Marel ætti að fara í hlutafjáraukningu til að grynnka á miklum skuldum
Hlutabréfaverð Marels rauk upp í byrjun vikunnar eftir að greinendur ING hækkuðu talsvert verðmat sitt á félaginu en þrátt fyrir að uppgjör þriðja fjórðungs hafi verið undir væntingum telja þeir jákvæð teikn á lofti í rekstrinum sem endurspeglist meðal annars í minnkandi kostnaðargrunni. Að sögn hollenska bankans væri skynsamlegt fyrir Marel að ráðast í hlutafjáraukningu í því skyni að minnka óhóflega skuldsetningu félagsins.
Tengdar fréttir
Félag Árna Odds tapaði yfir 1.100 milljónum eftir verðfall á bréfum Marels
Eignarhaldsfélag í eigu Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels, tapaði yfir 1.122 milljónum króna á síðasta ári eftir mikið verðfall á gengi bréfa Marels sem er eina undirliggjandi eign félagsins. Eigið fé þess var neikvætt um liðlega 600 milljónir um áramótin en endurgreiðsla láns við fjármálastofnun sem hvílir á félaginu, tryggt með veðum í bréfum Eyris Invest, var framlengt til þriggja ára.
Þegar „órólega deildin“ gerði byltingu í stærsta fjárfestingafélagi landsins
Eftir að feðgarnir Árni Oddur og Þórður Magnússon hafa farið með tögl og hagldir í Eyri Invest, kjölfestufjárfesti í Marel sem hefur löngum verið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni, allt frá stofnun um síðustu aldamót er fjárfestingafélagið nú á tímamótum með uppstokkun í stjórn og brotthvarfi Þórðar sem stjórnarformanns til meira en tuttugu ára. Umdeild fjármögnun Eyris undir lok síðasta árs þegar styrkja þurfti fjárhagsstöðuna reyndist afdrifarík og jók mjög stuðning hluthafa við sjónarmið minni fjárfesta í eigendahópnum, stundum nefndir „órólega deildin“, um að tímabært væri að gera gagngerar breytingar á starfsemi stærsta fjárfestingafélags landsins.