Sýndi áhorfendum fingurinn eftir leik Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 23:32 Medvedev var ekki sáttur með baul áhorfenda á meðan á leik stóð og kvartaði í dómara leiksins. Vísir/Getty Rússinn Daniil Medvedev er einn af sterkustu tennisleikurum heims. Í gær sýndi hann áhorfendum á móti í Frakklandi dónaskap eftir að baulað hafði verið á hann. Daniil Medvedev er í þriðja sæti heimslistans en hann vann meðal annars sigur á opna bandaríska meistaramótinu árið 2021. Medvedev er búsettur í Mónakó og talar reiprennandi frönsku. Það kom þó ekki í veg fyrir að áhorfendur á móti í París bauluðu duglega á Rússann í gær. Í öðru setti byrjuðu áhorfendur að hrópa nafn andstæðingsins Grigor Dimitrov frá Búlgaríu og baula hátt og snjallt á Medvedev. Medvedev var ekki sáttur og sagði við yfirdómarann að hann myndi hætta keppni ef baulið myndi halda áfram. Dimitrov fór að lokum með sigur af hólmi í leiknum. Á leið sinni til búningsherbergja sást þegar Medvedev lyfti löngutöng í átt að áhorfendum sem bauluðu duglega. Medvedev reaction after booed him in Paris-Bercy pic.twitter.com/TcNGyYBdfM— João Pinto (@joaopintoatp) November 1, 2023 „Nei nei, ég var bara að skoða neglurnar mínar. Af hverju ætti ég að sýna þessum frábæru áhorfendum fingurinn?“ sagði Medvedev á mjög svo kaldhæðnislegan hátt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem baulað er á Medvedev í Frakklandi. „Ég held að það sé ekki af þeirri ástæðu að við spilum í Frakklandi. Þetta snýst meira um á hvaða móti við erum að spila og hvaða hegðun ég sýni úti á vellinum. Ég á marga franska vini og margir þeirra eru ekki ánægðir með þeta mót. Kannski er ástæða fyrir því. Margir leikmenn vilja ekki spila hérna af þeirri ástæðu. Sjálfur lék ég miklu betur á þessu móti í faraldrinum þegar stúkurnar voru tómar,“ sagði Rússinn eftir leikinn í gær. Tennis Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Daniil Medvedev er í þriðja sæti heimslistans en hann vann meðal annars sigur á opna bandaríska meistaramótinu árið 2021. Medvedev er búsettur í Mónakó og talar reiprennandi frönsku. Það kom þó ekki í veg fyrir að áhorfendur á móti í París bauluðu duglega á Rússann í gær. Í öðru setti byrjuðu áhorfendur að hrópa nafn andstæðingsins Grigor Dimitrov frá Búlgaríu og baula hátt og snjallt á Medvedev. Medvedev var ekki sáttur og sagði við yfirdómarann að hann myndi hætta keppni ef baulið myndi halda áfram. Dimitrov fór að lokum með sigur af hólmi í leiknum. Á leið sinni til búningsherbergja sást þegar Medvedev lyfti löngutöng í átt að áhorfendum sem bauluðu duglega. Medvedev reaction after booed him in Paris-Bercy pic.twitter.com/TcNGyYBdfM— João Pinto (@joaopintoatp) November 1, 2023 „Nei nei, ég var bara að skoða neglurnar mínar. Af hverju ætti ég að sýna þessum frábæru áhorfendum fingurinn?“ sagði Medvedev á mjög svo kaldhæðnislegan hátt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem baulað er á Medvedev í Frakklandi. „Ég held að það sé ekki af þeirri ástæðu að við spilum í Frakklandi. Þetta snýst meira um á hvaða móti við erum að spila og hvaða hegðun ég sýni úti á vellinum. Ég á marga franska vini og margir þeirra eru ekki ánægðir með þeta mót. Kannski er ástæða fyrir því. Margir leikmenn vilja ekki spila hérna af þeirri ástæðu. Sjálfur lék ég miklu betur á þessu móti í faraldrinum þegar stúkurnar voru tómar,“ sagði Rússinn eftir leikinn í gær.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira