Þekkir ÞÚ einkenni slags? Marianne E. Klinke skrifar 29. október 2023 11:01 Heilaslag, einnig kallað slag eða heilablóðfall, er neyðartilvik. Fyrstu viðbrögð við einkennum slags eiga að vera að hringja í Neyðarlínuna og koma fólki tafarlaust á spítala en það skiptir verulegu máli fyrir batahorfur og lífsgæði eftir slag. Því fyrr sem sjúklingur með slag fær meðferð því betri líkur eru á góðum bata. Þess vegna er talað um að „tímatap er heilatap“. Heilaslag hefur mikil áhrif á einstaklinga og samfélagið í heild. Áætlað er að einn af hverjum fjórum einstaklingum fái heilaslag á lífsleiðinni. Það er önnur helsta orsök færnisskerðingar og þriðja helsta orsök dauðsfalla í heiminum. Máttleysi, lömun og óskýrt tal Í dag, á alþjóðlega slagdeginum, er tilvalið að nota tækifærið og minna á algengustu einkenni slags. Til þess að muna og bera kennsl á einkenni slags er notast við FAST skammstöfunina sem stendur fyrir ensku orðin Face, Arm, Speech, Time. Til gamans gætum við þýtt það sem Fés, Arm, Setningarugl og Tíma. Megineinkenni sem koma fram í FAST eru: F - Lömun í andliti. Ef þig grunar slag getur þú beðið einstaklinginn um að brosa, ef munnur eða auga síga niðuur öðru megin er líklegt að einstaklingurinn sé að fá slag. A - Máttleysi í handlegg. Þá getur þú beðið einstaklinginn að halda höndunum uppi. Ef annar handleggurinn sígur niður eða lyftist ekki upp getur það einnig verið merki um slag. S - Óskýrt tal. Biddu einstaklinginn að fara með einfalda setningu. Ef setningin kemur út óskýrt eða ef einstaklingurinn veit ekki hvað á að segja gæti það bent til slags. T - Tíminn skiptir öllu máli! Ef þú verður vitni að eða upplifir eitthvað af þessum einkennum skal hringja strax í 112 og biðja um sjúkrabíl. Það skiptir engu þótt ekki sé um verki að ræða - langflest heilaslög eru verkjalaus. Mikilvægt að kenna börnunum Það er mikilvægt að öll fjölskyldan þekki einkenni heilaslags og eins og með svo margt annað er gott að kenna börnunum. Þar kemur fræðsluverkefnið um FAST 112 hetjurnar sterkt til sögunnar en þar læra börnin um FAST einkennin í gengum teiknimyndahetjur; Friðrik Fyndna Fés, Arnór Arm, Soffía Söngkonu og Tómas Tímanlega. FAST hetju verkefnið er alþjóðlegt og margverðlaunað verkefni sem nýtur stuðnings alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, alþjóðlegu slagsamtakanna og Heilaheilla á Íslandi. Í áætlun Evrópusambandsins, „Heilbrigðari saman“ árið 2022, var FAST hetjuverkefnið tiltekið sem eitt af fimm mikilvægum heilsu- og menntaverkefnum sem mælt er með að stutt sé við. Nú þegar hefur verkefnið verið kennt í fjölda skóla hérlendis og nær 3000 íslensk börn hafa tekið þátt um land allt. Markmiðið er að kenna börnum á aldrinum 5-9 ára einkenni slags og viðbrögð við þeim m.a. í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, leiki og verkefni. Börnin skemmta sér og eflast í að hringja í Neyðarlínuna – á svipaðan hátt og er með 112 verkefnið. Börnin eru svo hvött til að miðla þekkingu sinni áfram, til foreldra, ömmu og afa, og þannig næst dreifing út í samfélagið. Foreldrar eru virkjaðir m.a. með því að nota gagnvirka vefsíðu, en einnig með persónulegu slagtengdu efni sem er gert af börnunum. Börnin teikna hetjurnar og útbúa spjöld sem hægt er að leika með og sýna FAST einkenni og rétt viðbrögð. Þátttaka er auðveld þar sem allt FAST námsefnið er á íslensku, það er einfalt í notkun og er skólum og kennurum að kostnaðarlausu. En nú þegar hafa yfir 250.000 börn frá hinum ýmsu löndum tekið þátt í verkefninu og sýna niðurstöður rannsókna að fræðslan er áhrifarík. Þekking barna og foreldra um einkenni slags hefur aukist með þátttöku í verkefninu. Á alþjóðlega slagdeginum sem er í dag, 29. október, hvet ég fólk til að kynna sér einkenni heilaslags og hvet jafnframt kennara og skólastjórnendur til að taka þátt í FAST hetju verkefninu. Vitundarvakning er nauðsynleg til að ná fólki á spítala í tæka tíð svo slagmeðferð gagnist sem best. Allar upplýsingar um verkefnið má finna á fastheroes.com Höfundur greinarinnar er prófessor við hjúkrunar- og ljósmæðradeild Háskóla Íslands og forstöðurmaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfinga sjúklinga á Landspítala. Hún er stýrir einnig FAST 112 hetjuverkefninu hér á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Heilaslag, einnig kallað slag eða heilablóðfall, er neyðartilvik. Fyrstu viðbrögð við einkennum slags eiga að vera að hringja í Neyðarlínuna og koma fólki tafarlaust á spítala en það skiptir verulegu máli fyrir batahorfur og lífsgæði eftir slag. Því fyrr sem sjúklingur með slag fær meðferð því betri líkur eru á góðum bata. Þess vegna er talað um að „tímatap er heilatap“. Heilaslag hefur mikil áhrif á einstaklinga og samfélagið í heild. Áætlað er að einn af hverjum fjórum einstaklingum fái heilaslag á lífsleiðinni. Það er önnur helsta orsök færnisskerðingar og þriðja helsta orsök dauðsfalla í heiminum. Máttleysi, lömun og óskýrt tal Í dag, á alþjóðlega slagdeginum, er tilvalið að nota tækifærið og minna á algengustu einkenni slags. Til þess að muna og bera kennsl á einkenni slags er notast við FAST skammstöfunina sem stendur fyrir ensku orðin Face, Arm, Speech, Time. Til gamans gætum við þýtt það sem Fés, Arm, Setningarugl og Tíma. Megineinkenni sem koma fram í FAST eru: F - Lömun í andliti. Ef þig grunar slag getur þú beðið einstaklinginn um að brosa, ef munnur eða auga síga niðuur öðru megin er líklegt að einstaklingurinn sé að fá slag. A - Máttleysi í handlegg. Þá getur þú beðið einstaklinginn að halda höndunum uppi. Ef annar handleggurinn sígur niður eða lyftist ekki upp getur það einnig verið merki um slag. S - Óskýrt tal. Biddu einstaklinginn að fara með einfalda setningu. Ef setningin kemur út óskýrt eða ef einstaklingurinn veit ekki hvað á að segja gæti það bent til slags. T - Tíminn skiptir öllu máli! Ef þú verður vitni að eða upplifir eitthvað af þessum einkennum skal hringja strax í 112 og biðja um sjúkrabíl. Það skiptir engu þótt ekki sé um verki að ræða - langflest heilaslög eru verkjalaus. Mikilvægt að kenna börnunum Það er mikilvægt að öll fjölskyldan þekki einkenni heilaslags og eins og með svo margt annað er gott að kenna börnunum. Þar kemur fræðsluverkefnið um FAST 112 hetjurnar sterkt til sögunnar en þar læra börnin um FAST einkennin í gengum teiknimyndahetjur; Friðrik Fyndna Fés, Arnór Arm, Soffía Söngkonu og Tómas Tímanlega. FAST hetju verkefnið er alþjóðlegt og margverðlaunað verkefni sem nýtur stuðnings alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, alþjóðlegu slagsamtakanna og Heilaheilla á Íslandi. Í áætlun Evrópusambandsins, „Heilbrigðari saman“ árið 2022, var FAST hetjuverkefnið tiltekið sem eitt af fimm mikilvægum heilsu- og menntaverkefnum sem mælt er með að stutt sé við. Nú þegar hefur verkefnið verið kennt í fjölda skóla hérlendis og nær 3000 íslensk börn hafa tekið þátt um land allt. Markmiðið er að kenna börnum á aldrinum 5-9 ára einkenni slags og viðbrögð við þeim m.a. í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, leiki og verkefni. Börnin skemmta sér og eflast í að hringja í Neyðarlínuna – á svipaðan hátt og er með 112 verkefnið. Börnin eru svo hvött til að miðla þekkingu sinni áfram, til foreldra, ömmu og afa, og þannig næst dreifing út í samfélagið. Foreldrar eru virkjaðir m.a. með því að nota gagnvirka vefsíðu, en einnig með persónulegu slagtengdu efni sem er gert af börnunum. Börnin teikna hetjurnar og útbúa spjöld sem hægt er að leika með og sýna FAST einkenni og rétt viðbrögð. Þátttaka er auðveld þar sem allt FAST námsefnið er á íslensku, það er einfalt í notkun og er skólum og kennurum að kostnaðarlausu. En nú þegar hafa yfir 250.000 börn frá hinum ýmsu löndum tekið þátt í verkefninu og sýna niðurstöður rannsókna að fræðslan er áhrifarík. Þekking barna og foreldra um einkenni slags hefur aukist með þátttöku í verkefninu. Á alþjóðlega slagdeginum sem er í dag, 29. október, hvet ég fólk til að kynna sér einkenni heilaslags og hvet jafnframt kennara og skólastjórnendur til að taka þátt í FAST hetju verkefninu. Vitundarvakning er nauðsynleg til að ná fólki á spítala í tæka tíð svo slagmeðferð gagnist sem best. Allar upplýsingar um verkefnið má finna á fastheroes.com Höfundur greinarinnar er prófessor við hjúkrunar- og ljósmæðradeild Háskóla Íslands og forstöðurmaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfinga sjúklinga á Landspítala. Hún er stýrir einnig FAST 112 hetjuverkefninu hér á Íslandi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar