Lífið

Ken af­henti Bar­bí lykla­völdin að for­stjóra­skrif­stofunni

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Í dag er árshátíð á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Í dag er árshátíð á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Facebook/Gylfi Ólafsson

Gylfi Ólfasson, fráfarandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, afhenti Hildi Elísabetu Pétursdóttur, tímabundnum forstjóra, lyklavöldin í gær, í búningi Ken. Hildur Elísabet var klædd eins og Barbí.

Gylfi lét af störfum í september og Hildur Elísabet tekur við tímabundið sem forstjóri. Hún var áður framkvæmdastjóri hjúkrunar en gert er ráð fyrir því að nýr forstjóri verði skipaður snemma næsta árs.

Þegar lyklaskiptin að forstjóraskrifstofunni fóru fram vildi svo til að þann daginn var Barbí-þema á vinnustaðnum vegna árshátíðar sem haldin verður í kvöld, laugardag. Gylfi segist viss um að Hildur Elísabet muni standa sig vel en sjálfur mun hann setjast við skriftir. Hann greinir frá lyklaskiptunum skrautlegu á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×