Segir Johnson hafa spurt hvort „hárblásari“ dygði gegn Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2023 07:36 Cummings hefur verið afar gagnrýninn á Johnson en er sjálfur verið afar umdeildur. AP/PA/James Manning Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, spurði vísindamennina Chris Witty og Patrick Vallance að því hvort hægt væri að útrýma SARS-CoV-2, veirunni sem veldur Covid-19, með „sérstökum hárblásara“. Þetta kemur fram í vitnisburði Dominic Cummings, sem þá var helsti ráðgjafi Johnson, til nefndar sem rannsakar framgöngu stjórnvalda á Bretlandseyjum í kórónuveirufaraldrinum. Cummings sagði augnablikið hafa verið dapurlegt en Johnson hafi sent YouTube-myndskeið á vísindamennina þar sem maður sést nota einhvers konar blásara til að blása upp í nefið á sér og innt þá álits. Eftir að Cummings var látinn fara hefur hann verið duglegur við að gagnrýna forsætisráðherrann fyrrverandi og greinir einnig frá því í vitnisburði sínum að Johnson hafi beðið hann um að finna „dauðan kött“ til að koma fréttum af Covid-19 af síðum dagblaðanna, þar sem hann var orðinn hundleiður á þeim. „Dauður köttur“ er í þessu samhengi eitthvað fjaðrafok sem Cummings átti að stofna til til að beina athygli fjölmiðla annað. Cummings segir í vitnisburðinum að Johnson hafi verið mjög annars hugar þessi misserin; hann hafi verið að vinna að ævisögu Shakespeare og átt í fjárhagslegum erfiðleikum vegna skilnaðar sem hann var að ganga í gegnum og endurbóta sem þáverandi kærastan hans var að láta gera á forsætisráðherrabústaðnum. Þá var fyrrverandi kærasta hans að gagnrýna hann í fjölmiðlum. Cummings segir stjórnvöldum hafa gjörsamlega mistekist í faraldrinum og að viðkvæmir hópar hefðu verið algjörlega vanræktir þegar gripið var til aðgerða á borð við útgöngubann. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Sjá meira
Þetta kemur fram í vitnisburði Dominic Cummings, sem þá var helsti ráðgjafi Johnson, til nefndar sem rannsakar framgöngu stjórnvalda á Bretlandseyjum í kórónuveirufaraldrinum. Cummings sagði augnablikið hafa verið dapurlegt en Johnson hafi sent YouTube-myndskeið á vísindamennina þar sem maður sést nota einhvers konar blásara til að blása upp í nefið á sér og innt þá álits. Eftir að Cummings var látinn fara hefur hann verið duglegur við að gagnrýna forsætisráðherrann fyrrverandi og greinir einnig frá því í vitnisburði sínum að Johnson hafi beðið hann um að finna „dauðan kött“ til að koma fréttum af Covid-19 af síðum dagblaðanna, þar sem hann var orðinn hundleiður á þeim. „Dauður köttur“ er í þessu samhengi eitthvað fjaðrafok sem Cummings átti að stofna til til að beina athygli fjölmiðla annað. Cummings segir í vitnisburðinum að Johnson hafi verið mjög annars hugar þessi misserin; hann hafi verið að vinna að ævisögu Shakespeare og átt í fjárhagslegum erfiðleikum vegna skilnaðar sem hann var að ganga í gegnum og endurbóta sem þáverandi kærastan hans var að láta gera á forsætisráðherrabústaðnum. Þá var fyrrverandi kærasta hans að gagnrýna hann í fjölmiðlum. Cummings segir stjórnvöldum hafa gjörsamlega mistekist í faraldrinum og að viðkvæmir hópar hefðu verið algjörlega vanræktir þegar gripið var til aðgerða á borð við útgöngubann.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð