Leggur til sektir fyrir slæma hegðun foreldra Jón Þór Stefánsson skrifar 1. nóvember 2023 16:16 Jón Gunnlaugur Viggósson fyrrverandi handknattleiksmaður, íþróttastjóri, unglingalandsliðsþjálfari og yfirþjálfari hæfileikamótunar Handknattleikssambands Íslands segir að sérsamböndin í íþróttahreyfingunni hafi sofið á verðinum. Jón Gunnlaugur Viggósson, fyrrverandi handknattleiksmaður og yfirþjálfari hæfileikamótunar Handknattleikssambands Íslands, leggur til að íþróttafélög verði sektuð fyrir slæma hegðun foreldra á íþróttaleikjum barna sinna. „Ég hef mjög gaman af æstum foreldrum, en það eru alltaf brot sem fara yfir strikið,“ segir Jón og telur að sérsamböndin hafi sofið á verðinum. „Það hafa allir séð að sérsamböndin sekti þjálfara fyrir misgáfuleg ummæli í fjölmiðlum og þeir fá kannski fimmtíu til hundraðþúsund króna sekt á félögin fyrir að hafa ekki hemil á þjálfurunum.“ segir hann og bætir við að mótsstjórar á íþróttamótum barna ættu að geta tekið upp á því sama gagnvart slæmri hegðun foreldra. „Þið getið ímyndað ykkur hvernig foreldrar myndu mæta á mót tvö, ef að á móti eitt hafi þessi foreldrahópur verið sektaður um fimmtíu til hundraðþúsund krónur fyrir óæskilega hegðun. Ég held að þetta vandamál yrði fljótt úr sögunni.“ Þetta kom fram í Pallborðinu sem var í beinni útsendingu á á Vísi og Stöð 2 í dag. Þar ræddi Jón Gunnlaugur um íþróttir barna ásamt Sif Atladóttur, verkefnastjóra Leikmannasamtaka Íslands, og Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Fimleikasambands Íslands. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað ítarlega um íþróttir barna og þættirnir Hliðarlínan verið sýndir á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þar sem menningin í kringum íþróttir barna hefur verið skoðuð frá ýmsum hliðum. Sif Atladóttir fyrrverandi knattspyrnukona og verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands, hvetur foreldra til að nálgast leik barnanna frekar af ást heldur en æsingi.Vísir/Vilhelm Setti svartan blett á mótið Sif lýsir leiðinlegu atviki sem hún lenti í á Símamótinu í sumar þar sem dóttir hennar var að leika. „Í flest skipti var þetta allt í lagi, en við lentum í svolítið leiðinlegu atviki. Dóttir mín er átta ára og spilar í sjöunda flokki og það gerist að foreldrar úr liði andstæðingsins voru ekki sammála því sem var að gerast og kalla yfir hana. Hún, átta ára, áttar sig alveg á því að það er verið að kalla á hana. Það var verið að óska eftir því hún yrði rekin út af og hitt liðið myndi fá vítaspyrnu.“ Hún segir þetta atvik hafa sett svartan blett á mótið. Þá hafi hún heyrt af fleiri samskonar málum frá öðrum foreldrum á mótinu. Sif Atladóttir, Jón Gunnlaugur Viggósson, og Sólveig Jónsdóttir ræddu um málefni barna í íþróttum í Pallborðinu.Vísir/Vilhelm „Hvert er hlutverk foreldra?“ spyr Sólveig. „Við þurfum að skilgreina þeirra hlutverk því foreldri eru ekki þjálfari.“ Hún segir að sín skoðun sé sú að foreldrar eigi að einbeita sér að því að vera styðjandi aðili í lífi barnsins. Sif hvetur foreldra til að prófa að taka því rólega á allavega einu íþróttamóti: „Prófa á einu móti að segja barninu að þú elskir að koma og horfa á það spila. Sjá hvernig gengur og sleppa því að taka einhverja umræðu. Ég held að það væri áhugavert að sjá.“ Pallborðið Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Ég hef mjög gaman af æstum foreldrum, en það eru alltaf brot sem fara yfir strikið,“ segir Jón og telur að sérsamböndin hafi sofið á verðinum. „Það hafa allir séð að sérsamböndin sekti þjálfara fyrir misgáfuleg ummæli í fjölmiðlum og þeir fá kannski fimmtíu til hundraðþúsund króna sekt á félögin fyrir að hafa ekki hemil á þjálfurunum.“ segir hann og bætir við að mótsstjórar á íþróttamótum barna ættu að geta tekið upp á því sama gagnvart slæmri hegðun foreldra. „Þið getið ímyndað ykkur hvernig foreldrar myndu mæta á mót tvö, ef að á móti eitt hafi þessi foreldrahópur verið sektaður um fimmtíu til hundraðþúsund krónur fyrir óæskilega hegðun. Ég held að þetta vandamál yrði fljótt úr sögunni.“ Þetta kom fram í Pallborðinu sem var í beinni útsendingu á á Vísi og Stöð 2 í dag. Þar ræddi Jón Gunnlaugur um íþróttir barna ásamt Sif Atladóttur, verkefnastjóra Leikmannasamtaka Íslands, og Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Fimleikasambands Íslands. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað ítarlega um íþróttir barna og þættirnir Hliðarlínan verið sýndir á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þar sem menningin í kringum íþróttir barna hefur verið skoðuð frá ýmsum hliðum. Sif Atladóttir fyrrverandi knattspyrnukona og verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands, hvetur foreldra til að nálgast leik barnanna frekar af ást heldur en æsingi.Vísir/Vilhelm Setti svartan blett á mótið Sif lýsir leiðinlegu atviki sem hún lenti í á Símamótinu í sumar þar sem dóttir hennar var að leika. „Í flest skipti var þetta allt í lagi, en við lentum í svolítið leiðinlegu atviki. Dóttir mín er átta ára og spilar í sjöunda flokki og það gerist að foreldrar úr liði andstæðingsins voru ekki sammála því sem var að gerast og kalla yfir hana. Hún, átta ára, áttar sig alveg á því að það er verið að kalla á hana. Það var verið að óska eftir því hún yrði rekin út af og hitt liðið myndi fá vítaspyrnu.“ Hún segir þetta atvik hafa sett svartan blett á mótið. Þá hafi hún heyrt af fleiri samskonar málum frá öðrum foreldrum á mótinu. Sif Atladóttir, Jón Gunnlaugur Viggósson, og Sólveig Jónsdóttir ræddu um málefni barna í íþróttum í Pallborðinu.Vísir/Vilhelm „Hvert er hlutverk foreldra?“ spyr Sólveig. „Við þurfum að skilgreina þeirra hlutverk því foreldri eru ekki þjálfari.“ Hún segir að sín skoðun sé sú að foreldrar eigi að einbeita sér að því að vera styðjandi aðili í lífi barnsins. Sif hvetur foreldra til að prófa að taka því rólega á allavega einu íþróttamóti: „Prófa á einu móti að segja barninu að þú elskir að koma og horfa á það spila. Sjá hvernig gengur og sleppa því að taka einhverja umræðu. Ég held að það væri áhugavert að sjá.“
Pallborðið Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31