Sérstök hrekkjavökudagskrá hefur um árabil verið haldin á safninu og fer hún að þessu fram milli klukkan 17:30 og 20.
Safnið verður sveipað dulúðugum blæ; húsin hryllileg og í rökkrinu má sjá bregða fyrir svipum fortíðar, svo sem draugum og afturgöngum.
Í tilkynningu segir að þau allra hugrökkustu sem heimsæki safnið geti bankað upp á draugaleg hús sem hafi logandi lukt og krafið framliðna íbúa þeirra um grikk eða gott.
Meðal atriða má nefna seiðskrattann ógurlega og hina stórkostlegu elddrottningu sem sýnir listir sínar.
Safnamenn benda á að börn tólf ára og yngri verði að koma í fylgd með fullorðnum og þá séu viðkvæmar sálir einnig hvattar til að hafa með sér fylgdarmann til halds og trausts. Sömuleiðis er bent á að Hrekkjavaka Árbæjarsafns hentar henti ekki börnum á leikskólaaldri.
Aðgangur er ókeypis fyrir börn að 17 ára aldri, öryrkja og menningarkortshafa, aðrir gestir greiða 2.220 krónur, en hægt er að nálgast miða á tix.is.