Majónes í kaffið strákurinn átti magnaðan fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2023 12:01 Will Levis er hér til hægri númer átta en hann leiddi Tennessee Titans til sigurs í sínum fyrsta NFL-leik og átti fjórar snertimarksendingar. Getty/Wesley Hitt Meistarar Kansas City Chiefs töpuðu óvænt í NFL-deildinni í Denver í gær og taphrina San Francisco 49ers hélt áfram og er nú komin upp í þrjá leiki í röð. Maður helgarinnar var aftur á móti nýliðinn sem var „niðurlægður“ í nýliðavalinu. Leikstjórnandinn Will Levis fékk loksins sitt fyrsta tækifæri með Tennessee Titans í gær en hann þurfti að bíða fram í áttundu viku til að fá að spila leik í deildinni. Levis vakti mikla athygli þegar hvert liðið á fætur öðru ákvað að velja hann ekki í nýliðavalinu en hann þurfti að upplifa þau vonbrigði með myndavélarnar á sér í græna herberginu. Á endanum voru það Titans sem veðjuðu á hann en þó ekki fyrr en í annarri umferð eða með 33. valréttinum. FOUR TDS FOR WILL LEVIS (via @NFL)pic.twitter.com/975RsY2HW4— ESPN (@espn) October 29, 2023 Levis hafði reyndar hneykslað suma með matarvenjum sínum en hann borðar banana með hýðinu og setur majónes út í kaffið sitt. Beið og beið Hann fékk ekki tækifæri fyrstu tvo mánuði tímabilsins en loksins kom það i leik á móti Atlanta Falcons þar sem aðalleikstjórnandi liðsins, Ryan Tannehill, gat ekki spilað vegna meiðsla. Levis átti fjórar snertimarkssendingar í leiknum þar af þrjá þeirra á DeAndre Hopkins. Hann var aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu NFL sem nær því í sínum fyrsta leik. Hopkins hafði ekki fundið sig nógu vel með Tannehill en græddi heldur betur á áhættusömum löngum sendingum frá Levis enda rötuðu þrjár þeirra á hann og skiluðu sér í snertimarki. "We've been saying we need to get [Hopkins] in the end zone... I said why not 3 times?" - Will Levis with @AmandaGuerraCBS after the @titans win pic.twitter.com/JlSUX21OvE— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 29, 2023 Ekki gerst í 30 leikjum hjá Mahomes Þetta var aftur á móti skelfilegur dagur fyrir Patrick Mahomes og félaga í Kansas City Chiefs. Hann glímdi við veikindi og þetta var í fyrsta sinn í þrjátíu leikjum sem hann átti ekki snertimarkssendingu. Chiefs liðið náði sér ekki á strik og steinlá 24-9 á móti Denver Broncos. Denver hefur á stundum verið aðhlátursefni á leiktíðinni enda tapaði liðið meðal annars 70-20 fyrir Miami. Þetta var aftur á móti annars sigur liðsins í röð eftir sigur á Green Bay Packers í vikunni á undan. Before today's loss, Patrick Mahomes was 12-0 against the Broncos pic.twitter.com/Pf0Rx4Pik8— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 29, 2023 San Francisco 49ers vann fimm fyrstu fimm leiki sína en tapaði þriðja leik sínum í röð í gær og það á heimavelli. Liðið tapaði 31-17 á móti Cincinnati Bengals. Bengals byrjaði tímabilið mjög illa en hefur unnið þrjá síðustu leiki sína. Tap 49ers og 24-20 sigur Seattle Seahawks á Cleveland Browns þýddi að Seattle hoppaði upp fyrir San Francisco liðið í vesturriðli Þjóðardeildarinnar. Ernirnir einir með besta árangurinn í deildinni Philadelphia Eagles vann sinn sjöunda leik, nú 38-31 á Washington Commanders, og er nú liðið með besta árangurinn í deildinni, sjö sigra og eitt tap. Miami Dolphins og Dallas Cowboys unnu bæði stórsigra og Carolina Panthers varð síðasta liðið í deildinni til að vinna leik. Jacksonville Jaguars er aftur á móti það lið sem er með lengstu lifandi sigurgönguna en 20-10 sigur liðsins á Pittsburgh Steelers var fimmti sigur liðsins í röð. Minnesota Vikings vann sinn þriðja leik í röð, 24-10 sigur á Green Bay Packers, en hann var dýrkeyptur því leikstjórnandinn sleit hásin og verður ekki meira með á leiktíðinni. Úrslitin úr leikjum NFL-deildarinnar um helgina: Los Angeles Chargers - Chicago Bears 30-13 Arizona Cardinals - Baltimore Ravens 24-31 San Francisco 49ers - Cincinnati Bengals 17-31 Denver Broncos - Kansas City Chiefs 24-9 Seattle Seahawks - Cleveland Browns 24-20 Tennessee Titans - Atlanta Falcons 28-23 Carolina Panthers - Houston Texans 15-13 Pittsburgh Steelers - Jacksonville Jaguars 10-20 Dallas Cowboys - Los Angeles Rams 43-20 Green Bay Packers - Minnesota Vikings 10-24 Miami Dolphins - New England Patriots 31-17 Indianapolis Colts - New Orleans Saints 27-38 New York Giants - New York Jets 10-13 Washington Commanders - Philadelphia Eagles 31-38 Buffalo Bills - Tampa Bay Buccaneers 24-18 NFL Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
Leikstjórnandinn Will Levis fékk loksins sitt fyrsta tækifæri með Tennessee Titans í gær en hann þurfti að bíða fram í áttundu viku til að fá að spila leik í deildinni. Levis vakti mikla athygli þegar hvert liðið á fætur öðru ákvað að velja hann ekki í nýliðavalinu en hann þurfti að upplifa þau vonbrigði með myndavélarnar á sér í græna herberginu. Á endanum voru það Titans sem veðjuðu á hann en þó ekki fyrr en í annarri umferð eða með 33. valréttinum. FOUR TDS FOR WILL LEVIS (via @NFL)pic.twitter.com/975RsY2HW4— ESPN (@espn) October 29, 2023 Levis hafði reyndar hneykslað suma með matarvenjum sínum en hann borðar banana með hýðinu og setur majónes út í kaffið sitt. Beið og beið Hann fékk ekki tækifæri fyrstu tvo mánuði tímabilsins en loksins kom það i leik á móti Atlanta Falcons þar sem aðalleikstjórnandi liðsins, Ryan Tannehill, gat ekki spilað vegna meiðsla. Levis átti fjórar snertimarkssendingar í leiknum þar af þrjá þeirra á DeAndre Hopkins. Hann var aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu NFL sem nær því í sínum fyrsta leik. Hopkins hafði ekki fundið sig nógu vel með Tannehill en græddi heldur betur á áhættusömum löngum sendingum frá Levis enda rötuðu þrjár þeirra á hann og skiluðu sér í snertimarki. "We've been saying we need to get [Hopkins] in the end zone... I said why not 3 times?" - Will Levis with @AmandaGuerraCBS after the @titans win pic.twitter.com/JlSUX21OvE— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 29, 2023 Ekki gerst í 30 leikjum hjá Mahomes Þetta var aftur á móti skelfilegur dagur fyrir Patrick Mahomes og félaga í Kansas City Chiefs. Hann glímdi við veikindi og þetta var í fyrsta sinn í þrjátíu leikjum sem hann átti ekki snertimarkssendingu. Chiefs liðið náði sér ekki á strik og steinlá 24-9 á móti Denver Broncos. Denver hefur á stundum verið aðhlátursefni á leiktíðinni enda tapaði liðið meðal annars 70-20 fyrir Miami. Þetta var aftur á móti annars sigur liðsins í röð eftir sigur á Green Bay Packers í vikunni á undan. Before today's loss, Patrick Mahomes was 12-0 against the Broncos pic.twitter.com/Pf0Rx4Pik8— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 29, 2023 San Francisco 49ers vann fimm fyrstu fimm leiki sína en tapaði þriðja leik sínum í röð í gær og það á heimavelli. Liðið tapaði 31-17 á móti Cincinnati Bengals. Bengals byrjaði tímabilið mjög illa en hefur unnið þrjá síðustu leiki sína. Tap 49ers og 24-20 sigur Seattle Seahawks á Cleveland Browns þýddi að Seattle hoppaði upp fyrir San Francisco liðið í vesturriðli Þjóðardeildarinnar. Ernirnir einir með besta árangurinn í deildinni Philadelphia Eagles vann sinn sjöunda leik, nú 38-31 á Washington Commanders, og er nú liðið með besta árangurinn í deildinni, sjö sigra og eitt tap. Miami Dolphins og Dallas Cowboys unnu bæði stórsigra og Carolina Panthers varð síðasta liðið í deildinni til að vinna leik. Jacksonville Jaguars er aftur á móti það lið sem er með lengstu lifandi sigurgönguna en 20-10 sigur liðsins á Pittsburgh Steelers var fimmti sigur liðsins í röð. Minnesota Vikings vann sinn þriðja leik í röð, 24-10 sigur á Green Bay Packers, en hann var dýrkeyptur því leikstjórnandinn sleit hásin og verður ekki meira með á leiktíðinni. Úrslitin úr leikjum NFL-deildarinnar um helgina: Los Angeles Chargers - Chicago Bears 30-13 Arizona Cardinals - Baltimore Ravens 24-31 San Francisco 49ers - Cincinnati Bengals 17-31 Denver Broncos - Kansas City Chiefs 24-9 Seattle Seahawks - Cleveland Browns 24-20 Tennessee Titans - Atlanta Falcons 28-23 Carolina Panthers - Houston Texans 15-13 Pittsburgh Steelers - Jacksonville Jaguars 10-20 Dallas Cowboys - Los Angeles Rams 43-20 Green Bay Packers - Minnesota Vikings 10-24 Miami Dolphins - New England Patriots 31-17 Indianapolis Colts - New Orleans Saints 27-38 New York Giants - New York Jets 10-13 Washington Commanders - Philadelphia Eagles 31-38 Buffalo Bills - Tampa Bay Buccaneers 24-18
Úrslitin úr leikjum NFL-deildarinnar um helgina: Los Angeles Chargers - Chicago Bears 30-13 Arizona Cardinals - Baltimore Ravens 24-31 San Francisco 49ers - Cincinnati Bengals 17-31 Denver Broncos - Kansas City Chiefs 24-9 Seattle Seahawks - Cleveland Browns 24-20 Tennessee Titans - Atlanta Falcons 28-23 Carolina Panthers - Houston Texans 15-13 Pittsburgh Steelers - Jacksonville Jaguars 10-20 Dallas Cowboys - Los Angeles Rams 43-20 Green Bay Packers - Minnesota Vikings 10-24 Miami Dolphins - New England Patriots 31-17 Indianapolis Colts - New Orleans Saints 27-38 New York Giants - New York Jets 10-13 Washington Commanders - Philadelphia Eagles 31-38 Buffalo Bills - Tampa Bay Buccaneers 24-18
NFL Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira