FAST forvarnir bjarga lífi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 07:01 Í sumar hitti ég Konstantinos, 7 ára grískan strák sem hafði bjargað lífi afa síns í áramótaveislu fjölskyldunnar. Strákurinn gat, með ákveðni og festu, fengið móður sína og ömmu til að hringja strax á 112 þar sem hann þekkti einkennin sem afinn sýndi, vissi hvað var að gerast og gat útskýrt það fyrir þeim. Afi hans var að fá heilaslag (einnig nefnt heilablóðfall eða slag) en Konstantinos hafði nýlega tekið þátt í FAST 112 hetjuverkefninu í skólanum sínum og vissi hversu mikilvægt það væri að bregðast hratt við. Tíðni heilaslags er miklu algengari en við áttum okkur á: Áætlað er að einn af hverjum fjórum einstaklingum fái heilaslag á lífsleiðinni. Það er önnur helsta orsök færnisskerðingar og þriðja helsta orsök dauðsfalla í heiminum. En þó þekkja fæst einkennin eða vita hverjar afleiðingarnar geta veriðkomist einstaklingurinn ekki tafarlaust undir læknishendur. Markvissar forvarnir í allri menntun! Ég brenn fyrir forvörnum og fræðsluverkefnið um FAST 112 hetjurnar er eins og talað úr mínu hjarta. FAST 112 er margverðlaunað námsefni sem er sniðið að þörfum 5-9 ára barna en með því að fræða börn náum við að fræða alla fjölskylduna. Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til að skilja. Það er sem dæmi mikilvægt að þau viti að ef það kviknar í, ef einhver ætlar að fara yfir mörk þeirra eða þegar þau sjá einkenni heilaslags að þá eigi þau að að biðja um hjálp og hringja í 112. Það heitir fræðsla – en ekki hræðsla. Með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi. Það eru því meiri líkur en minni að nákominn ættingi eða við sjálf munum fá heilaslag einhvern tímann á lífsleiðinni. Ég kynntist heilaslagi af eigin raun og hafði ekki hugmynd um hvað þetta var og taldi mig bara vera þreytta og ætlaði að leggja mig, en eiginmaðurinn reyndist vera mín FAST 112 hetja. Ef ég hefði lagt mig, þá eru töluverðar líkur á að ég væri ekki að skrifa þessa grein. Þess má geta að heilaslagi fylgja oftast engir verkir og því áttar fólk sig ekki á hversu brýnt er að komast strax undir læknishendur! Skemmtilegt skólaverkefni fyrir kennaraÞað er staðreynd að á okkur kennara er bætt endalaust af nýjum og spennandi verkefnum, já, og svo sannarlega þá er þetta er eitt af þeim! Það hefur þó svo mikilvæga þætti fram yfir mörg verkefna sem í boði eru, því það bjargar mannslífum og fræðir ekki bara börn um einkenni heilaslags heldur alla fjölskylduna og kennarana líka.Undirbúningurinn er lítill sem enginn og hægt er að líta á þetta sem þema í fimm kennslustundum/samverustundum. Verkefnið er frítt, tilbúið, skemmtilegt og spennandi. Kennslan er einföld og kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni www.fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni.Nú þegar hafa tæplega 3000 börn tekið þátt í verkefninu í skólum um allt land og erlendis hefur verkefnið nú verið kennt í 8000 skólum í 20 löndum. Ísland hefur öll tromp í hendi til að vera best í heiminum þegar kemur að þessari fræðslu, þangað ætla ég með FAST 112 og vil að þið komið með!Börn eru bestu sendiherrar sem hægt er að hugsa sér.Höfundur er leikskólakennari, umsjónarkennari FAST 112 hetjuverkefnisins á Íslandi og framkvæmdastjóri Samtalið fræðsla ekki hræðsla. www.fastheroes.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Í sumar hitti ég Konstantinos, 7 ára grískan strák sem hafði bjargað lífi afa síns í áramótaveislu fjölskyldunnar. Strákurinn gat, með ákveðni og festu, fengið móður sína og ömmu til að hringja strax á 112 þar sem hann þekkti einkennin sem afinn sýndi, vissi hvað var að gerast og gat útskýrt það fyrir þeim. Afi hans var að fá heilaslag (einnig nefnt heilablóðfall eða slag) en Konstantinos hafði nýlega tekið þátt í FAST 112 hetjuverkefninu í skólanum sínum og vissi hversu mikilvægt það væri að bregðast hratt við. Tíðni heilaslags er miklu algengari en við áttum okkur á: Áætlað er að einn af hverjum fjórum einstaklingum fái heilaslag á lífsleiðinni. Það er önnur helsta orsök færnisskerðingar og þriðja helsta orsök dauðsfalla í heiminum. En þó þekkja fæst einkennin eða vita hverjar afleiðingarnar geta veriðkomist einstaklingurinn ekki tafarlaust undir læknishendur. Markvissar forvarnir í allri menntun! Ég brenn fyrir forvörnum og fræðsluverkefnið um FAST 112 hetjurnar er eins og talað úr mínu hjarta. FAST 112 er margverðlaunað námsefni sem er sniðið að þörfum 5-9 ára barna en með því að fræða börn náum við að fræða alla fjölskylduna. Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til að skilja. Það er sem dæmi mikilvægt að þau viti að ef það kviknar í, ef einhver ætlar að fara yfir mörk þeirra eða þegar þau sjá einkenni heilaslags að þá eigi þau að að biðja um hjálp og hringja í 112. Það heitir fræðsla – en ekki hræðsla. Með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi. Það eru því meiri líkur en minni að nákominn ættingi eða við sjálf munum fá heilaslag einhvern tímann á lífsleiðinni. Ég kynntist heilaslagi af eigin raun og hafði ekki hugmynd um hvað þetta var og taldi mig bara vera þreytta og ætlaði að leggja mig, en eiginmaðurinn reyndist vera mín FAST 112 hetja. Ef ég hefði lagt mig, þá eru töluverðar líkur á að ég væri ekki að skrifa þessa grein. Þess má geta að heilaslagi fylgja oftast engir verkir og því áttar fólk sig ekki á hversu brýnt er að komast strax undir læknishendur! Skemmtilegt skólaverkefni fyrir kennaraÞað er staðreynd að á okkur kennara er bætt endalaust af nýjum og spennandi verkefnum, já, og svo sannarlega þá er þetta er eitt af þeim! Það hefur þó svo mikilvæga þætti fram yfir mörg verkefna sem í boði eru, því það bjargar mannslífum og fræðir ekki bara börn um einkenni heilaslags heldur alla fjölskylduna og kennarana líka.Undirbúningurinn er lítill sem enginn og hægt er að líta á þetta sem þema í fimm kennslustundum/samverustundum. Verkefnið er frítt, tilbúið, skemmtilegt og spennandi. Kennslan er einföld og kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni www.fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni.Nú þegar hafa tæplega 3000 börn tekið þátt í verkefninu í skólum um allt land og erlendis hefur verkefnið nú verið kennt í 8000 skólum í 20 löndum. Ísland hefur öll tromp í hendi til að vera best í heiminum þegar kemur að þessari fræðslu, þangað ætla ég með FAST 112 og vil að þið komið með!Börn eru bestu sendiherrar sem hægt er að hugsa sér.Höfundur er leikskólakennari, umsjónarkennari FAST 112 hetjuverkefnisins á Íslandi og framkvæmdastjóri Samtalið fræðsla ekki hræðsla. www.fastheroes.com
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun