Tilgangur tilgangslausra athafna Pétur Henry Petersen skrifar 3. nóvember 2023 10:31 Fréttaskýringarþátturinn Kveikur beinir sjónum sínum að menntakerfinu í nýlegum þætti. Nýlegar (gervigreind) og ekki svo nýlegar framfarir (alnetið) í upplýsingatækni kalla á breytingar á hvernig við lítum á menntun, hvað er kennt og hvernig. Myndskeið í þættinum vísa í kennslu millistríðsáranna – allir steyptir í sama mót að læra ártöl. Í nútímanum, tilgangslaus leit nemenda að svörum sem nú þegar eru þekkt og farsíminn getur fundið fljótt (hve oft skildi Ross í Friends? hver er höfuðborg Kanada?)! Taka saman þekkingu í verkefni sem gervigreind getur allt eins gert á svipstundu (afhverju komst Hitler til valda? er dauði Matthew Perry dauði sakleysinsins?)! Í þættinum er dreginn upp hryllileg mynd af skólakerfinu – framleiðsla á vélmennum, fókuseruðum á utanbókarlærdóm. En endurspeglar þátturinn í raun starf í skólum í dag? Svo er ekki og spyrja má – eru þetta eðlileg efnistök eða setur Kveik niður við slíka aðför að kennurum nútímans og því starfi sem unnið er í skólum núna? Hefði gervigreind getað útbúið betri þátt? Er rétt að nálgast mikilvægt mál á þennan hátt? Spurningin sjálf er gild, hvað þýða þessar breytingar í tækni fyrir skólahald og hugmyndir okkar um menntun? Ég held að þeir sem telja að menntun snúist fyrst og fremst um að læra hluti utanað eða leysa vandamál sem aldrei hafa verið leyst áður, séu á villugötum. Að sjálfsögðu er viss þekking forsenda þess að geta tekið þátt í almennum samræðum (t.d. vita hvað millistríðsárin eru, hvaða stríð um ræðir, hver Ross Geller er) eða getað aflað sér frekari upplýsinga, en almennt eru skólar að leita eftir að byggja upp ákveðna hæfni. Hæfni til að afla sér upplýsinga, eiga í samskiptum, vinna með upplýsingar, nota önnur tungumál en manns eigið, bregðast rétt við ákveðnum aðstæðum, skilja aðra. Er takmarkið kannski að skilja heiminn eða fikra sig í þá átt? Vera þegn í samfélaginu? Þokkalega þenkjandi hjól atvinnulífsins? Geta valið milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána? Tölvur geta örugglega hafnað verðtryggðum lánum, ef spurðar. En, verðum við ekki að geta lagt eigið mat á svarið? Gefur gervigreind í Rússlandi góð svör við pólitískum spurningum? Við vitum að tölvur geta flestallt betur en við (já, líka skapað og að eiga í fjölbreyttum samskiptum). Það dregur ekki úr möguleikum þess að menntast eða auka hæfni, heldur eykur þá. Það afl þarf að virkja af skynsemi. Það er verkefnið og það er brýnt. Til að komast frá stað A til staðar B, er hægt að keyra bíl. Með því móti kemst maður tiltölulega hratt á milli. Þrátt fyrir það fer fólk út að hlaupa og hleypur jafnvel í hringi (frá A til A) eða á staðnum! Afhverju keyrði það ekki bara, eða sleppti því að fara? Jú, vegna þess að það er innri tilgangur í gjörningnum og líkami hlauparans er ekki sá sami að hlaupi loknu og þegar hann hljóp af stað. Það er tilgangslaust að fara út að hlaupa á bílnum. Jafn slæmt og að gera ekki neitt! Sama má segja um heilann og menntun. Ef takmarkið er að leysa vandamál/finna upplýsingar (Ross skildi þrisvar!), þá er um að gera að nota nýjustu tækni – ef takmarkið er að auka hæfni og jafnvel skilja lausnina sem tæknin kemur með – þá þarf að reima á sig skónna og gera hluti sem utanfrá líta út fyrir að vera gagnslitlir, en eru allt annað en. Höfundur er áhugamaður um nám og kennslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Upplýsingatækni Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Fréttaskýringarþátturinn Kveikur beinir sjónum sínum að menntakerfinu í nýlegum þætti. Nýlegar (gervigreind) og ekki svo nýlegar framfarir (alnetið) í upplýsingatækni kalla á breytingar á hvernig við lítum á menntun, hvað er kennt og hvernig. Myndskeið í þættinum vísa í kennslu millistríðsáranna – allir steyptir í sama mót að læra ártöl. Í nútímanum, tilgangslaus leit nemenda að svörum sem nú þegar eru þekkt og farsíminn getur fundið fljótt (hve oft skildi Ross í Friends? hver er höfuðborg Kanada?)! Taka saman þekkingu í verkefni sem gervigreind getur allt eins gert á svipstundu (afhverju komst Hitler til valda? er dauði Matthew Perry dauði sakleysinsins?)! Í þættinum er dreginn upp hryllileg mynd af skólakerfinu – framleiðsla á vélmennum, fókuseruðum á utanbókarlærdóm. En endurspeglar þátturinn í raun starf í skólum í dag? Svo er ekki og spyrja má – eru þetta eðlileg efnistök eða setur Kveik niður við slíka aðför að kennurum nútímans og því starfi sem unnið er í skólum núna? Hefði gervigreind getað útbúið betri þátt? Er rétt að nálgast mikilvægt mál á þennan hátt? Spurningin sjálf er gild, hvað þýða þessar breytingar í tækni fyrir skólahald og hugmyndir okkar um menntun? Ég held að þeir sem telja að menntun snúist fyrst og fremst um að læra hluti utanað eða leysa vandamál sem aldrei hafa verið leyst áður, séu á villugötum. Að sjálfsögðu er viss þekking forsenda þess að geta tekið þátt í almennum samræðum (t.d. vita hvað millistríðsárin eru, hvaða stríð um ræðir, hver Ross Geller er) eða getað aflað sér frekari upplýsinga, en almennt eru skólar að leita eftir að byggja upp ákveðna hæfni. Hæfni til að afla sér upplýsinga, eiga í samskiptum, vinna með upplýsingar, nota önnur tungumál en manns eigið, bregðast rétt við ákveðnum aðstæðum, skilja aðra. Er takmarkið kannski að skilja heiminn eða fikra sig í þá átt? Vera þegn í samfélaginu? Þokkalega þenkjandi hjól atvinnulífsins? Geta valið milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána? Tölvur geta örugglega hafnað verðtryggðum lánum, ef spurðar. En, verðum við ekki að geta lagt eigið mat á svarið? Gefur gervigreind í Rússlandi góð svör við pólitískum spurningum? Við vitum að tölvur geta flestallt betur en við (já, líka skapað og að eiga í fjölbreyttum samskiptum). Það dregur ekki úr möguleikum þess að menntast eða auka hæfni, heldur eykur þá. Það afl þarf að virkja af skynsemi. Það er verkefnið og það er brýnt. Til að komast frá stað A til staðar B, er hægt að keyra bíl. Með því móti kemst maður tiltölulega hratt á milli. Þrátt fyrir það fer fólk út að hlaupa og hleypur jafnvel í hringi (frá A til A) eða á staðnum! Afhverju keyrði það ekki bara, eða sleppti því að fara? Jú, vegna þess að það er innri tilgangur í gjörningnum og líkami hlauparans er ekki sá sami að hlaupi loknu og þegar hann hljóp af stað. Það er tilgangslaust að fara út að hlaupa á bílnum. Jafn slæmt og að gera ekki neitt! Sama má segja um heilann og menntun. Ef takmarkið er að leysa vandamál/finna upplýsingar (Ross skildi þrisvar!), þá er um að gera að nota nýjustu tækni – ef takmarkið er að auka hæfni og jafnvel skilja lausnina sem tæknin kemur með – þá þarf að reima á sig skónna og gera hluti sem utanfrá líta út fyrir að vera gagnslitlir, en eru allt annað en. Höfundur er áhugamaður um nám og kennslu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun