Segja tugi fallna eftir árásir á flóttamannabúðir Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2023 16:06 Fólk sært eftir loftárás Ísraela flutt á sjúkrahús í dag. AP/Adel Hana Tugir fólks er sagt hafa fallið í loftárásum Ísraela á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar. Ísraelski herinn hefur gert innrás á svæðið og segir um átta hundruð þúsund manns hafa flúið til suðurs. Um 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, sem er eitthvað þéttbýlasta svæði heimsins. Meira en helmingur íbúa er sagður á vergangi vegna árása Ísraela. Stofnun Sameinuðu þjóðanna um málefni Palestínu (UNRWA) segir nærri því 672 þúsund manns halda til í skólum og sjúkrahúsum SÞ á svæðinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. UNRWA segir 64 starfsmenn hafa dáið á undanförnum vikum. Svo margir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa aldrei áður látið lífið í átökum, svo vitað sé. Samkvæmt yfirvöldum á Gasa, sem Hamas stýra, hafa minnst 8.525 fallið í árásum Ísraela. Innanríkisráðuneyti Gasastrandarinnar birti í dag myndir frá Jabaliya, sem eiga að sýna eftirmála loftárása Ísraela í dag. : .. . pic.twitter.com/oH2U0QlIDa— (@qudsn) October 31, 2023 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á nefndarfundi í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag að vopnahlé á Gasaströndinni væri ekki á borðinu. Það myndi gefa Hamas-liðum tíma til að ná áttum á nýjan leik og fylla upp í raðir sínar og mögulega gera aðra árás á Ísrael. Ráðherrann sagði einnig að ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti ráðamenn í Ísrael þrýstingi varðandi það að íhuga mögulegt „mannúðarhlé“. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir vopnahlé ekki koma til greina. Það er eftir að ísraelskum hermönnum tókst að frelsa hermann úr haldi Hamas. Netanjahú segir það sönnun þess að hægt sé að bæði uppræta Hamas og frelsa gíslana. Sjá einnig: „Nú er tíminn fyrir stríð“ Leiðtogar Hamas hafa heitið því að frelsa gíslana í skiptum fyrir rúmlega fimm þúsund Palestínumenn sem eru í haldi Ísraela. IDF shares new footage of troops operating in the Gaza Strip. The military says troops "are conducting fierce battles against Hamas terrorists deep in the Gaza Strip." It says troops hit Hamas positions, anti-tank guided missile squads, killed dozens of terrorists, and seized pic.twitter.com/cvmOXr3vVq— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 31, 2023 Ísraelski herinn tilkynnti í dag að talið væri að Hamas-liðar hefðu tekið að minnsta kosti 240 manns í gíslingu. Búið er að frelsa nokkra þeirra og talsmenn Hamas hafa sagt að gíslar hafi fallið í loftárásum. Óljóst er hve margir eru í haldi Hamas þessa stundina. Ættingjar gíslanna hafa þrýst mjög á Netanjahú og aðra ráðamenn og Sjá einnig: Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Harðir bardagar eru sagðir hafa átt sér stað í norðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem ísraelskir hermenn hafa gert innrás. Hamas birti í morgun myndband sem sýna á vígamenn samtakanna koma upp úr göngum og ráðast á hóp ísraelskra hermanna á Gasaströndinni. Hamas publishes a video showing its members clashing with IDF forces in the northern part of the Gaza Strip on Sunday. pic.twitter.com/qXqHNUz3bd— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 31, 2023 Hamas-liðar eru sagðir hafa grafið umfangsmikið net ganga undir stóran hluta Gasastrandarinnar. Vígamenn geta notað þessi göng til að flytja mannafla og hergögn um svæðið án þess að Ísraelar sjái til þess að koma aftan að ísraelskum hermönnum. Göng Hamas eru oft búin ljósavélum, loftræstingu, vatnsleiðslum og birgðum af mat. „Vígamenn Hamas munu mynda smáa hópa sem munu stinga upp kollinum, gera árás á ísraelska hermenn og hverfa aftur ofan í göngin. Hamas mun einnig nota göngin til að fela og flytja eldflaugar,“ var skrifað í nýlega grein á vef bandarísku hugveitunnar Modern Warfare Institute. Sjá einnig: Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður Ísraelar segja Hamas-liða grafa þessi göng sín undir sjúkrahús, skóla og aðrar byggingar þar sem þeir skýla sér á bakvið óbreytta borgara. Fréttamaður rússneska ríkismiðilsins RT fékk árið 2021 að heimsækja göngin þar sem hann sýndi hvernig hluti þeirra lítur út. Uppfært: Myndbandið er frá árinu 2021 og var tekið upp þegar skammvinn átök blossuðu upp milli Hamas og Ísraela. Upprunalega stóð að það hefði verið tekið upp nýlega. As Israel begins targeting Gaza Terror Tunnel Network, Hamas Terror groups gives access to Russia Today journalist to visit the Tunnel Network. This is the RT on ground report from underneath Gaza. This is the Gaza Metro. pic.twitter.com/ei0AYEHwja— Aditya Raj Kaul (@AdityaRajKaul) October 31, 2023 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Segir aldrei hafa komið til greina hjá Noregi að sitja hjá Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála. 31. október 2023 15:05 Fundu beinflís úr höfuðkúpu Shani Móðir ungrar konu sem talið var að væri gísl Hamas-samtakanna hefur verið tilkynnt af yfirvöldum í Ísrael að hún sé látin. Talið var að Shani Louk væri ein af gíslum Hamas á Gasaströndinni en beinflís úr höfuðkúpu hennar hefur fundist. Móðir Shani staðfesti í gær að dóttir hennar væri látin. 31. október 2023 11:32 Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30. október 2023 12:19 Líkir Mið-Austurlöndum við tifandi tímasprengju Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, líkti Mið-Austurlöndum í morgun við tifandi tímasprengju. Þá hvatti talsmaður Ísraelshers íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar til að flýja til suðurs en Ísraelar hafa gert gífurlega umfangsmiklar árásir á svæði nótt og í dag. 28. október 2023 15:04 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Um 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, sem er eitthvað þéttbýlasta svæði heimsins. Meira en helmingur íbúa er sagður á vergangi vegna árása Ísraela. Stofnun Sameinuðu þjóðanna um málefni Palestínu (UNRWA) segir nærri því 672 þúsund manns halda til í skólum og sjúkrahúsum SÞ á svæðinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. UNRWA segir 64 starfsmenn hafa dáið á undanförnum vikum. Svo margir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa aldrei áður látið lífið í átökum, svo vitað sé. Samkvæmt yfirvöldum á Gasa, sem Hamas stýra, hafa minnst 8.525 fallið í árásum Ísraela. Innanríkisráðuneyti Gasastrandarinnar birti í dag myndir frá Jabaliya, sem eiga að sýna eftirmála loftárása Ísraela í dag. : .. . pic.twitter.com/oH2U0QlIDa— (@qudsn) October 31, 2023 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á nefndarfundi í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag að vopnahlé á Gasaströndinni væri ekki á borðinu. Það myndi gefa Hamas-liðum tíma til að ná áttum á nýjan leik og fylla upp í raðir sínar og mögulega gera aðra árás á Ísrael. Ráðherrann sagði einnig að ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti ráðamenn í Ísrael þrýstingi varðandi það að íhuga mögulegt „mannúðarhlé“. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir vopnahlé ekki koma til greina. Það er eftir að ísraelskum hermönnum tókst að frelsa hermann úr haldi Hamas. Netanjahú segir það sönnun þess að hægt sé að bæði uppræta Hamas og frelsa gíslana. Sjá einnig: „Nú er tíminn fyrir stríð“ Leiðtogar Hamas hafa heitið því að frelsa gíslana í skiptum fyrir rúmlega fimm þúsund Palestínumenn sem eru í haldi Ísraela. IDF shares new footage of troops operating in the Gaza Strip. The military says troops "are conducting fierce battles against Hamas terrorists deep in the Gaza Strip." It says troops hit Hamas positions, anti-tank guided missile squads, killed dozens of terrorists, and seized pic.twitter.com/cvmOXr3vVq— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 31, 2023 Ísraelski herinn tilkynnti í dag að talið væri að Hamas-liðar hefðu tekið að minnsta kosti 240 manns í gíslingu. Búið er að frelsa nokkra þeirra og talsmenn Hamas hafa sagt að gíslar hafi fallið í loftárásum. Óljóst er hve margir eru í haldi Hamas þessa stundina. Ættingjar gíslanna hafa þrýst mjög á Netanjahú og aðra ráðamenn og Sjá einnig: Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Harðir bardagar eru sagðir hafa átt sér stað í norðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem ísraelskir hermenn hafa gert innrás. Hamas birti í morgun myndband sem sýna á vígamenn samtakanna koma upp úr göngum og ráðast á hóp ísraelskra hermanna á Gasaströndinni. Hamas publishes a video showing its members clashing with IDF forces in the northern part of the Gaza Strip on Sunday. pic.twitter.com/qXqHNUz3bd— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 31, 2023 Hamas-liðar eru sagðir hafa grafið umfangsmikið net ganga undir stóran hluta Gasastrandarinnar. Vígamenn geta notað þessi göng til að flytja mannafla og hergögn um svæðið án þess að Ísraelar sjái til þess að koma aftan að ísraelskum hermönnum. Göng Hamas eru oft búin ljósavélum, loftræstingu, vatnsleiðslum og birgðum af mat. „Vígamenn Hamas munu mynda smáa hópa sem munu stinga upp kollinum, gera árás á ísraelska hermenn og hverfa aftur ofan í göngin. Hamas mun einnig nota göngin til að fela og flytja eldflaugar,“ var skrifað í nýlega grein á vef bandarísku hugveitunnar Modern Warfare Institute. Sjá einnig: Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður Ísraelar segja Hamas-liða grafa þessi göng sín undir sjúkrahús, skóla og aðrar byggingar þar sem þeir skýla sér á bakvið óbreytta borgara. Fréttamaður rússneska ríkismiðilsins RT fékk árið 2021 að heimsækja göngin þar sem hann sýndi hvernig hluti þeirra lítur út. Uppfært: Myndbandið er frá árinu 2021 og var tekið upp þegar skammvinn átök blossuðu upp milli Hamas og Ísraela. Upprunalega stóð að það hefði verið tekið upp nýlega. As Israel begins targeting Gaza Terror Tunnel Network, Hamas Terror groups gives access to Russia Today journalist to visit the Tunnel Network. This is the RT on ground report from underneath Gaza. This is the Gaza Metro. pic.twitter.com/ei0AYEHwja— Aditya Raj Kaul (@AdityaRajKaul) October 31, 2023
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Segir aldrei hafa komið til greina hjá Noregi að sitja hjá Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála. 31. október 2023 15:05 Fundu beinflís úr höfuðkúpu Shani Móðir ungrar konu sem talið var að væri gísl Hamas-samtakanna hefur verið tilkynnt af yfirvöldum í Ísrael að hún sé látin. Talið var að Shani Louk væri ein af gíslum Hamas á Gasaströndinni en beinflís úr höfuðkúpu hennar hefur fundist. Móðir Shani staðfesti í gær að dóttir hennar væri látin. 31. október 2023 11:32 Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30. október 2023 12:19 Líkir Mið-Austurlöndum við tifandi tímasprengju Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, líkti Mið-Austurlöndum í morgun við tifandi tímasprengju. Þá hvatti talsmaður Ísraelshers íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar til að flýja til suðurs en Ísraelar hafa gert gífurlega umfangsmiklar árásir á svæði nótt og í dag. 28. október 2023 15:04 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Segir aldrei hafa komið til greina hjá Noregi að sitja hjá Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála. 31. október 2023 15:05
Fundu beinflís úr höfuðkúpu Shani Móðir ungrar konu sem talið var að væri gísl Hamas-samtakanna hefur verið tilkynnt af yfirvöldum í Ísrael að hún sé látin. Talið var að Shani Louk væri ein af gíslum Hamas á Gasaströndinni en beinflís úr höfuðkúpu hennar hefur fundist. Móðir Shani staðfesti í gær að dóttir hennar væri látin. 31. október 2023 11:32
Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30. október 2023 12:19
Líkir Mið-Austurlöndum við tifandi tímasprengju Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, líkti Mið-Austurlöndum í morgun við tifandi tímasprengju. Þá hvatti talsmaður Ísraelshers íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar til að flýja til suðurs en Ísraelar hafa gert gífurlega umfangsmiklar árásir á svæði nótt og í dag. 28. október 2023 15:04