Lífið

Dánar­or­sök Perrys ó­ljós

Árni Sæberg skrifar
Matthew Perry var aðeins 54 ára þegar hann lést á laugardag.
Matthew Perry var aðeins 54 ára þegar hann lést á laugardag. Matt Sayle/AP

Formlegri niðurstöðu krufningar gamanleikarans Matthews Perry hefur verið frestað þar til niðurstöður eiturefnarannsóknar liggja fyrir.

Greint var frá því um helgina að Perry hefði fundist örendur í heitum potti á heimili sínu í Los Angeles á laugardag. Engin fíkniefni hafi fundist á heimilinu og ekkert benti til þess að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Í fréttinni hér að neðan er farið yfir feril leikarans og ævi.

Á vef réttarmeinafræðings Los Angeles-sýslu segir að ákvörðun um formlega dánarorsök leikarans hafi verið frestað. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að það þýði venjulega að krufningu sé lokið en frekari niðurstaða sé beðið. Í tilviki Perrys séu það niðurstöður eiturefnarannsóknar sem er beðið.


Tengdar fréttir

Stjörnurnar minnast Matthew Perry

Leikarar, forsætisráðherra, íþróttalið og jafnvel sjónvarpsstöðvar eru meðal þeirra sem hafa minnst leikarans Matthew Perry sem fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles í gær. Perry, sem lék, eins og flestir vita, Chandler Bing í þáttunum Friends, var 54 ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×