Gríðarleg reiði í garð Katrínar Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2023 10:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er nú í flugvél á leið á fund hjá Norðurlandsráðsþingi. Á meðan láta menn í ljós reiði í hennar garð vegna atkvæðagreiðslu Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðuþjóðanna. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. Ísland sat hjá meðan 120 ríki greiddu atkvæði með tillögunni, 12 ríki greiddu atkvæði gegn henni, þar fóru Bandaríkin og Ísrael fremst í flokki. Að meðtöldu Íslandi sátu 45 ríki hjá. Þetta hefur lagst þungt í fjölda Íslendinga. Sjálfur þingflokkur VG telur að Ísland hefði átt að greiða atkvæði með tillögunni. Eindæmi að stjórnarþingflokkur álykti gegn ákvörðun ráðherra „Annaðhvort er þingflokkur aðili að ríkisstjórnarsamstarfi og styður þá utanríkisstefnu sem ríkisstjórn rekur – eða ekki og þá er ríkisstjórn sprungin. Flóknara er það ekki,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar á Facebook-síðu sinni. Hann telur einsdæmi yfirlýsingu á borð við þá sem þingflokkur VG sendi frá sér. Katrín er nú á leiðinni á Norðurlandaráðsþing og er utan kallfæris. Á meðan keppast gagnrýnendur hennar við að punda á hana. Illugi Jökulsson hefur ekki sparað sig í gagnrýni á hendur Katrínu, sú gagnrýni hefur nú náð einskonar hástigi. Illugi spyr hvort maður eigi að trúa því að hún hafi ekki verið svo mikið sem spurð?vísir/vilhelm Þar fer fremstur í flokki Illugi Jökulsson rithöfundur: „Ef þetta er rétt — og það er nokkuð stórt EF, því maður er hættur að trúa orði af því sem VG segir — þá hefur Bjarni Benediktsson, nýbúinn að hrökklast úr einu ráðherraembætti vegna vanhæfni, tekið einhverja mikilvægustu ákvörðun í íslenskri utanríkispólitík mjög lengi, án þess að ráðfæra sig við VG og ekki einu sinni Katrínu vinkonu sína,“ skrifar Illugi eftir að RÚV birti frétt um þar sem Katrín heldur því fram að hún hafi ekki verið höfð með í ráðum. „Á maður að trúa því? Og ætlar þá VG að „éta þann skít“ eins og allan mykjuhauginn sem flokkurinn hefur sporðrennt nú þegar?“ Þetta er ein af mörgum Facebook-færslum sem Illugi hefur ritað um málið. Aumlegt yfirklór Bjarna Kristinn Hrafnsson blaðamaður er enn einn annar sem lætur sig málið varða og hann spyr hvers vegna Ísland hafi setið hjá. „Yfirgnæfandi meirihluti ríkja heims samþykkti tillöguna eða 120. 14 þjóðir greiddu atkvæði gegn henni en 45 ríki sátu hjá. Með þessu er skipting heimsins nokkuð skýr. 120 þjóðir vilja stöðva blóðbaðið. 59 þjóðir vilja gefa Ísraelsmönnum áfram grænt ljós í þessari viðurstyggilegu fjöldaslátrun. Með hjásetu er Ísland að veita samþykki fyrir þjóðarmorði.“ Kristinn gerir sér einnig mat úr yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra sem sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook. Sem Kristinn kallar aumingjalegt yfirklór. Menn tali ekki skýrt með þögninni, þögnin er samþykki fyrir áframhaldandi slátrun. „Breytingartillaga Kanada (sett fram með „stuðningi“ Bandaríkjanna) fól í sér að skilyrða mannúðina einhliða fordæmingu. Að skilyrða beiðni um lát á barnadrápum því að menn skori pólitískar keilur á alþjóðavettvangi er óboðleg þvingunartilraun og mannfyrirlitning. Sú skilyrðing felur í sér réttlætingu á barnadrápunum. Kristinn Hrafnsson hjá Wikileaks sparar ekki stóru orðin og telur Bjarna Benediktsson vera attaníossa Bandaríkjanna í öllum sem viðkemur utanríkismálum.vísir/vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti þjóða heims féll ekki í þá gryfju. Það gerðir þú hins vegar. Af einskærri þjónkun við yfirgangsstefnu Bandaríkjanna. Það er þín svívirða. Það er þín skömm. Þá skömm yfirfærðir þú svo yfir á alla íslensku þjóðina. Svei þér!“ skrifar Kristinn. Og þannig gengur dælan á Facebook; sjaldan hefur önnur eins reiði gagnvart stjórnvaldsákvörðun litið dagsins ljós á þeim vettvangi og er þá langt til jafnað. Ræða Jörundar á Allsherjarþinginu Hér fyrir neðan má sjá íslenska þýðingu ræðunnar sem Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, flutti Allsherjarþinginu, í umboði ríkisstjórnarinnar, föstudaginn 27. október 2023. Samstöðin tók sig til og snaraði yfirlýsingu Jörundar yfir á íslensku og Vísir tekur sér það bessaleyfi að endurbirta hana en ræðuna má sjá hér neðar. „Herra forseti. Við mætumst á þessum neyðarfundi andspænis enn einum harmleiknum fyrir milljónir Ísraela og Palestínumanna, ásamt vonbrigðum yfir ógöngum í Öryggisráðinu. Ísland studdi breytinguna sem Kanada lagði til, sem hefði bætt afar mikilvægu samhengi og jafnvægi við ályktunina. Íslandi þykir miður að breytingin hafi ekki hlotið samþykki. Á meðan þau grundvallaratriði vantar, ákvað Ísland að sitja hjá við afgreiðslu ályktunarinnar sem Jórdanía lagði fram, þrátt fyrir að styðja marga lykilþætti hennar, ekki síst hvað varðar mannúðarmál. Það er óheppilegt að samstaða hafi ekki náðst um ályktun til að mæta hinu alvarlega mannúðarástandi og þörf á áþreifanlegum aðgerðum til að vernda óbreytta borgara og greiða fyrir öruggri veitingu mannúðaraðstoðar. Jörundur Valtýsson gerði grein fyrir afstöðu Íslands. Herra forseti, Ísland tekur undir ákall um mannúðarhlé til að auðvelda örugga veitingu mannúðaraðstoðar um gjörvallt Gasa-svæðið. Öruggan og óhindraðan mannúðaraðgang verður að tryggja. Óbreytta borgara og eignir þeirra, heilbrigðisstarfsfólk og mannúðarstarfsfólk og eignir verður að vernda. Við hörmum hrikalega þjáningu saklausra, almennra borgara og þær þúsundir, að meðtöldum konum, börnum og starfsfólki Sameinuðu þjóðanna, sem hafa verið drepin. Við erum uggandi yfir áhrifum fjöldabrottflutninga óbreyttra borgara á Gasa. Við verðum að hindra frekari stigmögnun, í þágu Ísraela, Palestínumanna og svæðisins umleikis. Um allan heim kyndir þetta viðvarandi ofbeldi undir elda haturs, andsemítisma, islamófóbíu og rasisma. Herra forseti, Ísland er þakklátt aðalritara Sameinuðu þjóðanna fyrir þrotlausa viðleitni hans til að tryggja brýna veitingu mannúðaraðstoðar til lífsbjargar óbreyttum borgurum á Gasa. Við tökum undir ákall hans eftir mannúðaraðstoð til óbreyttra borgara á Gasa, sem eru í sárri þörf fyrir mat, vatn, skjól og aðhlynningu. Við fögnum opnun landamæranna við Rafah og við vegsömum mannúðarstarfsfólkið sem vinnur nótt sem dag við að greiða fyrir brýnni afhendingu mannúðaraðstoðar. Meiri aðstoðar er þörf og hennar er þörf núna. Tíminn er á þrotum. Ísland hefur svarað neyðarákalli Sameinuðu þjóðanna með viðbótarframlagi til UNRWA, langvarandi félaga okkar í mannúðarstarfi og fremstu stofnunar Sameinuðu þjóðanna er falið hefur verið að styðja við palestínskt flóttafólk. Við brýnum aðra gefendur til að auka við stuðning sinn til hinnar mikilvægu veitingu aðstoðar á vettvangi, til íbúa Gasa. Að síðustu, herra forseti, verðum við að brjótast út úr þessum vítahring ofbeldis og vinna í átt að sjálfbærri pólitískri lausn. Alþjóðleg viðmið fyrir langvarandi sjálfbæra lausn á átökunum eru skýr: Tveggja ríkja lausn á grundvelli alþjóðalaga, þar sem Ísrael og Palestína lifa hlið við hlið, við frið, öryggi og gagnkvæma viðurkenningu. Jafnvel í miðju hættuástandi megum við ekki láta undan ofbeldi og hatri. Við megum ekki missa vonina, jafnvel þegar friður virðist óraunhæfur og fjarlægur. Við verðum að koma friðarferlinu aftur á sporið. Annars hættum við á að viðhalda vítahring ofbeldis og að mannúðaraðstæðum hraki enn frekar, öllum til tjóns. Ég þakka þér, herra forseti.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum. Hún segir hjáseta Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í samræmi við stefnur stjórnvalda. Fordæma eigi hryðjuverk Hamas en merki séu um að Ísraelar gangi of langt. 29. október 2023 21:01 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. 29. október 2023 07:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ísland sat hjá meðan 120 ríki greiddu atkvæði með tillögunni, 12 ríki greiddu atkvæði gegn henni, þar fóru Bandaríkin og Ísrael fremst í flokki. Að meðtöldu Íslandi sátu 45 ríki hjá. Þetta hefur lagst þungt í fjölda Íslendinga. Sjálfur þingflokkur VG telur að Ísland hefði átt að greiða atkvæði með tillögunni. Eindæmi að stjórnarþingflokkur álykti gegn ákvörðun ráðherra „Annaðhvort er þingflokkur aðili að ríkisstjórnarsamstarfi og styður þá utanríkisstefnu sem ríkisstjórn rekur – eða ekki og þá er ríkisstjórn sprungin. Flóknara er það ekki,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar á Facebook-síðu sinni. Hann telur einsdæmi yfirlýsingu á borð við þá sem þingflokkur VG sendi frá sér. Katrín er nú á leiðinni á Norðurlandaráðsþing og er utan kallfæris. Á meðan keppast gagnrýnendur hennar við að punda á hana. Illugi Jökulsson hefur ekki sparað sig í gagnrýni á hendur Katrínu, sú gagnrýni hefur nú náð einskonar hástigi. Illugi spyr hvort maður eigi að trúa því að hún hafi ekki verið svo mikið sem spurð?vísir/vilhelm Þar fer fremstur í flokki Illugi Jökulsson rithöfundur: „Ef þetta er rétt — og það er nokkuð stórt EF, því maður er hættur að trúa orði af því sem VG segir — þá hefur Bjarni Benediktsson, nýbúinn að hrökklast úr einu ráðherraembætti vegna vanhæfni, tekið einhverja mikilvægustu ákvörðun í íslenskri utanríkispólitík mjög lengi, án þess að ráðfæra sig við VG og ekki einu sinni Katrínu vinkonu sína,“ skrifar Illugi eftir að RÚV birti frétt um þar sem Katrín heldur því fram að hún hafi ekki verið höfð með í ráðum. „Á maður að trúa því? Og ætlar þá VG að „éta þann skít“ eins og allan mykjuhauginn sem flokkurinn hefur sporðrennt nú þegar?“ Þetta er ein af mörgum Facebook-færslum sem Illugi hefur ritað um málið. Aumlegt yfirklór Bjarna Kristinn Hrafnsson blaðamaður er enn einn annar sem lætur sig málið varða og hann spyr hvers vegna Ísland hafi setið hjá. „Yfirgnæfandi meirihluti ríkja heims samþykkti tillöguna eða 120. 14 þjóðir greiddu atkvæði gegn henni en 45 ríki sátu hjá. Með þessu er skipting heimsins nokkuð skýr. 120 þjóðir vilja stöðva blóðbaðið. 59 þjóðir vilja gefa Ísraelsmönnum áfram grænt ljós í þessari viðurstyggilegu fjöldaslátrun. Með hjásetu er Ísland að veita samþykki fyrir þjóðarmorði.“ Kristinn gerir sér einnig mat úr yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra sem sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook. Sem Kristinn kallar aumingjalegt yfirklór. Menn tali ekki skýrt með þögninni, þögnin er samþykki fyrir áframhaldandi slátrun. „Breytingartillaga Kanada (sett fram með „stuðningi“ Bandaríkjanna) fól í sér að skilyrða mannúðina einhliða fordæmingu. Að skilyrða beiðni um lát á barnadrápum því að menn skori pólitískar keilur á alþjóðavettvangi er óboðleg þvingunartilraun og mannfyrirlitning. Sú skilyrðing felur í sér réttlætingu á barnadrápunum. Kristinn Hrafnsson hjá Wikileaks sparar ekki stóru orðin og telur Bjarna Benediktsson vera attaníossa Bandaríkjanna í öllum sem viðkemur utanríkismálum.vísir/vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti þjóða heims féll ekki í þá gryfju. Það gerðir þú hins vegar. Af einskærri þjónkun við yfirgangsstefnu Bandaríkjanna. Það er þín svívirða. Það er þín skömm. Þá skömm yfirfærðir þú svo yfir á alla íslensku þjóðina. Svei þér!“ skrifar Kristinn. Og þannig gengur dælan á Facebook; sjaldan hefur önnur eins reiði gagnvart stjórnvaldsákvörðun litið dagsins ljós á þeim vettvangi og er þá langt til jafnað. Ræða Jörundar á Allsherjarþinginu Hér fyrir neðan má sjá íslenska þýðingu ræðunnar sem Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, flutti Allsherjarþinginu, í umboði ríkisstjórnarinnar, föstudaginn 27. október 2023. Samstöðin tók sig til og snaraði yfirlýsingu Jörundar yfir á íslensku og Vísir tekur sér það bessaleyfi að endurbirta hana en ræðuna má sjá hér neðar. „Herra forseti. Við mætumst á þessum neyðarfundi andspænis enn einum harmleiknum fyrir milljónir Ísraela og Palestínumanna, ásamt vonbrigðum yfir ógöngum í Öryggisráðinu. Ísland studdi breytinguna sem Kanada lagði til, sem hefði bætt afar mikilvægu samhengi og jafnvægi við ályktunina. Íslandi þykir miður að breytingin hafi ekki hlotið samþykki. Á meðan þau grundvallaratriði vantar, ákvað Ísland að sitja hjá við afgreiðslu ályktunarinnar sem Jórdanía lagði fram, þrátt fyrir að styðja marga lykilþætti hennar, ekki síst hvað varðar mannúðarmál. Það er óheppilegt að samstaða hafi ekki náðst um ályktun til að mæta hinu alvarlega mannúðarástandi og þörf á áþreifanlegum aðgerðum til að vernda óbreytta borgara og greiða fyrir öruggri veitingu mannúðaraðstoðar. Jörundur Valtýsson gerði grein fyrir afstöðu Íslands. Herra forseti, Ísland tekur undir ákall um mannúðarhlé til að auðvelda örugga veitingu mannúðaraðstoðar um gjörvallt Gasa-svæðið. Öruggan og óhindraðan mannúðaraðgang verður að tryggja. Óbreytta borgara og eignir þeirra, heilbrigðisstarfsfólk og mannúðarstarfsfólk og eignir verður að vernda. Við hörmum hrikalega þjáningu saklausra, almennra borgara og þær þúsundir, að meðtöldum konum, börnum og starfsfólki Sameinuðu þjóðanna, sem hafa verið drepin. Við erum uggandi yfir áhrifum fjöldabrottflutninga óbreyttra borgara á Gasa. Við verðum að hindra frekari stigmögnun, í þágu Ísraela, Palestínumanna og svæðisins umleikis. Um allan heim kyndir þetta viðvarandi ofbeldi undir elda haturs, andsemítisma, islamófóbíu og rasisma. Herra forseti, Ísland er þakklátt aðalritara Sameinuðu þjóðanna fyrir þrotlausa viðleitni hans til að tryggja brýna veitingu mannúðaraðstoðar til lífsbjargar óbreyttum borgurum á Gasa. Við tökum undir ákall hans eftir mannúðaraðstoð til óbreyttra borgara á Gasa, sem eru í sárri þörf fyrir mat, vatn, skjól og aðhlynningu. Við fögnum opnun landamæranna við Rafah og við vegsömum mannúðarstarfsfólkið sem vinnur nótt sem dag við að greiða fyrir brýnni afhendingu mannúðaraðstoðar. Meiri aðstoðar er þörf og hennar er þörf núna. Tíminn er á þrotum. Ísland hefur svarað neyðarákalli Sameinuðu þjóðanna með viðbótarframlagi til UNRWA, langvarandi félaga okkar í mannúðarstarfi og fremstu stofnunar Sameinuðu þjóðanna er falið hefur verið að styðja við palestínskt flóttafólk. Við brýnum aðra gefendur til að auka við stuðning sinn til hinnar mikilvægu veitingu aðstoðar á vettvangi, til íbúa Gasa. Að síðustu, herra forseti, verðum við að brjótast út úr þessum vítahring ofbeldis og vinna í átt að sjálfbærri pólitískri lausn. Alþjóðleg viðmið fyrir langvarandi sjálfbæra lausn á átökunum eru skýr: Tveggja ríkja lausn á grundvelli alþjóðalaga, þar sem Ísrael og Palestína lifa hlið við hlið, við frið, öryggi og gagnkvæma viðurkenningu. Jafnvel í miðju hættuástandi megum við ekki láta undan ofbeldi og hatri. Við megum ekki missa vonina, jafnvel þegar friður virðist óraunhæfur og fjarlægur. Við verðum að koma friðarferlinu aftur á sporið. Annars hættum við á að viðhalda vítahring ofbeldis og að mannúðaraðstæðum hraki enn frekar, öllum til tjóns. Ég þakka þér, herra forseti.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum. Hún segir hjáseta Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í samræmi við stefnur stjórnvalda. Fordæma eigi hryðjuverk Hamas en merki séu um að Ísraelar gangi of langt. 29. október 2023 21:01 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. 29. október 2023 07:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum. Hún segir hjáseta Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í samræmi við stefnur stjórnvalda. Fordæma eigi hryðjuverk Hamas en merki séu um að Ísraelar gangi of langt. 29. október 2023 21:01
Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16
Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. 29. október 2023 07:57