HS Orka jók hlutafé um 5,6 milljarða til að kaupa virkjanir af tveimur fjárfestum
![Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku er fyrir miðju og handsalar kaupsamning við Þorlák Traustason og Guðmund Inga Jónsson, eigendur Kjalars fjárfestingafélags. Guðmundur Ingi var stjórnarformaður GreenQloud þegar það var selt fyrir 5,3 milljarða króna til Netapp.](https://www.visir.is/i/5EE33C97BA01731279AE408B46FBE8123752E02A598A8FBCEB9B28F2B119A62F_713x0.jpg)
Hlutafé HS Orku var aukið um 5,6 milljarða króna til að fjármagna kaup á tveimur vatnsaflsvirkjunum í Seyðisfirði en viðskiptin voru „að stærstum hluta“ fjármögnuð með eiginfjárframlagi frá hluthöfum orkuframleiðandans. Seljandi var Kjölur fjárfestingarfélag, sem er í eigu tveggja manna, en það seldi hlut sinn í GreenQloud fyrir um tvo milljarða króna árið 2017. Eigendur Kjalar stofnuðu skemmtistaðinn Sportkaffi rétt fyrir aldamót.