Gerðu árásir á 600 skotmörk á síðustu 24 klukkustundum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. október 2023 06:48 Menn syrgja látið barn við líkhús í Khan Younis. AP/Fatima Shbair Ísraelsher segist hafa gert árásir á um 600 skotmörk á síðustu 24 klukkustundum, meðal annars í nágrenni við Al-Azhar háskólanum sem stendur nærri miðborg Gasa borgar. Að sögn talsmanna hersins voru vopnageymslur, felustaðir og fundarstaðir Hamas meðal skotmarka. Ísraelar virðast einnig hafa gert árásir á skotmörk í Sýrlandi og Líbanon um helgina auk þess sem fregnir hafa borist af tveimur aðgerðum í Jenin-flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum. Tveir Palestínumenn eru sagðir hafa látist. Frásögnum af aðgerðunum ber ekki saman en samkvæmt palestínska ríkismiðlinum WAFA var um 100 brynvörðum farartækjum ekið inn í búðirnar. Þá segir Al Jazeera að Ísraelher hafi neytt fjölskyldur til að rýma fjölbýlishús í Jenin og tekið af rafmagnið. Vatnsskortur hefur neytt íbúa Gasa til að þvo föt sín og eldhústól í sjónum.AP/Mohammed Dahman Jerusalem Post segir að komið hafi til átaka á milli Ísraelshers og „palestínskra hryðjuverkamanna“ en herinn hefur ekki tjáð sig um aðgerðir á Vesturbakkanum. Reuters hefur eftir íbúum í norðurhluta Gasa að merkjanleg aukning hafi orðið á loftárásum og öðrum sprengingum í morgun. Árásirnar eru sagðar hafa hæft skotmörk nærri Shifa og Al-Quds sjúkrahúsunum. Þá segir að komið hafi til átaka milli hersveita Ísrael og palestínskra bardagamanna austur af borginni Khan Younis. Fregnirnar eru hafðar eftir palestínskum heimildum. Samkvæmt Reuters hafa hvorki Hamas né Ísraelsher tjáð sig um átökin. Þúsundir stuðningsmanna trúarlega stjórnmálaflokksins Jamat-e-Islami tóku þátt í mótmælum gegn aðgerðum Ísraelshers í Islamabad í Pakistan.AP/W.K. Yousafizai Sameinuðu þjóðirnar segja 33 flutningabifreiðum til viðbótar hafa verið hleypt inn á Gasa með hjálpargögn, þar á meðal mat- og hreinlætisvörur. Um fimmtán bifreiðar eru sagðar hafa flutt heilbrigðisgögn. Um 117 eða 118 flutningabifreiðar alls hafa farið yfir landamærin en þar af fluttu að minnsta kosti 70 heilbrigðisgögn og þrettán vatn og hreinlætisvörur. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, í gær. Er hann sagður hafa ítrekað þá afstöðu Bandaríkjanna að Ísraelar hefðu fullan rétt að verja sig en að það þyrfti að gera þannig að aðgerðir beindust ekki að almennum borgurum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Palestína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Að sögn talsmanna hersins voru vopnageymslur, felustaðir og fundarstaðir Hamas meðal skotmarka. Ísraelar virðast einnig hafa gert árásir á skotmörk í Sýrlandi og Líbanon um helgina auk þess sem fregnir hafa borist af tveimur aðgerðum í Jenin-flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum. Tveir Palestínumenn eru sagðir hafa látist. Frásögnum af aðgerðunum ber ekki saman en samkvæmt palestínska ríkismiðlinum WAFA var um 100 brynvörðum farartækjum ekið inn í búðirnar. Þá segir Al Jazeera að Ísraelher hafi neytt fjölskyldur til að rýma fjölbýlishús í Jenin og tekið af rafmagnið. Vatnsskortur hefur neytt íbúa Gasa til að þvo föt sín og eldhústól í sjónum.AP/Mohammed Dahman Jerusalem Post segir að komið hafi til átaka á milli Ísraelshers og „palestínskra hryðjuverkamanna“ en herinn hefur ekki tjáð sig um aðgerðir á Vesturbakkanum. Reuters hefur eftir íbúum í norðurhluta Gasa að merkjanleg aukning hafi orðið á loftárásum og öðrum sprengingum í morgun. Árásirnar eru sagðar hafa hæft skotmörk nærri Shifa og Al-Quds sjúkrahúsunum. Þá segir að komið hafi til átaka milli hersveita Ísrael og palestínskra bardagamanna austur af borginni Khan Younis. Fregnirnar eru hafðar eftir palestínskum heimildum. Samkvæmt Reuters hafa hvorki Hamas né Ísraelsher tjáð sig um átökin. Þúsundir stuðningsmanna trúarlega stjórnmálaflokksins Jamat-e-Islami tóku þátt í mótmælum gegn aðgerðum Ísraelshers í Islamabad í Pakistan.AP/W.K. Yousafizai Sameinuðu þjóðirnar segja 33 flutningabifreiðum til viðbótar hafa verið hleypt inn á Gasa með hjálpargögn, þar á meðal mat- og hreinlætisvörur. Um fimmtán bifreiðar eru sagðar hafa flutt heilbrigðisgögn. Um 117 eða 118 flutningabifreiðar alls hafa farið yfir landamærin en þar af fluttu að minnsta kosti 70 heilbrigðisgögn og þrettán vatn og hreinlætisvörur. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, í gær. Er hann sagður hafa ítrekað þá afstöðu Bandaríkjanna að Ísraelar hefðu fullan rétt að verja sig en að það þyrfti að gera þannig að aðgerðir beindust ekki að almennum borgurum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Palestína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira