Spænska kirkjan: 440 þúsund börn beitt kynferðislegu ofbeldi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. október 2023 14:31 Frá biskupsvígslu í San Sebastian á Norður-Spáni í desember 2022. Biskuparáðið á Spáni kemur saman á mánudag til að ræða skýrslu Umboðsmanns almennings sem kynnt var í gær, en þar er líkum leitt að því að kirkjunnar menn hafi frá því árið 1930 brotið kynferðislega á rúmlega 440.000 börnum. Getty Images Meira en 400.000 börn hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af kirkjunnar mönnum á Spáni á síðustu áratugum. Þetta er mesti fjöldi fórnarlamba í nokkru landi í hinum kaþólska heimi. Prestar nauðguðu helming barnanna Umboðsmaður almennings kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar í gær en hún hefur staðið yfir í 18 mánuði. Í rannsóknarskýrslunni, sem telur 779 blaðsíður, kemur fram að samkvæmt umfangsmikilli könnun á meðal núlifandi Spánverja á aldrinum 18 til 90 ára, hefur 1,13% af spænsku þjóðinni orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu kirkjunnar manna. Það jafngildir því að 440.000 börn hafi verið beitt ofbeldi. Þar af hafa 220.000 börn verið beitt kynferðislegu ofbeldi af prestum og hinn helmingurinn af leikmönnum kirkjunnar, flest af kennurum, en kirkjan rekur þúsundir skóla í landinu. Úrtak könnunarinnar voru 8.000 manns. Meirihluta barnanna voru drengir, eða um 65%. Umboðsmaður almennings, Ángel Gabilondo, kynnir skýrslu um kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar í spænska þinginu í gær.Jesus Hellin/Europa Press via Getty Images Viðtöl við tæplega 500 fórnarlömb kirkjunnar Í skýrslunni eru rakin viðtöl við tæplega 500 fórnarlömb kirkjunnar manna og segir umboðsmaður almennings að ljóst sé að lífi og tilveru fjölda barna hafi bókstaflega verið rústað af þessum körlum sem falið var að gæta barnanna og velferðar þeirra. Hann leggur til við stjórnvöld að komið verði á fót sjóði sem falið verði að greiða fórnarlömbum kirkjunnar bætur. Hvergi í hinum kaþólska heimi hefur verið upplýst um viðlíka fjölda fórnarlamba kirkjunnar. Fyrir tveimur árum var sambærileg könnun gerð opinber í Frakklandi og þar reyndust fórnarlömbin vera um 330.000 börn. Kirkjan hefur alltaf hafnað ásökunum um ofbeldi Kaþólska kirkjan á Spáni hefur um langt árabil barist gegn því að kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar verði rannsakað og borið því við að tilfellin séu svo fá að ekki taki því að rannsaka það. Umboðsmaður almennings sagði á fundinum í gær þegar skýrslan var kynnt að margir biskupar kirkjunnar hafi verið afar tregir til samstarfs við þessa rannsókn. Biskuparáð kaþólsku kirkjunnar hefur boðað til fundar á mánudag til að ræða skýrsluna. Spánn Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira
Prestar nauðguðu helming barnanna Umboðsmaður almennings kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar í gær en hún hefur staðið yfir í 18 mánuði. Í rannsóknarskýrslunni, sem telur 779 blaðsíður, kemur fram að samkvæmt umfangsmikilli könnun á meðal núlifandi Spánverja á aldrinum 18 til 90 ára, hefur 1,13% af spænsku þjóðinni orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu kirkjunnar manna. Það jafngildir því að 440.000 börn hafi verið beitt ofbeldi. Þar af hafa 220.000 börn verið beitt kynferðislegu ofbeldi af prestum og hinn helmingurinn af leikmönnum kirkjunnar, flest af kennurum, en kirkjan rekur þúsundir skóla í landinu. Úrtak könnunarinnar voru 8.000 manns. Meirihluta barnanna voru drengir, eða um 65%. Umboðsmaður almennings, Ángel Gabilondo, kynnir skýrslu um kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar í spænska þinginu í gær.Jesus Hellin/Europa Press via Getty Images Viðtöl við tæplega 500 fórnarlömb kirkjunnar Í skýrslunni eru rakin viðtöl við tæplega 500 fórnarlömb kirkjunnar manna og segir umboðsmaður almennings að ljóst sé að lífi og tilveru fjölda barna hafi bókstaflega verið rústað af þessum körlum sem falið var að gæta barnanna og velferðar þeirra. Hann leggur til við stjórnvöld að komið verði á fót sjóði sem falið verði að greiða fórnarlömbum kirkjunnar bætur. Hvergi í hinum kaþólska heimi hefur verið upplýst um viðlíka fjölda fórnarlamba kirkjunnar. Fyrir tveimur árum var sambærileg könnun gerð opinber í Frakklandi og þar reyndust fórnarlömbin vera um 330.000 börn. Kirkjan hefur alltaf hafnað ásökunum um ofbeldi Kaþólska kirkjan á Spáni hefur um langt árabil barist gegn því að kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar verði rannsakað og borið því við að tilfellin séu svo fá að ekki taki því að rannsaka það. Umboðsmaður almennings sagði á fundinum í gær þegar skýrslan var kynnt að margir biskupar kirkjunnar hafi verið afar tregir til samstarfs við þessa rannsókn. Biskuparáð kaþólsku kirkjunnar hefur boðað til fundar á mánudag til að ræða skýrsluna.
Spánn Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira