Ráðherrar og herforingjar sagðir deila um innrás Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2023 15:03 Ísraelskir hermenn við landamæri Gasastrandarinnar. Forsvarsmenn hersins eru sagðir hafa búið til innrásaráætlun en ríkisst´jornin hefur ekki samþykkt hana. AP/Ohad Zwigenberg Ísraelski herinn er tilbúinn til innrásar á Gasaströndina en ráðamenn ríkisins og æðstu leiðtogar hersins eru ósammála um hvernig innrásin ætti að fara fram og jafnvel hvort eigi að gera hana yfir höfuð. Þá er sagt ríkja trúnaðarleysi milli ráðamanna og herforingja. Samkvæmt heimildum New York Times innan ísraelska hersins og stjórnkerfis landsins, hafa þeir sem vilja bíða meðal annars áhyggjur af því að herinn myndi dragast inn í langvarandi og mannskæð átök við Hamas-liða og að Ísraelar myndu einnig lenda í átökum við Hezbollah í Líbanon. Hezbollah-samtökin eru talin töluvert öflugri en Hamas. Í þeim eru vígamenn sem hafa langa reynslu af átökum í Írak og Sýrlandi og eru samtökin talin eiga þúsundir eldflauga sem skotið yrði að borgum Ísraels. Hamas hafa skotið hundruðum eldflauga á Ísrael á undanförnum vikum en þeim myndi líklega fjölga mjög með innkomu Hezbolla í stríðið. Einnig er deilt um það hve umfangsmikil innrásin ætti að vera og hvort betra væri að gera nokkrar smáar í stað einnar stórrar. Þá vita ráðamenn ekki hverjir ættu að taka við stjórn Gasastrandarinnar ef Ísraelar hernema svæðið. Eftir mannskæða árás Hamas-liða á Ísrael þann 7. október lýstu Ísraelar því yfir að gert yrði útaf við Hamas-samtökin. Síðan þá hafa Ísraelar gert linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina og hafa einni gert stutt áhlaup á jörðu niðri. Þúsundir Palestínumanna eru sagðir liggja í valnum eftir árásirnar. Sjá einnig: Segja þrjú þúsund börn látin Innrás á Gasaströndina myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa þar, leiða til mun meira eignatjóns en hingað hefur sést og líklega myndu margir ísraelskir hermenn og Hamas-liðar verða felldir í átökum. Ísraelar yrðu í sérstökum vandræðum vegna umfangsmikilla neðanjarðargangna sem Hamas-liðar hafa grafið undir Gasaströndinni. Háttsettur þingmaður úr Likud-flokknum, flokki Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina skipaða mönnum með mismunandi skoðanir. Sumir haldi því fram að innrásin verði að hefjast og hægt sé að hugsa um næstu skref seinna. Danny Danon, áðurnefndur þingmaður sem situr í bæði utanríkismálanefnd og varnarmálanefnd þingsins, segir að markmiðin verði að vera skýr að hans mati. Þau verði að liggja fyrir áður en innrásin hefst. NYT segir forsvarsmenn hersins þegar hafa samið innrásaráætlun en Netanjahú hafi neitað að samþykkja hana, meðal annars vegna þess að hann vilji að meðlimir stríðsráðs sem hann myndaði eftir árásina 7. október, verði sammála um áætlunina. Þetta ku hafa reitt forsvarsmenn hersins til reiði. Greinendur sem rætt var við segja Netanjahú óttast að verða kennt um misheppnaða og langvarandi innrás á Gasaströndina, sérstaklega þar sem vinsældir hans hafa þegar minnkað til muna. Ísraelski miðillinn Haaretz birti í morgun niðurstöður könnunar sem bendir til að nærri því helmingur ísraelsku þjóðarinnar sé hlynntur því að bíða með innrásina. Fjórðungur vill hún verði gerð hið snarasta. Leggja mismikla áherslu á frelsu gísla Netanjahú hét því á miðvikudaginn að á sama tíma og kapp yrði lagt á að gera útaf við Hamas-samtökin yrði einnig reynt að frelsa alla gíslana í haldi samtakanna. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, nefndi það ekki í ræðu sem hann hélt degi síðar. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael.AP/Miriam Alster Netanjahú og aðrir í ríkisstjórn hans hafa deilt mjög við herinn á undanförnum mánuðum. Það má að miklu leyti rekja til þeirra breytinga sem Netanjahú ætlaði að gera á dómskerfi Ísraels. Það leiddi til þess að fjölmargir í varaliði Ísraels neituðu að mæta til vinnu. Þessar deilur hafa, samkvæmt heimildarmönnum NYT, leitt til þess að forsvarsmönnum hersins hefur verið bannað að taka upptökutæki með sér á ríkisstjórnarfundi. Herforingjarnir telja það vera tilraun til að takmarka möguleg sönnunargögn í væntanlegri rannsókn á því hvernig Hamas-liðar gátu ráðist á tuttugu bæi og herstöðvar í Ísrael og viðbrögðunum við árásinni. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Indverskir uppgjafarhermenn dæmdir til dauða í Katar Átta indverskir uppgjafarhermenn hafa verið dæmdir til dauða í Katar. Mennirnir hafi verið teknir höndum á síðasta ári og lágu undir grun fyrir njósnir. Hvorki yfirvöld í Katar né Indlandi hafa gefið opinberlega út hverjar sakirnar eru. 27. október 2023 13:46 Bandaríkjamenn gera árásir á skotmörk í Sýrlandi Bandaríski herinn gerði loftárásir á tvö skotmörk í Sýrlandi tengd Byltingarvarðsveit Íran (e. Revolutionary Guard Corps) nú í morgun. Reuters hefur eftir heimildarmanni að um hafi verið að ræða vopna- og skotfærageymslur. 27. október 2023 06:22 Hnitmiðuð aðgerð og undirbúningur fyrir næstu skref Ísraelsher virðist hafa farið inn á Gasa í nótt, meðal annars á skriðdrekum. Samkvæmt yfirlýsingu frá hernum var um að ræða hnitmiðaða árás á nokkur skotmörk og undirbúning fyrir „næsta stig“ aðgerða. 26. október 2023 07:11 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum New York Times innan ísraelska hersins og stjórnkerfis landsins, hafa þeir sem vilja bíða meðal annars áhyggjur af því að herinn myndi dragast inn í langvarandi og mannskæð átök við Hamas-liða og að Ísraelar myndu einnig lenda í átökum við Hezbollah í Líbanon. Hezbollah-samtökin eru talin töluvert öflugri en Hamas. Í þeim eru vígamenn sem hafa langa reynslu af átökum í Írak og Sýrlandi og eru samtökin talin eiga þúsundir eldflauga sem skotið yrði að borgum Ísraels. Hamas hafa skotið hundruðum eldflauga á Ísrael á undanförnum vikum en þeim myndi líklega fjölga mjög með innkomu Hezbolla í stríðið. Einnig er deilt um það hve umfangsmikil innrásin ætti að vera og hvort betra væri að gera nokkrar smáar í stað einnar stórrar. Þá vita ráðamenn ekki hverjir ættu að taka við stjórn Gasastrandarinnar ef Ísraelar hernema svæðið. Eftir mannskæða árás Hamas-liða á Ísrael þann 7. október lýstu Ísraelar því yfir að gert yrði útaf við Hamas-samtökin. Síðan þá hafa Ísraelar gert linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina og hafa einni gert stutt áhlaup á jörðu niðri. Þúsundir Palestínumanna eru sagðir liggja í valnum eftir árásirnar. Sjá einnig: Segja þrjú þúsund börn látin Innrás á Gasaströndina myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa þar, leiða til mun meira eignatjóns en hingað hefur sést og líklega myndu margir ísraelskir hermenn og Hamas-liðar verða felldir í átökum. Ísraelar yrðu í sérstökum vandræðum vegna umfangsmikilla neðanjarðargangna sem Hamas-liðar hafa grafið undir Gasaströndinni. Háttsettur þingmaður úr Likud-flokknum, flokki Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina skipaða mönnum með mismunandi skoðanir. Sumir haldi því fram að innrásin verði að hefjast og hægt sé að hugsa um næstu skref seinna. Danny Danon, áðurnefndur þingmaður sem situr í bæði utanríkismálanefnd og varnarmálanefnd þingsins, segir að markmiðin verði að vera skýr að hans mati. Þau verði að liggja fyrir áður en innrásin hefst. NYT segir forsvarsmenn hersins þegar hafa samið innrásaráætlun en Netanjahú hafi neitað að samþykkja hana, meðal annars vegna þess að hann vilji að meðlimir stríðsráðs sem hann myndaði eftir árásina 7. október, verði sammála um áætlunina. Þetta ku hafa reitt forsvarsmenn hersins til reiði. Greinendur sem rætt var við segja Netanjahú óttast að verða kennt um misheppnaða og langvarandi innrás á Gasaströndina, sérstaklega þar sem vinsældir hans hafa þegar minnkað til muna. Ísraelski miðillinn Haaretz birti í morgun niðurstöður könnunar sem bendir til að nærri því helmingur ísraelsku þjóðarinnar sé hlynntur því að bíða með innrásina. Fjórðungur vill hún verði gerð hið snarasta. Leggja mismikla áherslu á frelsu gísla Netanjahú hét því á miðvikudaginn að á sama tíma og kapp yrði lagt á að gera útaf við Hamas-samtökin yrði einnig reynt að frelsa alla gíslana í haldi samtakanna. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, nefndi það ekki í ræðu sem hann hélt degi síðar. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael.AP/Miriam Alster Netanjahú og aðrir í ríkisstjórn hans hafa deilt mjög við herinn á undanförnum mánuðum. Það má að miklu leyti rekja til þeirra breytinga sem Netanjahú ætlaði að gera á dómskerfi Ísraels. Það leiddi til þess að fjölmargir í varaliði Ísraels neituðu að mæta til vinnu. Þessar deilur hafa, samkvæmt heimildarmönnum NYT, leitt til þess að forsvarsmönnum hersins hefur verið bannað að taka upptökutæki með sér á ríkisstjórnarfundi. Herforingjarnir telja það vera tilraun til að takmarka möguleg sönnunargögn í væntanlegri rannsókn á því hvernig Hamas-liðar gátu ráðist á tuttugu bæi og herstöðvar í Ísrael og viðbrögðunum við árásinni.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Indverskir uppgjafarhermenn dæmdir til dauða í Katar Átta indverskir uppgjafarhermenn hafa verið dæmdir til dauða í Katar. Mennirnir hafi verið teknir höndum á síðasta ári og lágu undir grun fyrir njósnir. Hvorki yfirvöld í Katar né Indlandi hafa gefið opinberlega út hverjar sakirnar eru. 27. október 2023 13:46 Bandaríkjamenn gera árásir á skotmörk í Sýrlandi Bandaríski herinn gerði loftárásir á tvö skotmörk í Sýrlandi tengd Byltingarvarðsveit Íran (e. Revolutionary Guard Corps) nú í morgun. Reuters hefur eftir heimildarmanni að um hafi verið að ræða vopna- og skotfærageymslur. 27. október 2023 06:22 Hnitmiðuð aðgerð og undirbúningur fyrir næstu skref Ísraelsher virðist hafa farið inn á Gasa í nótt, meðal annars á skriðdrekum. Samkvæmt yfirlýsingu frá hernum var um að ræða hnitmiðaða árás á nokkur skotmörk og undirbúning fyrir „næsta stig“ aðgerða. 26. október 2023 07:11 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Sjá meira
Indverskir uppgjafarhermenn dæmdir til dauða í Katar Átta indverskir uppgjafarhermenn hafa verið dæmdir til dauða í Katar. Mennirnir hafi verið teknir höndum á síðasta ári og lágu undir grun fyrir njósnir. Hvorki yfirvöld í Katar né Indlandi hafa gefið opinberlega út hverjar sakirnar eru. 27. október 2023 13:46
Bandaríkjamenn gera árásir á skotmörk í Sýrlandi Bandaríski herinn gerði loftárásir á tvö skotmörk í Sýrlandi tengd Byltingarvarðsveit Íran (e. Revolutionary Guard Corps) nú í morgun. Reuters hefur eftir heimildarmanni að um hafi verið að ræða vopna- og skotfærageymslur. 27. október 2023 06:22
Hnitmiðuð aðgerð og undirbúningur fyrir næstu skref Ísraelsher virðist hafa farið inn á Gasa í nótt, meðal annars á skriðdrekum. Samkvæmt yfirlýsingu frá hernum var um að ræða hnitmiðaða árás á nokkur skotmörk og undirbúning fyrir „næsta stig“ aðgerða. 26. október 2023 07:11