Erlendu leikmenn Grindavíkur vel upplýstir: „Nóttin var ekkert eðlileg“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 13:01 Ólafur Ólafsson er fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfubolta og segir erlendu leikmenn liðsins vel upplýsta um stöðu mála varðandi þær jarðhræringar sem eiga sér stað nú í námunda við Grindavík Vísir/Samsett mynd Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur í körfuboltanum, segir vel haldið utan um erlendu leikmennina í liðinu sem eru flestir að finna fyrir almennilegri jarðskjálftavirkni í fyrsta sinn á ævinni þessa dagana. Órói hefur gert vart um sig á svæðinu en Ólafur sjálfur er rólegur yfir stöðunni og svaf hann af sér skjálfta næturinnar. „Við pössum það allir og þá sérstaklega stjórn körfuknattleiksdeildarinnar,“ segir Ólafur við Vísi aðspurður hvort erlendu leikmenn Grindavíkur séu vel upplýstir um stöðu mála varðandi óróann sem er ríkjandi á svæðinu umhverfis Grindavík. „Formaðurinn er mikill ljósmyndari, myndar náttúruna mikið og þegar að það gýs þá er hann yfirleitt fyrstur á svæðið með myndavélina. Hann er duglegur að uppfæra þá erlendu leikmenn sem eru á mála hjá okkur um stöðu mála. Ég hef sagt þeim að það séu ekki miklar líkur að þú látir lífið ef það kemur til eldgoss. Þetta er tiltölulega hæg atburðarás sem fer af stað. Þetta tekur allt sinn tíma. Það hættulega við þetta er kannski gasmengunin ef það fer að gjósa. Við höfum útskýrt þetta allt fyrir þeim. Daninn hjá okkur er búinn að ná þessu en maður finnur það alveg að það brenna fleiri spurningar á Bandaríkjamönnunum hjá okkur.“ Óþægilegt að finna fyrir þessu Það sé misjafnt eftir mönnum hvernig þeir upplifa skjálftana. „Basille hefur verið á Íslandi í nokkur ár og hefur nú eitthvað upplifað þetta áður en kannski ekki svona kröftuglega. Daninn hjá okkur, Mortensen, hefur ekki upplifað svona skjálfta áður en hann er samt sem áður voða rólegur yfir þessu. Það er aðallega nýi kaninn hjá okkur, DeAndre Kane sem var skiljanlega ekkert hrifinn af þessu þegar að þetta byrjaði.“ DeAndre Kane gekk til liðs við Grindavík í upphafi tímabilsVísir / Anton Brink „Það þurfti að útskýra fyrir honum að húsin hér á Íslandi eru meðal annars byggð með það að leiðarljósi að geta staðið af sér ansi kröftuga skjálfta. Það er óþægilegt að finna fyrir þessum skjálftum. Óþægilegt að vakna upp við þá á miðri nóttu. Það er aðallega það sem hefur angrað þessa leikmenn. En það er mikilvægt, og við pössum vel upp á það, að þeir séu vel upplýstir um stöðu mála.“ Svaf af sér „ekkert eðlilega nótt“ Sjálfur er Ólafur rólegur yfir stöðu mála. „Ég er afskaplega rólegur yfir þessu og er líka einn af þeim fáu sem svaf í alla nótt. Auðvitað finn ég alveg fyrir þessum stóru skjálftum sem hafa verið koma, þeir eru óþægilegir en ég er ekki að vakna á nóttunni.“ Það sama gildi þó ekki um fólkið sem stendur honum næst. „Konan mín vaknaði til dæmis í nótt við stóran skjálfta. Þessi nótt var ekkert eðlileg. Ég vaknaði sjálfur klukkan sjö í morgun og fann svo fyrir þessum stóru skjálftum sem komu um átta leytið. Það eru flest allir í fjölskyldunni minni búnir að vera vakandi síðan klukkan fjögur í nótt þegar að það komu þarna nokkrir stórir skjálftar með nokkurra mínútna millibili. Það er óþægilegt þegar að maður verður vitni af þessu.“ Vel meðvituð um stöðu mála Ólafur vonast til þess að upplýsingafundur sem haldinn var fyrir bæjarbúa Grindavíkur í gær veki upp öryggistilfinningu hjá bæjarbúum. „Það var þægilegt fyrir fólk að fá þessar upplýsingar því við vitum ekki hvað kemur til með að gerast á endanum. Það er öryggi fólgið í því fyrir fólk að vita stöðuna nákvæmlega eins og hún er.“ Eiginkona Ólafs vinnur í Bláa lóninu og rétt vestur af því átti kröftugur skjálfti að stærðinni 4,2 upptök sín í nótt. „Hún er að vinna í Bláa lóninu og auðvitað ekkert þægilegt vitandi af þessu krauma þarna nálægt þessum stað og hún að vinna þarna. Það er þó búið að fara vel yfir stöðuna með starfsmönnum þarna og þau eru vel meðvituð um stöðuna. Þá er búið að fara vel yfir allar rýmingaráætlanir með bæjarbúum. Vonandi upplifa bæjarbúar sömu ró og ég fann fyrir eftir að hafa fengið upplýsingarnar sem komu fram á þessum fundi.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Bláa lónið Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
„Við pössum það allir og þá sérstaklega stjórn körfuknattleiksdeildarinnar,“ segir Ólafur við Vísi aðspurður hvort erlendu leikmenn Grindavíkur séu vel upplýstir um stöðu mála varðandi óróann sem er ríkjandi á svæðinu umhverfis Grindavík. „Formaðurinn er mikill ljósmyndari, myndar náttúruna mikið og þegar að það gýs þá er hann yfirleitt fyrstur á svæðið með myndavélina. Hann er duglegur að uppfæra þá erlendu leikmenn sem eru á mála hjá okkur um stöðu mála. Ég hef sagt þeim að það séu ekki miklar líkur að þú látir lífið ef það kemur til eldgoss. Þetta er tiltölulega hæg atburðarás sem fer af stað. Þetta tekur allt sinn tíma. Það hættulega við þetta er kannski gasmengunin ef það fer að gjósa. Við höfum útskýrt þetta allt fyrir þeim. Daninn hjá okkur er búinn að ná þessu en maður finnur það alveg að það brenna fleiri spurningar á Bandaríkjamönnunum hjá okkur.“ Óþægilegt að finna fyrir þessu Það sé misjafnt eftir mönnum hvernig þeir upplifa skjálftana. „Basille hefur verið á Íslandi í nokkur ár og hefur nú eitthvað upplifað þetta áður en kannski ekki svona kröftuglega. Daninn hjá okkur, Mortensen, hefur ekki upplifað svona skjálfta áður en hann er samt sem áður voða rólegur yfir þessu. Það er aðallega nýi kaninn hjá okkur, DeAndre Kane sem var skiljanlega ekkert hrifinn af þessu þegar að þetta byrjaði.“ DeAndre Kane gekk til liðs við Grindavík í upphafi tímabilsVísir / Anton Brink „Það þurfti að útskýra fyrir honum að húsin hér á Íslandi eru meðal annars byggð með það að leiðarljósi að geta staðið af sér ansi kröftuga skjálfta. Það er óþægilegt að finna fyrir þessum skjálftum. Óþægilegt að vakna upp við þá á miðri nóttu. Það er aðallega það sem hefur angrað þessa leikmenn. En það er mikilvægt, og við pössum vel upp á það, að þeir séu vel upplýstir um stöðu mála.“ Svaf af sér „ekkert eðlilega nótt“ Sjálfur er Ólafur rólegur yfir stöðu mála. „Ég er afskaplega rólegur yfir þessu og er líka einn af þeim fáu sem svaf í alla nótt. Auðvitað finn ég alveg fyrir þessum stóru skjálftum sem hafa verið koma, þeir eru óþægilegir en ég er ekki að vakna á nóttunni.“ Það sama gildi þó ekki um fólkið sem stendur honum næst. „Konan mín vaknaði til dæmis í nótt við stóran skjálfta. Þessi nótt var ekkert eðlileg. Ég vaknaði sjálfur klukkan sjö í morgun og fann svo fyrir þessum stóru skjálftum sem komu um átta leytið. Það eru flest allir í fjölskyldunni minni búnir að vera vakandi síðan klukkan fjögur í nótt þegar að það komu þarna nokkrir stórir skjálftar með nokkurra mínútna millibili. Það er óþægilegt þegar að maður verður vitni af þessu.“ Vel meðvituð um stöðu mála Ólafur vonast til þess að upplýsingafundur sem haldinn var fyrir bæjarbúa Grindavíkur í gær veki upp öryggistilfinningu hjá bæjarbúum. „Það var þægilegt fyrir fólk að fá þessar upplýsingar því við vitum ekki hvað kemur til með að gerast á endanum. Það er öryggi fólgið í því fyrir fólk að vita stöðuna nákvæmlega eins og hún er.“ Eiginkona Ólafs vinnur í Bláa lóninu og rétt vestur af því átti kröftugur skjálfti að stærðinni 4,2 upptök sín í nótt. „Hún er að vinna í Bláa lóninu og auðvitað ekkert þægilegt vitandi af þessu krauma þarna nálægt þessum stað og hún að vinna þarna. Það er þó búið að fara vel yfir stöðuna með starfsmönnum þarna og þau eru vel meðvituð um stöðuna. Þá er búið að fara vel yfir allar rýmingaráætlanir með bæjarbúum. Vonandi upplifa bæjarbúar sömu ró og ég fann fyrir eftir að hafa fengið upplýsingarnar sem komu fram á þessum fundi.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Bláa lónið Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira