Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar Þóra Leósdóttir skrifar 30. október 2023 07:30 Þann 27. október ár hvert halda iðjuþjálfar um allan heim upp á alþjóðlegan dag iðjuþjálfunar. Heimssamband iðjuþjálfa (World Federation of Occupational Therapists) hvetur iðjuþjálfa til þess að kynna fagið á fjölbreyttum starfsvettvangi og í fræðasamfélaginu. Á heimsvísu eru iðjuþjálfar um 650 þúsund talsins. Yfirskrift dagsins í ár var „Samstaða og samfélag“ (e. Unity through Community). Iðjuþjálfafélag Íslands er fag- og stéttarfélag sem var stofnað 1976 af tíu frumkvöðlum, í dag er félagsfólk um 400 talsins. Félagið er eitt af aðildarfélögum BHM og er í hópi níu aðildarfélaga innan heilbrigðisgreina í bandalaginu. Nám í iðjuþjálfun fer fram við Háskólann á Akureyri og lýkur með BSc gráðu auk þess sem krafist er 60 ECTS eininga diplómanáms á meistarastigi til starfsréttinda. Til þess að starfa sem iðjuþjálfi hér á landi þarf starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Iðjuþjálfar hafa þannig fjögurra ára háskólanám að baki hið minnsta. Iðjuþjálfar víða um land nýttu daginn til að kynna fagið á sínum vinnustöðum. Má þar nefna Landspítala háskólasjúkrahús og Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Í tilefni af alþjóðlegum degi stóð fræðslunefnd félagsins fyrir málþingi og var það vel sótt. Á málþinginu voru kynnt verkefni og rannsóknir sem ríma við yfirskrift dagsins. Helga Sif Pétursdóttir iðjuþjálfi og meistaranemi í heilbrigðisvísindum kynnti fyrstu niðurstöður rannsóknar sinnar á þýðingu og staðfæringu matslista um kulnun í foreldrahlutverkinu. Carmen Fuch iðjuþjálfi kynnti verkefnið „Þroskafjör“ á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Markmið vekrefnisins er að gefa börnum flóttafólks kost á að taka þátt í leik og iðju sem eflir þroska, þátttöku í leik og tengslamyndun. Gunnhildur Gísladóttir iðjuþjálfi og sérfræðingur í vinnuvernd hélt erindi um starf iðjuþjálfa á verkfræðistofu þar sem sjónum er beint að mikilvægi þess að vanda vel til hönnunar og aðbúnaðar til að tryggja sem besta líðan fólks og líkamsbeitingu við störf, þannig að koma megi í veg fyrir stoðkerfisvanda. Fram kom að 60% veikindafjarvista starfsfólks í Evrópu megi rekja til slíks heilsufarsvanda. Iðjuþjálfar hér á landi fögnuðu deginum í skugga stríðsreksturs og átaka. Í lok málþingsins var eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands lesin upp: Yfirlýsing frá Iðjuþjálfafélagi Íslands Málþing í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar: „Samstaða og samfélag“ Stríð og hryðjuverk ógna mannréttindum, lífi og heilsu fólks. Átök bitna mest á almennum borgurum með hörmulegum og langvarandi afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélög. Öryggi sem og venjur hversdagsins eru hrifsaðar af fólki, tækifæri til þátttöku og iðju verða að engu. Undir öllum kringumstæðum skal virða alþjóðalög og útvega fólki neyðaraðstoð, tryggja öryggi og aðgengi að brýnni heilbrigðisþjónustu. Stríðsátök koma hvað harðast niður á konum, börnum og fötluðu fólki. Veita þarf þeim sérstaka vernd. Árásir á skóla, heilbrigðisstarfsfólk og sjúkrahús eru algerlega óásættanlegar og þeim verður að linna. Iðjuþjálfafélag Íslands fordæmir með öllu hryðjuverk og stríðsátök hvar sem er í heiminum. Félagið vill með þessari yfirlýsingu sýna almennum borgurum í Úkraínu, Palestínu og Ísrael sem og þeim sem lifa á öðrum stríðshrjáðum svæðum stuðning. Hugur okkar er hjá iðjuþjálfum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem sinnir störfum sínum við þessar erfiðu og lífshættulegu aðstæður. Vegna átakanna munu félagar okkar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs ekki fagna alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar líkt og við sem búum á Norðurlöndunum. Iðjuþjálfafélag Íslands skorar á íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu gegn stríðsglæpum, taka þátt í samtali og stuðla að friði á alþjóðavísu auk þess að leggja sitt af mörkum til mannúðarhjálpar á átakasvæðum. Reykjavík 27. október 2023 Stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þann 27. október ár hvert halda iðjuþjálfar um allan heim upp á alþjóðlegan dag iðjuþjálfunar. Heimssamband iðjuþjálfa (World Federation of Occupational Therapists) hvetur iðjuþjálfa til þess að kynna fagið á fjölbreyttum starfsvettvangi og í fræðasamfélaginu. Á heimsvísu eru iðjuþjálfar um 650 þúsund talsins. Yfirskrift dagsins í ár var „Samstaða og samfélag“ (e. Unity through Community). Iðjuþjálfafélag Íslands er fag- og stéttarfélag sem var stofnað 1976 af tíu frumkvöðlum, í dag er félagsfólk um 400 talsins. Félagið er eitt af aðildarfélögum BHM og er í hópi níu aðildarfélaga innan heilbrigðisgreina í bandalaginu. Nám í iðjuþjálfun fer fram við Háskólann á Akureyri og lýkur með BSc gráðu auk þess sem krafist er 60 ECTS eininga diplómanáms á meistarastigi til starfsréttinda. Til þess að starfa sem iðjuþjálfi hér á landi þarf starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Iðjuþjálfar hafa þannig fjögurra ára háskólanám að baki hið minnsta. Iðjuþjálfar víða um land nýttu daginn til að kynna fagið á sínum vinnustöðum. Má þar nefna Landspítala háskólasjúkrahús og Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Í tilefni af alþjóðlegum degi stóð fræðslunefnd félagsins fyrir málþingi og var það vel sótt. Á málþinginu voru kynnt verkefni og rannsóknir sem ríma við yfirskrift dagsins. Helga Sif Pétursdóttir iðjuþjálfi og meistaranemi í heilbrigðisvísindum kynnti fyrstu niðurstöður rannsóknar sinnar á þýðingu og staðfæringu matslista um kulnun í foreldrahlutverkinu. Carmen Fuch iðjuþjálfi kynnti verkefnið „Þroskafjör“ á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Markmið vekrefnisins er að gefa börnum flóttafólks kost á að taka þátt í leik og iðju sem eflir þroska, þátttöku í leik og tengslamyndun. Gunnhildur Gísladóttir iðjuþjálfi og sérfræðingur í vinnuvernd hélt erindi um starf iðjuþjálfa á verkfræðistofu þar sem sjónum er beint að mikilvægi þess að vanda vel til hönnunar og aðbúnaðar til að tryggja sem besta líðan fólks og líkamsbeitingu við störf, þannig að koma megi í veg fyrir stoðkerfisvanda. Fram kom að 60% veikindafjarvista starfsfólks í Evrópu megi rekja til slíks heilsufarsvanda. Iðjuþjálfar hér á landi fögnuðu deginum í skugga stríðsreksturs og átaka. Í lok málþingsins var eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands lesin upp: Yfirlýsing frá Iðjuþjálfafélagi Íslands Málþing í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar: „Samstaða og samfélag“ Stríð og hryðjuverk ógna mannréttindum, lífi og heilsu fólks. Átök bitna mest á almennum borgurum með hörmulegum og langvarandi afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélög. Öryggi sem og venjur hversdagsins eru hrifsaðar af fólki, tækifæri til þátttöku og iðju verða að engu. Undir öllum kringumstæðum skal virða alþjóðalög og útvega fólki neyðaraðstoð, tryggja öryggi og aðgengi að brýnni heilbrigðisþjónustu. Stríðsátök koma hvað harðast niður á konum, börnum og fötluðu fólki. Veita þarf þeim sérstaka vernd. Árásir á skóla, heilbrigðisstarfsfólk og sjúkrahús eru algerlega óásættanlegar og þeim verður að linna. Iðjuþjálfafélag Íslands fordæmir með öllu hryðjuverk og stríðsátök hvar sem er í heiminum. Félagið vill með þessari yfirlýsingu sýna almennum borgurum í Úkraínu, Palestínu og Ísrael sem og þeim sem lifa á öðrum stríðshrjáðum svæðum stuðning. Hugur okkar er hjá iðjuþjálfum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem sinnir störfum sínum við þessar erfiðu og lífshættulegu aðstæður. Vegna átakanna munu félagar okkar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs ekki fagna alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar líkt og við sem búum á Norðurlöndunum. Iðjuþjálfafélag Íslands skorar á íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu gegn stríðsglæpum, taka þátt í samtali og stuðla að friði á alþjóðavísu auk þess að leggja sitt af mörkum til mannúðarhjálpar á átakasvæðum. Reykjavík 27. október 2023 Stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun