Bryndís nýr forseti Norðurlandaráðs Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2023 14:28 Oddný G. Harðardóttir og Bryndís Haraldsdóttir í Osló fyrr í dag. Magnus Fröderberg/Norden.org Bryndís Haraldsdóttir var kjörin forseti Norðurlandaráðs fyrir árið 2024 og Oddný G. Harðardóttir varaforseti í lok Norðurlandaráðsþings í Ósló fyrr í dag. Þing Norðurlandaráðs hefur staðið yfir í Osló síðustu daga en því lauk í dag með því að Ísland tók við formennsku í ráðinu. Formennskuáætlun Íslands fyrir Norðurlandaráð var á sama tíma kynnt en yfirskrift hennar er Friður og öryggi á norðurslóðum. Þar kemur fram að með orðunum „friður og öryggi“ í yfirskrift formennskuáætlunarinnar sé átt við „þörfina á að tryggja öryggi Norðurlanda og bandalagsþjóða þeirra á norðurslóðum en jafnframt nauðsyn þess að draga úr spennu á svæðinu og leggja aukna áherslu á friðsamlegar lausnir. Þörf er á nýrri framtíðarsýn í öryggismálum á norðurslóðum. Með orðinu „öryggi“ er þó einnig átt við aðra þætti sem tengjast velferð og framtíð Norðurlanda og sérstaklega íbúa á norðurslóðum,“ segir í áætluninni. Næsta Norðurlandaráðsþing verður haldið að ári í Reykjavík. Þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Oddný G. Harðardóttir, Orri Páll Jóhannsson og Teitur Björn Einarsson sóttu þing Norðurlandaráðs í Osló, auk Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, en norrænir þingforsetar halda jafnan sinn árlega fund í tengslum við þingið. Auk hinna 87 fulltrúa sem sitja í Norðurlandaráði tóku fjölmargir norrænir ráðherrar þátt í þinginu. Frá Íslandi komu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Norðurlandaráð Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs hefur staðið yfir í Osló síðustu daga en því lauk í dag með því að Ísland tók við formennsku í ráðinu. Formennskuáætlun Íslands fyrir Norðurlandaráð var á sama tíma kynnt en yfirskrift hennar er Friður og öryggi á norðurslóðum. Þar kemur fram að með orðunum „friður og öryggi“ í yfirskrift formennskuáætlunarinnar sé átt við „þörfina á að tryggja öryggi Norðurlanda og bandalagsþjóða þeirra á norðurslóðum en jafnframt nauðsyn þess að draga úr spennu á svæðinu og leggja aukna áherslu á friðsamlegar lausnir. Þörf er á nýrri framtíðarsýn í öryggismálum á norðurslóðum. Með orðinu „öryggi“ er þó einnig átt við aðra þætti sem tengjast velferð og framtíð Norðurlanda og sérstaklega íbúa á norðurslóðum,“ segir í áætluninni. Næsta Norðurlandaráðsþing verður haldið að ári í Reykjavík. Þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Oddný G. Harðardóttir, Orri Páll Jóhannsson og Teitur Björn Einarsson sóttu þing Norðurlandaráðs í Osló, auk Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, en norrænir þingforsetar halda jafnan sinn árlega fund í tengslum við þingið. Auk hinna 87 fulltrúa sem sitja í Norðurlandaráði tóku fjölmargir norrænir ráðherrar þátt í þinginu. Frá Íslandi komu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Norðurlandaráð Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira