Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2023 13:54 Kim Jong Un og Vladimír Pútín funduðu í Rússlandi í sumar. AP/Vladimir Smirnov Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum. Síðasta tilraunin til að skjóta gervihnetti á loft frá Norður-Kóreu misheppnaðist í ágúst. Þá lýstu yfirvöld ríkisins því yfir að aftur yrði reynt í október en ekkert varð af því. Nú segja ráðamenn í Suður-Kóreu að lokaundirbúningur fyrir nýtt geimskot eigi sér nú stað. Í frétt Yonhap fréttaveitunnar segir að talið sé að verið sé að gera lokakönnun á eldflaugum og hreyflum sem nota á við geimskotið, samkvæmt yfirmönnum Leyniþjónustu Suður-Kóreu, sem fræddu þingmenn um stöðuna á dögunum. Þá segir í fréttinni að talið sé að geimvísindamenn Norður-Kóreu hafi fengið tæknilega aðstoð við þróun gervihnatta og því séu meiri líkur á því að þetta geimskot heppnist. Talið er að þessi aðstoð sé liður í samkomulagi sem Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, gerði við Valdimír Pútín, einræðisherra Rússlands, þegar sá fyrrnefndi fór til Rússlands fyrr á árinu. Þessa aðstoð fá Kóreumenn í skiptum fyrir gífurlega mikið af sprengikúlum fyrir stórskotalið sem sendar hafa verið til Rússlands frá Norður-Kóreu. Yfirvöld í Suður-Kóreu áætla að Norður-Kóreumenn hafi sent meira en milljón sprengikúlur til Rússlands í um það bil tíu sendingum. Það samsvarar um tveggja mánaða notkun Rússa í Úkraínu en Norður-Kórea sendi einnig stórskotaliðsvopn og önnur hergögn til Rússlands. Þetta mun líklega veita Rússum ákveðið forskot gegn Úkraínumönnum, þar sem stórskotalið skiptir sköpum í stíðinu þar. Kim Jong Un hefur lengi viljað koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Talið er að þetta sé liður í eldflauga- og kjarnorkuvopnaætlunum Norður-Kóreu, þar sem unnið hefur verið að þróun langdrægra eldflauga um árabil. Þessar eldflaugar eiga að geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Þróun bæði eldflauganna og kjarnorkuvopnanna eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Áðurnefndum þingmönnum í Suður-Kóreu var þó tilkynnt í vikunni að Norður-Kóreumenn hafi enn ekki náð tökum á tækninni sem þarf til að minnka kjarnorkuvopn svo þau komist fyrir í umræddum eldflaugum og herða þau, svo vopnin þoli hitann, titringinn og annað við endurkomu í gufuhvolf jarðarinnar. Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. 8. september 2023 15:10 Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Síðasta tilraunin til að skjóta gervihnetti á loft frá Norður-Kóreu misheppnaðist í ágúst. Þá lýstu yfirvöld ríkisins því yfir að aftur yrði reynt í október en ekkert varð af því. Nú segja ráðamenn í Suður-Kóreu að lokaundirbúningur fyrir nýtt geimskot eigi sér nú stað. Í frétt Yonhap fréttaveitunnar segir að talið sé að verið sé að gera lokakönnun á eldflaugum og hreyflum sem nota á við geimskotið, samkvæmt yfirmönnum Leyniþjónustu Suður-Kóreu, sem fræddu þingmenn um stöðuna á dögunum. Þá segir í fréttinni að talið sé að geimvísindamenn Norður-Kóreu hafi fengið tæknilega aðstoð við þróun gervihnatta og því séu meiri líkur á því að þetta geimskot heppnist. Talið er að þessi aðstoð sé liður í samkomulagi sem Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, gerði við Valdimír Pútín, einræðisherra Rússlands, þegar sá fyrrnefndi fór til Rússlands fyrr á árinu. Þessa aðstoð fá Kóreumenn í skiptum fyrir gífurlega mikið af sprengikúlum fyrir stórskotalið sem sendar hafa verið til Rússlands frá Norður-Kóreu. Yfirvöld í Suður-Kóreu áætla að Norður-Kóreumenn hafi sent meira en milljón sprengikúlur til Rússlands í um það bil tíu sendingum. Það samsvarar um tveggja mánaða notkun Rússa í Úkraínu en Norður-Kórea sendi einnig stórskotaliðsvopn og önnur hergögn til Rússlands. Þetta mun líklega veita Rússum ákveðið forskot gegn Úkraínumönnum, þar sem stórskotalið skiptir sköpum í stíðinu þar. Kim Jong Un hefur lengi viljað koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Talið er að þetta sé liður í eldflauga- og kjarnorkuvopnaætlunum Norður-Kóreu, þar sem unnið hefur verið að þróun langdrægra eldflauga um árabil. Þessar eldflaugar eiga að geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Þróun bæði eldflauganna og kjarnorkuvopnanna eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Áðurnefndum þingmönnum í Suður-Kóreu var þó tilkynnt í vikunni að Norður-Kóreumenn hafi enn ekki náð tökum á tækninni sem þarf til að minnka kjarnorkuvopn svo þau komist fyrir í umræddum eldflaugum og herða þau, svo vopnin þoli hitann, titringinn og annað við endurkomu í gufuhvolf jarðarinnar.
Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. 8. september 2023 15:10 Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18
Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58
Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. 8. september 2023 15:10
Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27