Skólafélagsráðgjöf – til hvers? Þóra Björg Garðarsdóttir skrifar 30. október 2023 11:01 Undanfarin ár hefur Fagdeild fræðslu- og skólafélagsráðgjafa innan Félagsráðgjafarfélags Íslands bent á mikilvægi þess að starf skólafélagsráðgjafa verði lögbundið. Auk þess hafa verið lagðar fram tillögur til þingsályktunar um ráðningu þeirra í alla grunn- og framhaldsskóla landsins og nú síðast á 153. löggjafarþingi 2022-2023 sem því miður hlaut ekki brautargengi. Í framangreindri þingsályktunartillögu um löggildingu félagsráðgjafa er tekið mið af niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið hér á landi á undanförnum árum og sýna fram á mikilvægi þess að endurskoða faglegt umhverfi skólanna og hlutverk kennarans með hliðsjón af nýjum aðstæðum í breyttu samfélagi. Mikilvægt hlutverk skólafélagsráðgjafa er að vera kennurum til stuðnings við að greina og meta þá þætti sem geta haft áhrif á námsferlið og almenna líðan skólabarnsins. Hlutverk skólafélagsráðgjafa er margþætt og fer eftir þörfum hvers skóla fyrir sig. Hugmyndafræðileg nálgun og faglegur grunnur í vinnuaðferðum félagsráðgjafa byggist á kerfishugsun og heildarsýn. Meðal helstu verkefna skólafélagsráðgjafa eru félagsleg- og persónuleg ráðgjöf við nemendur t.d. vegna samskiptaerfiðleika, einmanaleika, vanlíðunar vegna erfiðra heimilisaðstæðna, fátæktar og eineltis. Eins starfa þeir í þverfaglegu samstarfi innan skóla og eru í samstarfi við sérfræðinga og stofnanir utan skólans er koma að málum nemenda. Samkvæmt núgildandi grunnskólalögum (nr. 91/2008) gegnir skólinn mikilvægu uppeldis- og velferðarhlutverki sem felst í því að þroska, móta og styrkja hæfileika nemenda og færni í samstarfi við foreldra. Með lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fengu skólar aukin hlutverk sem felast m.a. í því að fylgjast með, taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt á fullnægjandi hátt, og bregðast við þeim með einstaklingsbundnum og snemmtækum stuðningi. Umrædd farsældarlög stigskipta þjónustu við börn þar sem 1. stigs þjónusta er skilgreind sem grunnþjónusta sem á að vera aðgengileg öllum börnum og foreldrum, en þar falla undir leikskóli, grunnskóli og framhaldsskóli. Undanfarna áratugi hefur félagsmótunarhlutverk skólans aukist og er mikilvægt að innan skólans sé tekið mið af stöðu stöðu nemenda í erfiðum félagslegum aðstæðum og þeim sem eiga í persónulegum vanda. Með auknu álagi á kennara vegna nýrra áskorana í kjölfar aukins fjölbreytileika innan nemendahópsins, innleiðingar stefnu um skóla án aðgreiningar og nú farsældarlaga eykst þörfin fyrir þverfaglegt samstarf ólíkra fagaðila frá skóla, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu sveitarfélaga. Slíkt samstarf er til þess fallið að stuðla að velferð barna. Sveitarfélögum ber samkvæmt 40. gr. grunnskólalaga að sinna stuðningi við nemendur, foreldra og kennara og það eru þá oft félagsráðgjafar hjá sveitarfélögum sem sinna því en slíku fyrirkomulagi fylgja bæði kostir og gallar. Til að mynda hefur félagsráðgjafi á þjónustumiðstöð/félagsþjónustu ekki heimild til að ræða við barn nema með skriflegu samþykki foreldra/forsjáraðila. Eins hefur félagsráðgjafi á þjónustumiðstöð ekki tækifæri til að bjóða nemendum að koma til sín og óska sjálfir eftir viðtali, heldur þarf skrifleg beiðni að berast frá skólastjórnendum um viðtal. Tryggja þarf að börn hafi greiðan aðgang að félagsráðgjöfum líkt og þeir hafa að náms- og starfsráðgjöfum samkvæmt lögum. Í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar frá árinu 2019 telja skólastjórnendur brýna þörf fyrir félagsráðgjafa innan skóla vegna sérþekkingar þeirra sem þeir telja að skorti í persónulegri ráðgjöf til nemenda. Það má því draga þá ályktun að með ráðningu félagsráðgjafa í alla grunnskóla, þar sem aðgengi að þeim væri óhindrað, gæfi það félagsráðgjöfum möguleika á að koma inn í málin á fyrri stigum og fyrirbyggja þannig að vandamálin verði stærri og meiri. Með ráðningu skólafélagsráðgjafa í alla grunnskóla yrði stigið mikilvægt skref til forvarna og snemmtæks stuðnings við börn og fjölskyldur þeirra. Starf skólafélagsráðgjafa fellur vel að markmiðum farsældarlaga því þeir búa yfir góðri yfirsýn yfir innviði velferðarkerfisins og þekkja samfélagsleg úrræði og leiðir til að koma málum í viðeigandi farveg og fylgja þeim eftir í samráði og samvinnu við foreldra/forsjáraðila, kennara og skólastjórnendur. Þannig samstarf kerfa er líklegt til að stuðla að raunverulegri farsæld skólabarna og aðlögun þeirra að samfélaginu til lengri tíma litið. Höfundur er skólafélagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur Fagdeild fræðslu- og skólafélagsráðgjafa innan Félagsráðgjafarfélags Íslands bent á mikilvægi þess að starf skólafélagsráðgjafa verði lögbundið. Auk þess hafa verið lagðar fram tillögur til þingsályktunar um ráðningu þeirra í alla grunn- og framhaldsskóla landsins og nú síðast á 153. löggjafarþingi 2022-2023 sem því miður hlaut ekki brautargengi. Í framangreindri þingsályktunartillögu um löggildingu félagsráðgjafa er tekið mið af niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið hér á landi á undanförnum árum og sýna fram á mikilvægi þess að endurskoða faglegt umhverfi skólanna og hlutverk kennarans með hliðsjón af nýjum aðstæðum í breyttu samfélagi. Mikilvægt hlutverk skólafélagsráðgjafa er að vera kennurum til stuðnings við að greina og meta þá þætti sem geta haft áhrif á námsferlið og almenna líðan skólabarnsins. Hlutverk skólafélagsráðgjafa er margþætt og fer eftir þörfum hvers skóla fyrir sig. Hugmyndafræðileg nálgun og faglegur grunnur í vinnuaðferðum félagsráðgjafa byggist á kerfishugsun og heildarsýn. Meðal helstu verkefna skólafélagsráðgjafa eru félagsleg- og persónuleg ráðgjöf við nemendur t.d. vegna samskiptaerfiðleika, einmanaleika, vanlíðunar vegna erfiðra heimilisaðstæðna, fátæktar og eineltis. Eins starfa þeir í þverfaglegu samstarfi innan skóla og eru í samstarfi við sérfræðinga og stofnanir utan skólans er koma að málum nemenda. Samkvæmt núgildandi grunnskólalögum (nr. 91/2008) gegnir skólinn mikilvægu uppeldis- og velferðarhlutverki sem felst í því að þroska, móta og styrkja hæfileika nemenda og færni í samstarfi við foreldra. Með lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fengu skólar aukin hlutverk sem felast m.a. í því að fylgjast með, taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt á fullnægjandi hátt, og bregðast við þeim með einstaklingsbundnum og snemmtækum stuðningi. Umrædd farsældarlög stigskipta þjónustu við börn þar sem 1. stigs þjónusta er skilgreind sem grunnþjónusta sem á að vera aðgengileg öllum börnum og foreldrum, en þar falla undir leikskóli, grunnskóli og framhaldsskóli. Undanfarna áratugi hefur félagsmótunarhlutverk skólans aukist og er mikilvægt að innan skólans sé tekið mið af stöðu stöðu nemenda í erfiðum félagslegum aðstæðum og þeim sem eiga í persónulegum vanda. Með auknu álagi á kennara vegna nýrra áskorana í kjölfar aukins fjölbreytileika innan nemendahópsins, innleiðingar stefnu um skóla án aðgreiningar og nú farsældarlaga eykst þörfin fyrir þverfaglegt samstarf ólíkra fagaðila frá skóla, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu sveitarfélaga. Slíkt samstarf er til þess fallið að stuðla að velferð barna. Sveitarfélögum ber samkvæmt 40. gr. grunnskólalaga að sinna stuðningi við nemendur, foreldra og kennara og það eru þá oft félagsráðgjafar hjá sveitarfélögum sem sinna því en slíku fyrirkomulagi fylgja bæði kostir og gallar. Til að mynda hefur félagsráðgjafi á þjónustumiðstöð/félagsþjónustu ekki heimild til að ræða við barn nema með skriflegu samþykki foreldra/forsjáraðila. Eins hefur félagsráðgjafi á þjónustumiðstöð ekki tækifæri til að bjóða nemendum að koma til sín og óska sjálfir eftir viðtali, heldur þarf skrifleg beiðni að berast frá skólastjórnendum um viðtal. Tryggja þarf að börn hafi greiðan aðgang að félagsráðgjöfum líkt og þeir hafa að náms- og starfsráðgjöfum samkvæmt lögum. Í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar frá árinu 2019 telja skólastjórnendur brýna þörf fyrir félagsráðgjafa innan skóla vegna sérþekkingar þeirra sem þeir telja að skorti í persónulegri ráðgjöf til nemenda. Það má því draga þá ályktun að með ráðningu félagsráðgjafa í alla grunnskóla, þar sem aðgengi að þeim væri óhindrað, gæfi það félagsráðgjöfum möguleika á að koma inn í málin á fyrri stigum og fyrirbyggja þannig að vandamálin verði stærri og meiri. Með ráðningu skólafélagsráðgjafa í alla grunnskóla yrði stigið mikilvægt skref til forvarna og snemmtæks stuðnings við börn og fjölskyldur þeirra. Starf skólafélagsráðgjafa fellur vel að markmiðum farsældarlaga því þeir búa yfir góðri yfirsýn yfir innviði velferðarkerfisins og þekkja samfélagsleg úrræði og leiðir til að koma málum í viðeigandi farveg og fylgja þeim eftir í samráði og samvinnu við foreldra/forsjáraðila, kennara og skólastjórnendur. Þannig samstarf kerfa er líklegt til að stuðla að raunverulegri farsæld skólabarna og aðlögun þeirra að samfélaginu til lengri tíma litið. Höfundur er skólafélagsráðgjafi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar