenn illa búna, illa þjálfaða og óundirbúna fyrir átök. Þeir séu sendir fram í bylgjum, eins og Rússar hafa áður gert, til að veikja varnir Úkraínumanna. Þá sagði Kirby að sókn Rússa væri til minnis um að Vladimír Pútín, forseti Rússland, hefði ekki gefið vonir sínar um að ná tökum á allri Úkraínu upp á bátinn. Kirby sagði að nauðsynlegt væri að styðja áfram við bakið á Úkraínumönnum, svo lengi sem Rússar héldu innrásinni til streitu. Joe Biden, forseti, hefur þrýst á þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru með nauman meirihluta, um að samþykkja nýja tillögu hans um 61 milljarðs dala aðstoð handa Úkraínu, til langs tíma. Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir að umfangsmikið mannfall Rússa við Avdívka og missir þeirra á fjölmörgum bryn- og skriðdrekum muni líklega koma niður á sóknargetu þeirra til lengri tíma. Úkraínumenn segjast hafa fellt um fimm þúsund Rússa við Avdívka og grandað fjögur hundruð skrið- og bryndrekum. Þessar tölur eru að líkindum ýktar en myndefni eins og myndbönd úr drónum og gervihnattamyndir sýna að mannfall meðal Rússa hefur verið gífurlegt. Í nýjustu dagsskýrslu hugveitunnar er vísað í varaliðsmann úkraínska hersins um að svo virðist sem dregið hafi úr notkun Rússa á bryn- og skriðdrekum við Avdíka. Það gæti þýtt að Rússar séu að safna liði fyrir nýjar tilraunir til árása, þar sem útlit sé fyrir að frekara varalið hafi verið sent á vígstöðvarnar. Þar segir einnig að yfirmenn rússneska hersins muni þó vera í miklum vandræðum við að fylla upp í raðir sínar þegar kemur að skrið- og bryndrekum, vegna þess hve mörgum slíkum farartækjum hefur verið grandað við Avdívka. NEW: Heavy Russian equipment losses around #Avdiivka will likely undermine Russian offensive capabilities over the long term.Ukrainian forces marginally advanced on the east (left) bank of #Kherson Oblast and continued offensive operations near #Bakhmut and in western pic.twitter.com/YXa87Qel8q— ISW (@TheStudyofWar) October 27, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þetta sagði John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, á blaðamannafundi í gærkvöldi. „Það er forkastanlegt að hugsa um að þú myndir taka eigin hermenn af lífi því þeir vildu ekki fylgja skipunum og nú hóta þeir að taka heilu herdeildirnar af lífi. Þetta er villimannslegt,“ sagði Kirby, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ég held þetta sé einkenni þess að leiðtogar í rússneska hernum vita hversu illa þeir hafa staðið sig og hve illa þeir hafa haldið á spöðunum frá hernaðarlegu sjónarmiði.“ Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Rússar eru þó sagðir hafa misst gífurlega marga hermenn við Avdívka. Kirby sagði Rússa enn hafa getu til að sækja fram og að þeir gætu náð árangri á næstu mánuðum. Leiðtogar rússneska hersins hefðu ítrekað sýnt fram á að þeim væri alveg sama um líf hermanna. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju „Við teljum að þeir hafi misst þúsundir manna í þessari sókn,“ sagði Kirby. Hann sagði rússneska kvaðmenn illa búna, illa þjálfaða og óundirbúna fyrir átök. Þeir séu sendir fram í bylgjum, eins og Rússar hafa áður gert, til að veikja varnir Úkraínumanna. Þá sagði Kirby að sókn Rússa væri til minnis um að Vladimír Pútín, forseti Rússland, hefði ekki gefið vonir sínar um að ná tökum á allri Úkraínu upp á bátinn. Kirby sagði að nauðsynlegt væri að styðja áfram við bakið á Úkraínumönnum, svo lengi sem Rússar héldu innrásinni til streitu. Joe Biden, forseti, hefur þrýst á þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru með nauman meirihluta, um að samþykkja nýja tillögu hans um 61 milljarðs dala aðstoð handa Úkraínu, til langs tíma. Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir að umfangsmikið mannfall Rússa við Avdívka og missir þeirra á fjölmörgum bryn- og skriðdrekum muni líklega koma niður á sóknargetu þeirra til lengri tíma. Úkraínumenn segjast hafa fellt um fimm þúsund Rússa við Avdívka og grandað fjögur hundruð skrið- og bryndrekum. Þessar tölur eru að líkindum ýktar en myndefni eins og myndbönd úr drónum og gervihnattamyndir sýna að mannfall meðal Rússa hefur verið gífurlegt. Í nýjustu dagsskýrslu hugveitunnar er vísað í varaliðsmann úkraínska hersins um að svo virðist sem dregið hafi úr notkun Rússa á bryn- og skriðdrekum við Avdíka. Það gæti þýtt að Rússar séu að safna liði fyrir nýjar tilraunir til árása, þar sem útlit sé fyrir að frekara varalið hafi verið sent á vígstöðvarnar. Þar segir einnig að yfirmenn rússneska hersins muni þó vera í miklum vandræðum við að fylla upp í raðir sínar þegar kemur að skrið- og bryndrekum, vegna þess hve mörgum slíkum farartækjum hefur verið grandað við Avdívka. NEW: Heavy Russian equipment losses around #Avdiivka will likely undermine Russian offensive capabilities over the long term.Ukrainian forces marginally advanced on the east (left) bank of #Kherson Oblast and continued offensive operations near #Bakhmut and in western pic.twitter.com/YXa87Qel8q— ISW (@TheStudyofWar) October 27, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira