Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2023 08:44 Erin Patterson og grænserkssveppur, svipaður þeim sem talið er að notaður hafi verið í máltíðina sem varð fyrrverandi tengdaforeldrum hennar að bana. ABC/Getty Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. Málið hefur vakið gríðarlega athygli, bæði í Ástralíu og út um allan heim, en fólkið lést eftir að hafa verið boðið til hádegisverðar á heimili Patterson í bænum Leongatha í Viktoríu í júlí síðastliðnum. Viðstaddir voru Don og Gail Patterson, foreldrar fyrirverandi eiginmanns Erin, systir Gail, Heather Wilkinson, og eiginmaður hennar Ian. Á boðstólnum var Beef Wellington en eftir máltíðina sýndu öll fjögur einkenni eitrunar og voru flutt á sjúkrahús. Don, Gail og Heather létust en Ian lifði. Erin Patterson var fljótlega grunuð um græsku en talið er að sveppirnir sem hún notaði við eldamennskuna hafi verið grænserkir, sem eru með eitruðustu sveppum heims. Athygli vakti að tvö börn hennar og eiginmannsins fyrrverandi voru viðstödd máltíðina en fengu annan mat. Í gær dró til tíðinda þegar Patterson var handtekinn en þegar greint var frá ákærum í málinu kom í ljós að hún er einnig grunuð um að hafa þrisvar sinnum gert tilraun til að koma fyrrverandi fyrir kattarnef. Patterson hefur neitað sök í málinu og sagst hafa notað sveppi sem hún keypti út í búð og þurrkaða sveppi sem hún keypti á asískum markaði mánuðum áður. Ástralía Erlend sakamál Sveppir Tengdar fréttir Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Málið hefur vakið gríðarlega athygli, bæði í Ástralíu og út um allan heim, en fólkið lést eftir að hafa verið boðið til hádegisverðar á heimili Patterson í bænum Leongatha í Viktoríu í júlí síðastliðnum. Viðstaddir voru Don og Gail Patterson, foreldrar fyrirverandi eiginmanns Erin, systir Gail, Heather Wilkinson, og eiginmaður hennar Ian. Á boðstólnum var Beef Wellington en eftir máltíðina sýndu öll fjögur einkenni eitrunar og voru flutt á sjúkrahús. Don, Gail og Heather létust en Ian lifði. Erin Patterson var fljótlega grunuð um græsku en talið er að sveppirnir sem hún notaði við eldamennskuna hafi verið grænserkir, sem eru með eitruðustu sveppum heims. Athygli vakti að tvö börn hennar og eiginmannsins fyrrverandi voru viðstödd máltíðina en fengu annan mat. Í gær dró til tíðinda þegar Patterson var handtekinn en þegar greint var frá ákærum í málinu kom í ljós að hún er einnig grunuð um að hafa þrisvar sinnum gert tilraun til að koma fyrrverandi fyrir kattarnef. Patterson hefur neitað sök í málinu og sagst hafa notað sveppi sem hún keypti út í búð og þurrkaða sveppi sem hún keypti á asískum markaði mánuðum áður.
Ástralía Erlend sakamál Sveppir Tengdar fréttir Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28